Narsissus snýr aftur Óttar Guðmundsson skrifar 25. mars 2017 07:00 Narsissus hét ægifagur konungsson í grísku goðafræðinni. Hann forsmáði ástina og móðgaði guðina. Þeir lögðu það á Narsissus að hann yrði ástfanginn af sinni eigin spegilmynd. Í skógarferð varð honum litið ofan í stöðuvatn og sá andlit sitt í vatnsfletinum. Hann féll á hné og reyndi að kyssa myndina en hún hvarf þá ofan í djúpið. Þau urðu örlög Narsissusar að hann dó við vatnið starandi á sjálfan sig í blindri aðdáun. Sigmundi Freud var þessi saga hugleikin og hann kallaði sjálfhverft fólk narsissista. Þekktasti narsissistinn í heimi ævintýranna er stjúpa Mjallhvítar. Hún starði á eigin spegilmynd og spurði hver væri fegurst allra kvenna í jarðríki. Þegar spegillinn svaraði að það væri Mjallhvít ákvað konan að drepa stúlkuna og brjóta spegilinn. Nútíminn með sínum samfélagsmiðlum er paradís narsissistans. Hann getur póstað nýjum myndum af sér daglega og fengið þúsundir læka og uppörvandi athugasemdir (flottust/flottastur). Þetta nærir sálina eins og hunang. Stöku sinnum kemur þó babb í bátinn. Lækin verða ekki nógu mörg eða lýsingarorðin ekki nógu hástemmd. Í versta falli svarar spegillinn og segir viðkomandi að hún eða hann sé bara alls ekki fallegust, flottust eða glæsilegust. Þetta veldur oftar en ekki miklum harmi og sjálfstraustið hrynur eins og spilaborg. Ef menn vilja sýna náungakærleika í verki er skynsamlegt að læka allar myndir og skrifa með jákvæðar athugasemdir. Það mundi án efa bjarga geðheilsu þjóðarinnar. Sá sem ekki gerir það á ekkert betra skilið en stjúpa Mjallhvítar. Hún dansaði á eldglóandi skóm þar til hún dó kvalafullum dauða og hananú. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun
Narsissus hét ægifagur konungsson í grísku goðafræðinni. Hann forsmáði ástina og móðgaði guðina. Þeir lögðu það á Narsissus að hann yrði ástfanginn af sinni eigin spegilmynd. Í skógarferð varð honum litið ofan í stöðuvatn og sá andlit sitt í vatnsfletinum. Hann féll á hné og reyndi að kyssa myndina en hún hvarf þá ofan í djúpið. Þau urðu örlög Narsissusar að hann dó við vatnið starandi á sjálfan sig í blindri aðdáun. Sigmundi Freud var þessi saga hugleikin og hann kallaði sjálfhverft fólk narsissista. Þekktasti narsissistinn í heimi ævintýranna er stjúpa Mjallhvítar. Hún starði á eigin spegilmynd og spurði hver væri fegurst allra kvenna í jarðríki. Þegar spegillinn svaraði að það væri Mjallhvít ákvað konan að drepa stúlkuna og brjóta spegilinn. Nútíminn með sínum samfélagsmiðlum er paradís narsissistans. Hann getur póstað nýjum myndum af sér daglega og fengið þúsundir læka og uppörvandi athugasemdir (flottust/flottastur). Þetta nærir sálina eins og hunang. Stöku sinnum kemur þó babb í bátinn. Lækin verða ekki nógu mörg eða lýsingarorðin ekki nógu hástemmd. Í versta falli svarar spegillinn og segir viðkomandi að hún eða hann sé bara alls ekki fallegust, flottust eða glæsilegust. Þetta veldur oftar en ekki miklum harmi og sjálfstraustið hrynur eins og spilaborg. Ef menn vilja sýna náungakærleika í verki er skynsamlegt að læka allar myndir og skrifa með jákvæðar athugasemdir. Það mundi án efa bjarga geðheilsu þjóðarinnar. Sá sem ekki gerir það á ekkert betra skilið en stjúpa Mjallhvítar. Hún dansaði á eldglóandi skóm þar til hún dó kvalafullum dauða og hananú. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.