Audi A3 e-tron ódýrari hér en í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2017 15:30 Audi A3 e-tron Algengt er að bílar frá Evrópu séu ódýrari í Bandaríkjunum en í upprunalandinu og hefur mörgum þótt það súr staðreynd. Þó eru dæmi um það þveröfuga og það meira að segja í samaburði hérlendis. Eitt dæmi um það er Audi A3 e-tron rafmagnsbíllinn sem kostar 40.000 dollara vestanhafs, eða 4,5 milljónir, en hann kostar 4,1 milljón króna í Heklu. Þessu má að einhverju leiti þakka hagstæðri skattlagningu á rafmagnsbílum og tengiltvinnbílum hér á landi nú, en engin vörugjöld né virðisaukaskattur er af slíkum bílum upp að 6 milljón króna verði slíkra bíla. Eitt kemur þó á móti í Bandaríkjunum, en kaupendur slíkra bíla njóta endurgreiðslu frá hinu opinbera og eru þær þó mismunandi á milli ríkja, minna af tengiltvinnbílum þó en af hreinræktuðum rafmagnsbílum. Margir kaupendur nýrra bíla hafa áttað sig á þessu hérlendis, enda er góð sala í tengiltvinnbílum og rafmagnsbílum nú. Er það vel í þeirri viðleitni að ná niður útblástri bílaflotans hér. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent
Algengt er að bílar frá Evrópu séu ódýrari í Bandaríkjunum en í upprunalandinu og hefur mörgum þótt það súr staðreynd. Þó eru dæmi um það þveröfuga og það meira að segja í samaburði hérlendis. Eitt dæmi um það er Audi A3 e-tron rafmagnsbíllinn sem kostar 40.000 dollara vestanhafs, eða 4,5 milljónir, en hann kostar 4,1 milljón króna í Heklu. Þessu má að einhverju leiti þakka hagstæðri skattlagningu á rafmagnsbílum og tengiltvinnbílum hér á landi nú, en engin vörugjöld né virðisaukaskattur er af slíkum bílum upp að 6 milljón króna verði slíkra bíla. Eitt kemur þó á móti í Bandaríkjunum, en kaupendur slíkra bíla njóta endurgreiðslu frá hinu opinbera og eru þær þó mismunandi á milli ríkja, minna af tengiltvinnbílum þó en af hreinræktuðum rafmagnsbílum. Margir kaupendur nýrra bíla hafa áttað sig á þessu hérlendis, enda er góð sala í tengiltvinnbílum og rafmagnsbílum nú. Er það vel í þeirri viðleitni að ná niður útblástri bílaflotans hér.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent