Subaru jeppi kynntur í næsta mánuði Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2017 11:22 Subaru Ascent í feluklæðum. Nú þremur árum eftir að Subaru hætti framleiðslu á Tribeca jeppa sínum er japanski bílaframleiðandinn að fara að kynna arftaka hans og mun hann fá nafnið Subaru Ascent. Ascent er stór jeppi með þrjár sætaraðir og mjög langur, eða 5,2 metrar. Ascent er örlítið lengri en Chevrolet Tahoe, sem ekki þykir nú lítill jeppi. Þó svo að á þessari mynd af bílnum sé útlit hans nokkuð falið má sjá að hann erfir talsvert af útliti Viziv-7 Concept bílsins sem Subaru sýndi á bílasýningunni í Los Angeles í haust. Ascent er stærsti bíll sem Subaru hefur nokkri sinni smíðað og mun vafalaust vera mest hugsaður fyrir Bandaríkjamarkað, en þar í landi er mjög stór markaður fyrir stóra jeppa. Subaru selur að auki langmest af bílum sínum í Bandaríkjunum og hefur átt mjög góðu gengi að fagna þar á undanförnum árum. Subaru mun kynna Ascent jeppann í næsta mánuði á bílasýningunni í New York.Subaru Viziv-7 tilraunabíllinn. Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent
Nú þremur árum eftir að Subaru hætti framleiðslu á Tribeca jeppa sínum er japanski bílaframleiðandinn að fara að kynna arftaka hans og mun hann fá nafnið Subaru Ascent. Ascent er stór jeppi með þrjár sætaraðir og mjög langur, eða 5,2 metrar. Ascent er örlítið lengri en Chevrolet Tahoe, sem ekki þykir nú lítill jeppi. Þó svo að á þessari mynd af bílnum sé útlit hans nokkuð falið má sjá að hann erfir talsvert af útliti Viziv-7 Concept bílsins sem Subaru sýndi á bílasýningunni í Los Angeles í haust. Ascent er stærsti bíll sem Subaru hefur nokkri sinni smíðað og mun vafalaust vera mest hugsaður fyrir Bandaríkjamarkað, en þar í landi er mjög stór markaður fyrir stóra jeppa. Subaru selur að auki langmest af bílum sínum í Bandaríkjunum og hefur átt mjög góðu gengi að fagna þar á undanförnum árum. Subaru mun kynna Ascent jeppann í næsta mánuði á bílasýningunni í New York.Subaru Viziv-7 tilraunabíllinn.
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent