Fyrsti Mustanginn boðinn upp Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2017 09:31 Fyrsti Mustanginn er falur. Fyrsti Ford Mustang með þaki sem framleiddur var árið 1965 verður boðinn upp hjá Mecum Indianapolis uppboðinu í maí. Bíllinn ber raðnúmerið 00002, en einn Mustang með blæju var framleiddur á undan honum og ber því stafina 00001. Fullt VIN númer bílsins er hinsvegar 5F07U100002. Bíllinn er í nánast fullkomnu ástandi og er í upphaflega lit sínum, Caspian Blue. Þessi fyrsti Mustang með “Hard top” átti að fara til söluumboðsins Brown Brothers Ford í Vancouver í Kanada, en vegna mistaka í flutningum endaði hann hinsvegar hjá Whitehorse Motors í Yukon, en þó í sama landi. Umboðið þar notaði bílinn sem reynsluakstursbíl í nokkra mánuði, en seldi hann svo um sumarið 1965. Mustanginn hefur verið í eigu 13 aðila á þessum 52 árum. Síðasti eigandi tók bílinn í gegn og gerði hann eins upprunalegan og mögulegt er. Í bílnum er sama 170 kúbiktommu 6 strokka vélin og þriggja gíra beinskipting. Mecum uppboðshúsið hefur ekki gefið upp viðmiðunarverðið á bílnum en það má búast við að bíllinn fari á mjög háu verði.Bíllinn er líka algjörlega upprunalegur að innan. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent
Fyrsti Ford Mustang með þaki sem framleiddur var árið 1965 verður boðinn upp hjá Mecum Indianapolis uppboðinu í maí. Bíllinn ber raðnúmerið 00002, en einn Mustang með blæju var framleiddur á undan honum og ber því stafina 00001. Fullt VIN númer bílsins er hinsvegar 5F07U100002. Bíllinn er í nánast fullkomnu ástandi og er í upphaflega lit sínum, Caspian Blue. Þessi fyrsti Mustang með “Hard top” átti að fara til söluumboðsins Brown Brothers Ford í Vancouver í Kanada, en vegna mistaka í flutningum endaði hann hinsvegar hjá Whitehorse Motors í Yukon, en þó í sama landi. Umboðið þar notaði bílinn sem reynsluakstursbíl í nokkra mánuði, en seldi hann svo um sumarið 1965. Mustanginn hefur verið í eigu 13 aðila á þessum 52 árum. Síðasti eigandi tók bílinn í gegn og gerði hann eins upprunalegan og mögulegt er. Í bílnum er sama 170 kúbiktommu 6 strokka vélin og þriggja gíra beinskipting. Mecum uppboðshúsið hefur ekki gefið upp viðmiðunarverðið á bílnum en það má búast við að bíllinn fari á mjög háu verði.Bíllinn er líka algjörlega upprunalegur að innan.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent