Selur franska ríkið eignarhlut sinn í Renault? Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2017 11:00 Höfuðstöðvar Renault. Haft var eftir fjármálaráðherra Frakklands að ekki sé útilokað að franska ríkið selji hluta eða allt eignarhlad sitt í franska bílaframleiðandanum Renault, en franska ríkið á rétt undir 20% í Renault. Nú séu markaðsaðstæður hagstæðari en oft áður og að franska ríkinu beri að gæta réttar franskra skattgreiðenda. Franska ríkið hefur aukið hlut sinn á undanförnum árum í Renault sem aðgerð til að vernda störf í Frakklandi. Fjármálaráðherran Michel Sapin lét hafa eftir sér að það væri alls ekki meiningin hjá franska ríkinu að eiga stóran hlut í Renault til framtíðar, né heldur væri meiningin að tapa á kaupum í Renault á sínum tíma. Ef rétt verð fæst fyrir bréfin í Renault má búast við að franska ríkið nýti sér það og minnki hlut sinn verulega. Hlutabréf í Renault hafa fallið um 6% það sem af er ári, en ef til vill býður franska ríkið eftir því að verð þeirra hækki á ný og þá myndist tækifæri til sölu. Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent
Haft var eftir fjármálaráðherra Frakklands að ekki sé útilokað að franska ríkið selji hluta eða allt eignarhlad sitt í franska bílaframleiðandanum Renault, en franska ríkið á rétt undir 20% í Renault. Nú séu markaðsaðstæður hagstæðari en oft áður og að franska ríkinu beri að gæta réttar franskra skattgreiðenda. Franska ríkið hefur aukið hlut sinn á undanförnum árum í Renault sem aðgerð til að vernda störf í Frakklandi. Fjármálaráðherran Michel Sapin lét hafa eftir sér að það væri alls ekki meiningin hjá franska ríkinu að eiga stóran hlut í Renault til framtíðar, né heldur væri meiningin að tapa á kaupum í Renault á sínum tíma. Ef rétt verð fæst fyrir bréfin í Renault má búast við að franska ríkið nýti sér það og minnki hlut sinn verulega. Hlutabréf í Renault hafa fallið um 6% það sem af er ári, en ef til vill býður franska ríkið eftir því að verð þeirra hækki á ný og þá myndist tækifæri til sölu.
Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent