Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson skrifar 22. mars 2017 09:15 Laurene Powell Jobs, ekkja Steve Jobs, er í fertugasta sæti yfir auðugasta fólk veraldar. Auðinn má að talsverðu leyti rekja til teiknimyndarinnar Toy Story, sem frumsýnd var haustið 1995. Árunum 1985 til 1997 varði Steve Jobs til annarra verka en þeirra sem sneru að Apple. Hann gerði tilraun til að selja tölvur í nafni NeXT með misjöfnum árangri og festi kaup á tölvuteikningadeild Lucasfilm, sem síðar var nefnd Pixar. Framan af olli rekstur Pixar vonbrigðum og skilaði tapi ár eftir ár. Því var mikið undir þegar samið var við Disney um dreifingu á þremur fyrstu myndum fyrirtækisins í fullri lengd árið 1991. Samningsstaða Jobs og félaga var veik og hélt Disney eftir um 95% af hagnaði myndanna. Gerð þeirrar fyrstu, Toy Story, tók fjögur ár. Þegar um ár var í frumsýningu fékk Jobs áhugaverða hugmynd. Þær teikningar sem Steve Jobs gat nálgast á þessum tíma sannfærðu hann um að Toy Story myndi gjörbreyta teiknimyndaiðnaðinum. Viðtökurnar við þessu meistarastykki yrðu þvílíkar að hjá Disney kæmi ekki annað til greina en að framlengja samninginn um dreifingu mynda Pixar. En nú yrði samið öðruvísi. Jobs vildi 50% hagnaðarins, en þá þyrfti að leggja út fyrir helmingi kostnaðarins og þeir fjármunir voru ekki til. Lausnin var að skrá félagið á hlutabréfamarkað og safna fé með útboði. Jobs vissi nákvæmlega hvernig best væri að fara að því. Ákveðið var að skráning og útboð Pixar færi fram viku eftir frumsýningu Toy Story. Þar sem Jobs var sannfærður um að myndin fengi afar góðar viðtökur gerði hann ráð fyrir að barist yrði um hlutabréfin. En hvernig átti að verðleggja fyrirtækið fyrir frumsýningu? Fyrirtæki sem hvorki hafði skilað hagnaði né mynd í fullri lengd? Lagt var af stað í fjárfestakynningar með verðmatið 12-14 dollarar á hlut. Jobs reyndist síst of bjartsýnn. Eftirspurnin eftir Woody, Buzz Lightyear og hlutabréfunum var svo mikil að útboðið fór fram á genginu 22 dollarar á hlut og við lok fyrsta viðskiptadags hafði gengið náð 39. Toy Story hafði þrefaldað verðmæti Pixar og eignarhlutur Jobs nam yfir milljarði dollara. Pixar bar höfuð og herðar yfir aðra framleiðendur teiknimynda næsta áratuginn og svo fór að Disney keypti fyrirtækið af Jobs á 7,4 milljarða dollara árið 2006. Greitt var með hlutabréfum í Disney og hafa þau hækkað töluvert síðan. Við andlát Jobs 2011 voru um 90% alls dánarbúsins hlutabréf hans í Disney. Eins merkileg og endurkoma Jobs til Apple var er áhugavert að uppspretta auðs hans var mun frekar trúin á velgengni Toy Story en gerð iPhone, arðbærustu neytendavöru sögunnar. Um magnaða sögu Pixar má lesa nánar í bókinni Creativity Inc. eftir Ed Catmull, forseta fyrirtækisins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun
Laurene Powell Jobs, ekkja Steve Jobs, er í fertugasta sæti yfir auðugasta fólk veraldar. Auðinn má að talsverðu leyti rekja til teiknimyndarinnar Toy Story, sem frumsýnd var haustið 1995. Árunum 1985 til 1997 varði Steve Jobs til annarra verka en þeirra sem sneru að Apple. Hann gerði tilraun til að selja tölvur í nafni NeXT með misjöfnum árangri og festi kaup á tölvuteikningadeild Lucasfilm, sem síðar var nefnd Pixar. Framan af olli rekstur Pixar vonbrigðum og skilaði tapi ár eftir ár. Því var mikið undir þegar samið var við Disney um dreifingu á þremur fyrstu myndum fyrirtækisins í fullri lengd árið 1991. Samningsstaða Jobs og félaga var veik og hélt Disney eftir um 95% af hagnaði myndanna. Gerð þeirrar fyrstu, Toy Story, tók fjögur ár. Þegar um ár var í frumsýningu fékk Jobs áhugaverða hugmynd. Þær teikningar sem Steve Jobs gat nálgast á þessum tíma sannfærðu hann um að Toy Story myndi gjörbreyta teiknimyndaiðnaðinum. Viðtökurnar við þessu meistarastykki yrðu þvílíkar að hjá Disney kæmi ekki annað til greina en að framlengja samninginn um dreifingu mynda Pixar. En nú yrði samið öðruvísi. Jobs vildi 50% hagnaðarins, en þá þyrfti að leggja út fyrir helmingi kostnaðarins og þeir fjármunir voru ekki til. Lausnin var að skrá félagið á hlutabréfamarkað og safna fé með útboði. Jobs vissi nákvæmlega hvernig best væri að fara að því. Ákveðið var að skráning og útboð Pixar færi fram viku eftir frumsýningu Toy Story. Þar sem Jobs var sannfærður um að myndin fengi afar góðar viðtökur gerði hann ráð fyrir að barist yrði um hlutabréfin. En hvernig átti að verðleggja fyrirtækið fyrir frumsýningu? Fyrirtæki sem hvorki hafði skilað hagnaði né mynd í fullri lengd? Lagt var af stað í fjárfestakynningar með verðmatið 12-14 dollarar á hlut. Jobs reyndist síst of bjartsýnn. Eftirspurnin eftir Woody, Buzz Lightyear og hlutabréfunum var svo mikil að útboðið fór fram á genginu 22 dollarar á hlut og við lok fyrsta viðskiptadags hafði gengið náð 39. Toy Story hafði þrefaldað verðmæti Pixar og eignarhlutur Jobs nam yfir milljarði dollara. Pixar bar höfuð og herðar yfir aðra framleiðendur teiknimynda næsta áratuginn og svo fór að Disney keypti fyrirtækið af Jobs á 7,4 milljarða dollara árið 2006. Greitt var með hlutabréfum í Disney og hafa þau hækkað töluvert síðan. Við andlát Jobs 2011 voru um 90% alls dánarbúsins hlutabréf hans í Disney. Eins merkileg og endurkoma Jobs til Apple var er áhugavert að uppspretta auðs hans var mun frekar trúin á velgengni Toy Story en gerð iPhone, arðbærustu neytendavöru sögunnar. Um magnaða sögu Pixar má lesa nánar í bókinni Creativity Inc. eftir Ed Catmull, forseta fyrirtækisins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun