Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Stjarnan 30-28 | Fyrsti heimasigur Mosfellinga eftir áramót Ingvi Þór Sæmundsson í N1-höllinni skrifar 20. mars 2017 21:30 Ernir Hrafn Arnarson á ferðinni í kvöld. vísir/anton Afturelding vann tveggja marka sigur á Stjörnunni, 30-28, þegar liðin mættust í 24. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti heimasigur Aftureldingar á árinu en með honum komst liðið upp í 3. sæti deildarinnar. Stjörnumenn, sem hafa verið á ágætis siglingu eftir áramót, eru áfram í 8. sætinu. Afturelding byrjaði leikinn betur og komst í 3-1. Stjarnan náði fljótlega undirtökunum þökk sé góðri markvörslu Sveinbjörns Péturssonar og vel útfærðum hraðaupphlaupum. Vörn Aftureldingar var galopin í upphafi leiks og eftir 13 mínútur var staðan 6-10, Stjörnunni í vil. Þegar 18 mínútur voru liðnar af leiknum kom Ólafur Gústafsson Stjörnunni fjórum mörkum yfir, 8-12. Ólafur fékk högg er hann skoraði og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Þetta var algjör vendipunktur í leiknum. Það sá strax á Stjörnuliðinu sem missti tökin á leiknum. Garðbæingar komust reyndar í 8-13 skömmu eftir að Ólafur fór af velli en Afturelding svaraði með 6-1 kafla og jafnaði metin í 14-14. Davíð Svansson fór að verja í markinu og Mikk Pinnonen og Kristinn Bjarkason áttu góða innkomu í sóknina. Sá síðastnefndi sá til þess að staðan í hálfleik væri jöfn er hann jafnaði metin i 15-15, rétt áður en hálfleiksflautið gall. Jafnt var á öllum tölum framan af seinni hálfleik og aldrei munaði meira en einu marki á liðunum. Um miðjan seinni hálfleik hertu heimamenn skrúfurnar í vörninni og Davíð hélt áfram að verja í markinu. Mosfellingar nýttu sér þennan góða varnarleik til að ná tveggja marka forskoti, 25-23. Þegar tvær mínútur voru eftir kom Árni Bragi Eyjólfsson Aftureldingu svo þremur mörkum yfir, 28-25, í fyrsta skipti í leiknum. Það bil náðu Stjörnumenn ekki að brúa og Afturelding fagnaði góðum sigri, 30-28. Guðni Már Kristinsson átti frábæran leik í liði Aftureldingar og skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum. Árni Bragi kom næstur með fimm mörk. Kristinn átti einnig góðan leik sem og Pinnonen og Jón Heiðar Gunnarsson. Þá varði Davíð 18 skot í markinu (40%). Ari Magnús Þorgeirsson skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna sem mátti illa við brotthvarfi Ólafs. Hann skoraði fimm mörk líkt og Stefán Darri Þórsson.Einar Andri: Lagfærðum vörnina Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum ánægður með fyrsta heimasigurinn á árinu. „Við vorum í basli í byrjun leiks og vorum búnir að fá á okkur 13 mörk eftir 21 mínútu. Vörnin var í basli en sóknin var ágæt. Svo náðum við að gera lagfæringar á vörninni og Birkir [Benediktsson] kom sterkur inn. Það var grunnurinn að þessu, að ná tökum á varnarleiknum,“ sagði Einar Andri eftir leikinn í kvöld. Hann segist vera ánægður með sóknarleik Aftureldingar í undanförnum leikjum. „Ég er mjög ánægður með það. Sóknin hefur verið mjög góð í síðustu þremur leikjum. Vörnin var fín á köflum og það er stígandi í þessu. Mér fannst við kasta sigrinum gegn Gróttu frá okkur. Við áttum að vinna hann. Ég lít svo á að við séum í góðu jafnvægi og að bæta okkur á réttum tíma fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Einar Andri. Hann segir að nú sé lag fyrir Mosfellinga að bæta leik sinn fyrir úrslitakeppnina sem hefst í næsta mánuði. „Við eigum erfiða leiki eftir og þurfum að einbeita okkur að frammistöðunni. Laga vörn, sókn og markvörslu fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Einar Andri að lokum.Einar: Hefði verið gaman að spila með Ólaf í 60 mínútur Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði að slæm nýting á dauðafærum hefði riðið baggamuninum í tapinu fyrir Aftureldingu í kvöld. „Mér fannst við fara illa með dauðafæri, sérstaklega í seinni hálfleik, og í fljótu bragði vantaði það upp á. Á meðan nýttu þeir flest sín dauðafæri. Á móti svona góðu liði og í svona jöfnum leik gengur það ekki,“ sagði Einar. Ólafur Gústafsson meiddist á 18. mínútu og kom ekki meira við sögu eftir það. Á þeim tímapunkti var staðan 8-12 og Ólafur búinn að skora fimm mörk. Einar segir að brotthvarf hans hafi haft sitt að segja um útkomu leiksins. „Þetta gerði okkur erfitt fyrir. Óli er frábær leikmaður og stór póstur í okkar liði. Við förum bara að venjast þessu, hann nær aldrei meira en 20-30 mínútum í hverjum leik,“ sagði Einar. „Þetta hökti en að mínu mati spiluðum við nokkuð vel í seinni hálfleik þrátt fyrir að Ólaf hafi vantað. En það hefði verið gaman að spila þennan leik með hann í 60 mínútur,“ sagði Einar að endingu. Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Afturelding vann tveggja marka sigur á Stjörnunni, 30-28, þegar liðin mættust í 24. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti heimasigur Aftureldingar á árinu en með honum komst liðið upp í 3. sæti deildarinnar. Stjörnumenn, sem hafa verið á ágætis siglingu eftir áramót, eru áfram í 8. sætinu. Afturelding byrjaði leikinn betur og komst í 3-1. Stjarnan náði fljótlega undirtökunum þökk sé góðri markvörslu Sveinbjörns Péturssonar og vel útfærðum hraðaupphlaupum. Vörn Aftureldingar var galopin í upphafi leiks og eftir 13 mínútur var staðan 6-10, Stjörnunni í vil. Þegar 18 mínútur voru liðnar af leiknum kom Ólafur Gústafsson Stjörnunni fjórum mörkum yfir, 8-12. Ólafur fékk högg er hann skoraði og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Þetta var algjör vendipunktur í leiknum. Það sá strax á Stjörnuliðinu sem missti tökin á leiknum. Garðbæingar komust reyndar í 8-13 skömmu eftir að Ólafur fór af velli en Afturelding svaraði með 6-1 kafla og jafnaði metin í 14-14. Davíð Svansson fór að verja í markinu og Mikk Pinnonen og Kristinn Bjarkason áttu góða innkomu í sóknina. Sá síðastnefndi sá til þess að staðan í hálfleik væri jöfn er hann jafnaði metin i 15-15, rétt áður en hálfleiksflautið gall. Jafnt var á öllum tölum framan af seinni hálfleik og aldrei munaði meira en einu marki á liðunum. Um miðjan seinni hálfleik hertu heimamenn skrúfurnar í vörninni og Davíð hélt áfram að verja í markinu. Mosfellingar nýttu sér þennan góða varnarleik til að ná tveggja marka forskoti, 25-23. Þegar tvær mínútur voru eftir kom Árni Bragi Eyjólfsson Aftureldingu svo þremur mörkum yfir, 28-25, í fyrsta skipti í leiknum. Það bil náðu Stjörnumenn ekki að brúa og Afturelding fagnaði góðum sigri, 30-28. Guðni Már Kristinsson átti frábæran leik í liði Aftureldingar og skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum. Árni Bragi kom næstur með fimm mörk. Kristinn átti einnig góðan leik sem og Pinnonen og Jón Heiðar Gunnarsson. Þá varði Davíð 18 skot í markinu (40%). Ari Magnús Þorgeirsson skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna sem mátti illa við brotthvarfi Ólafs. Hann skoraði fimm mörk líkt og Stefán Darri Þórsson.Einar Andri: Lagfærðum vörnina Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum ánægður með fyrsta heimasigurinn á árinu. „Við vorum í basli í byrjun leiks og vorum búnir að fá á okkur 13 mörk eftir 21 mínútu. Vörnin var í basli en sóknin var ágæt. Svo náðum við að gera lagfæringar á vörninni og Birkir [Benediktsson] kom sterkur inn. Það var grunnurinn að þessu, að ná tökum á varnarleiknum,“ sagði Einar Andri eftir leikinn í kvöld. Hann segist vera ánægður með sóknarleik Aftureldingar í undanförnum leikjum. „Ég er mjög ánægður með það. Sóknin hefur verið mjög góð í síðustu þremur leikjum. Vörnin var fín á köflum og það er stígandi í þessu. Mér fannst við kasta sigrinum gegn Gróttu frá okkur. Við áttum að vinna hann. Ég lít svo á að við séum í góðu jafnvægi og að bæta okkur á réttum tíma fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Einar Andri. Hann segir að nú sé lag fyrir Mosfellinga að bæta leik sinn fyrir úrslitakeppnina sem hefst í næsta mánuði. „Við eigum erfiða leiki eftir og þurfum að einbeita okkur að frammistöðunni. Laga vörn, sókn og markvörslu fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Einar Andri að lokum.Einar: Hefði verið gaman að spila með Ólaf í 60 mínútur Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði að slæm nýting á dauðafærum hefði riðið baggamuninum í tapinu fyrir Aftureldingu í kvöld. „Mér fannst við fara illa með dauðafæri, sérstaklega í seinni hálfleik, og í fljótu bragði vantaði það upp á. Á meðan nýttu þeir flest sín dauðafæri. Á móti svona góðu liði og í svona jöfnum leik gengur það ekki,“ sagði Einar. Ólafur Gústafsson meiddist á 18. mínútu og kom ekki meira við sögu eftir það. Á þeim tímapunkti var staðan 8-12 og Ólafur búinn að skora fimm mörk. Einar segir að brotthvarf hans hafi haft sitt að segja um útkomu leiksins. „Þetta gerði okkur erfitt fyrir. Óli er frábær leikmaður og stór póstur í okkar liði. Við förum bara að venjast þessu, hann nær aldrei meira en 20-30 mínútum í hverjum leik,“ sagði Einar. „Þetta hökti en að mínu mati spiluðum við nokkuð vel í seinni hálfleik þrátt fyrir að Ólaf hafi vantað. En það hefði verið gaman að spila þennan leik með hann í 60 mínútur,“ sagði Einar að endingu.
Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn