Antonio Conte sá fyrsti sem nær tvennunni á móti Guardiola Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2017 15:00 Pep Guardiola og Antonio Conte í gær. Vísir/Getty Pep Guardiola kynntist í gærkvöldi tvennu sem hann hafði aldrei áður upplifað á knattspyrnustjóraferlinum sínum. Bæði tímamótin segja samt kannski meira um frábæran árangur hans sem stjóra frekar en annað. Það er allavega ljóst að tímabilið með Manchester City hefur verið enginn dans á rósum fyrir spænska stjórann sem hefur hingað til unnið 21 titil með stórliðum Barcelona og Bayern München. Pep Guardiola horfði í gærkvöldi upp á sína menn í Manchester City tapa 2-1 á móti toppliði Chelsea. Með því varð Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, fyrstur til að vinna báða leikina á móti liði Guardiola á einu tímabili. Þetta er áttunda tímabil Guardiola sem knattspyrnustjóra og hann hafði alltaf náð í stig á móti öllum liðum deildarinnar. Chelsea vann hinsvegar báða leikina þar af fyrri leikinn 3-1 á heimavelli Manchester City. Guardiola varð ennfremur að sætta sig við sjötta deildartap sinna manna á tímabilinu og það hefur heldur aldrei gerst áður á hans stjóraferli með Barcelona, Bayern München og nú Manchester City. Guardiola hafði mest áður tapað fimm deildarleikjum á einu tímabili en það gerðist á fyrsta tímabili hans með Barcelona 2008-09 og á öðru tímabili hans með Bayern München 2014-15. Hér fyrir neðan má sjá tapleiki liða undir stjórn Pep Guardiola í deildarkeppninni og eins og sjá má þá er þetta nú ekki mjög langur listi.Stjóraferill Pep Guardiola og tapleikirnir í deildinniBarcelona 2008-09 - 5 1-0 á útivelli á móti Numancia 1-2 á heimavelli á móti Espanyol 4-3 á útivelli á móti Atlético Madrid 2-1 á útivelli á móti Mallorca 1-0 á heimavelli á móti OsasunaBarcelona 2009-10 - 1 2-1 á útivelli á móti Atlético MadridBarcelona 2010-11 - 2 2-0 á heimavelli á móti Hércules 2-1 á útivelli á móti Real SociedadBarcelona 2011-12 - 3 1-0 á útivelli á móti Getafe 3-2 á útivelli á móti Osasuna 2-1 á heimavelli á móti Real MadridBayern München 2013-14 - 2 1-0 á útivelli á móti Augsburg 3-0 á heimavelli á móti Borussia DortmundBayern München 2014-15 - 5 4-1 á útivelli á móti Wolfsburg 2-0 á heimavelli á móti Borussia Mönchengladbach 2-0 á útivelli á móti Bayer Leverkusen 1-0 á heimavelli á móti Augsburg 2-1 á útivelli á móti FreiburgBayern München 2015-16 - 2 3-1 á útivelli á móti Borussia Mönchengladbach 2-1 á heimavelli á móti Mainz 05Manchester City 2016-17 - 6 2-0 á útivelli á móti Tottenham 3-1 á heimavelli á móti Chelsea 4-2 á útivelli á móti Leicester 1-0 á útivelli á móti Liverpool 4-0 á útivelli á móti Everton 2-1 á útivelli á móti Chelsea#OJOALDATO - El Chelsea es el primer rival que le gana dos partidos de liga en una misma temporada a un club entrenado por Pep Guardiola.— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) April 5, 2017 Enski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
Pep Guardiola kynntist í gærkvöldi tvennu sem hann hafði aldrei áður upplifað á knattspyrnustjóraferlinum sínum. Bæði tímamótin segja samt kannski meira um frábæran árangur hans sem stjóra frekar en annað. Það er allavega ljóst að tímabilið með Manchester City hefur verið enginn dans á rósum fyrir spænska stjórann sem hefur hingað til unnið 21 titil með stórliðum Barcelona og Bayern München. Pep Guardiola horfði í gærkvöldi upp á sína menn í Manchester City tapa 2-1 á móti toppliði Chelsea. Með því varð Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, fyrstur til að vinna báða leikina á móti liði Guardiola á einu tímabili. Þetta er áttunda tímabil Guardiola sem knattspyrnustjóra og hann hafði alltaf náð í stig á móti öllum liðum deildarinnar. Chelsea vann hinsvegar báða leikina þar af fyrri leikinn 3-1 á heimavelli Manchester City. Guardiola varð ennfremur að sætta sig við sjötta deildartap sinna manna á tímabilinu og það hefur heldur aldrei gerst áður á hans stjóraferli með Barcelona, Bayern München og nú Manchester City. Guardiola hafði mest áður tapað fimm deildarleikjum á einu tímabili en það gerðist á fyrsta tímabili hans með Barcelona 2008-09 og á öðru tímabili hans með Bayern München 2014-15. Hér fyrir neðan má sjá tapleiki liða undir stjórn Pep Guardiola í deildarkeppninni og eins og sjá má þá er þetta nú ekki mjög langur listi.Stjóraferill Pep Guardiola og tapleikirnir í deildinniBarcelona 2008-09 - 5 1-0 á útivelli á móti Numancia 1-2 á heimavelli á móti Espanyol 4-3 á útivelli á móti Atlético Madrid 2-1 á útivelli á móti Mallorca 1-0 á heimavelli á móti OsasunaBarcelona 2009-10 - 1 2-1 á útivelli á móti Atlético MadridBarcelona 2010-11 - 2 2-0 á heimavelli á móti Hércules 2-1 á útivelli á móti Real SociedadBarcelona 2011-12 - 3 1-0 á útivelli á móti Getafe 3-2 á útivelli á móti Osasuna 2-1 á heimavelli á móti Real MadridBayern München 2013-14 - 2 1-0 á útivelli á móti Augsburg 3-0 á heimavelli á móti Borussia DortmundBayern München 2014-15 - 5 4-1 á útivelli á móti Wolfsburg 2-0 á heimavelli á móti Borussia Mönchengladbach 2-0 á útivelli á móti Bayer Leverkusen 1-0 á heimavelli á móti Augsburg 2-1 á útivelli á móti FreiburgBayern München 2015-16 - 2 3-1 á útivelli á móti Borussia Mönchengladbach 2-1 á heimavelli á móti Mainz 05Manchester City 2016-17 - 6 2-0 á útivelli á móti Tottenham 3-1 á heimavelli á móti Chelsea 4-2 á útivelli á móti Leicester 1-0 á útivelli á móti Liverpool 4-0 á útivelli á móti Everton 2-1 á útivelli á móti Chelsea#OJOALDATO - El Chelsea es el primer rival que le gana dos partidos de liga en una misma temporada a un club entrenado por Pep Guardiola.— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) April 5, 2017
Enski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira