405 hestafla Fiat 500 Abarth Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2017 09:00 Fiat 500 Abarth Pogea Racing. Verkfræðingar Fiat hafa vafalaust ekki ímyndað sér að Fiat 500 Abarth bíll þeirra yrði nokkurn tíma 405 hestöfl. Pogea Racing í Þýskalandi hafði hinsvegar aðrar hugmyndir og hlóð í þennan ofurbíl úr þessu annars smávaxna ökutæki. Þó svo aflið sé 405 hestöfl er sprengirými vélar bílsins aðeins 1,4 lítrar og svo til öllu hefur verið umbreytt í drifrás bílsins og hann togar nú 445 Nm, enda meðal annnars komin risaforþjappa ofan á vélina. Allt þetta afl dugar honum til að komast á hundrað kílómetra hraða á 4,1 sekúndu og hámarkshraðinn er 288 km/klst. Segja má að svo til engin skrúfa sé á sínum upphaflega stað í þessum gríðarbreytta bíl, en það tók Pogea Racing fjögur á að þróa bílinn. Fjöðrun bílsins er af KW Clubsport gerð. Talsverðu af yfirbyggingu bílsins var skipt út fyrir koltrefjaíhluti til að létta bílinn. Bíllinn er um 5 cm breiðari en hefðbundinn Fiat 500 og eiga stórir brettakantar og breytingar til að bæta loftflæði bílsins þar mestan þátt. Bíllinn er málaður í sama lit og Lamborghini Revanton, í djúpgráum lit. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent
Verkfræðingar Fiat hafa vafalaust ekki ímyndað sér að Fiat 500 Abarth bíll þeirra yrði nokkurn tíma 405 hestöfl. Pogea Racing í Þýskalandi hafði hinsvegar aðrar hugmyndir og hlóð í þennan ofurbíl úr þessu annars smávaxna ökutæki. Þó svo aflið sé 405 hestöfl er sprengirými vélar bílsins aðeins 1,4 lítrar og svo til öllu hefur verið umbreytt í drifrás bílsins og hann togar nú 445 Nm, enda meðal annnars komin risaforþjappa ofan á vélina. Allt þetta afl dugar honum til að komast á hundrað kílómetra hraða á 4,1 sekúndu og hámarkshraðinn er 288 km/klst. Segja má að svo til engin skrúfa sé á sínum upphaflega stað í þessum gríðarbreytta bíl, en það tók Pogea Racing fjögur á að þróa bílinn. Fjöðrun bílsins er af KW Clubsport gerð. Talsverðu af yfirbyggingu bílsins var skipt út fyrir koltrefjaíhluti til að létta bílinn. Bíllinn er um 5 cm breiðari en hefðbundinn Fiat 500 og eiga stórir brettakantar og breytingar til að bæta loftflæði bílsins þar mestan þátt. Bíllinn er málaður í sama lit og Lamborghini Revanton, í djúpgráum lit.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent