Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Fram 26-27 | Framarar upp úr fallsætinu Ólafur Haukur Tómasson á Akureyri skrifar 25. mars 2017 18:15 Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar. vísir/anton Fram vann afar dýrmætan eins marks sigur á Akureyri 27-26 í KA-heimilinu í dag í þriðju síðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Liðin voru fyrir leik á botni töflunar og aðeins stig sem skildi á milli þeirra í neðsta og næst neðsta sæti. Leikurinn var mjög jafn frá fyrstu mínútu og til þeirrar síðustu og greinilegt að bæði lið þóttu gífurlega mikið vera í húfi og ætluðu að selja sig dýrt og börðust af miklum krafti. Liðin voru jöfn í hálfleik en framan af því voru það að miklu leiti heimamenn sem voru að leiða í leiknum en náðu þó aldrei að hrista baráttuglaða leikmenn Fram af sér og náðu þeir í nokkur skipti að vinna niður tveggja marka forskot Akureyringa. Það var áfram mikið jafnræði með liðunum í seinni hálfleiknum og það var ekki fyrr en um það bil tíu mínútur voru eftir að Fram náði að halda Akureyri tveimur til þremur mörkum frá sér og sigla leiknum heim og unnu svo afar dýrmætan eins marks sigur í þessum botnslag. Arnar Birkir Hálfdánsson fór fyrir liði Fram og skoraði níu mörk en vörn Akureyrar virtist ganga illa að finna einhver ráð til að stöðva skot hans af gólfinu. Viktor Gísli Hallgrímsson varði þrettán skot í marki Fram en Tomas Olason varði fjórtán fyrir Akureyri og Andri Snær Stefánsson, fyrirliði Akureyrar, fór fyrir sínum mönnum og skoraði tíu mörk. Akureyri er eftir leik enn á botni deildarinnar með sautján stig en Fram hoppar yfir Stjörnuna á töflunni og eru með tuttugu stig. Róðurinn gæti orðið afar þungur fyrir Akureyri í síðustu tveimur leikjunum en næst eiga þeir útileik gegn ÍBV sem eru á toppi deildarinnar. Fram gæti hins vegar verið að fara afar langt með að tryggja sig í deildina á næsta ári en Akureyri og Stjarnan munu mætast í lokaumferðinni og gæti það hentað Fram afar vel. Guðmundur Helgi: „Þetta skiptir gríðarlegu máli, oft í vetur hafa verið „fjögurra stiga" leikir en þetta var svo sannarlega einn fimm eða sex stiga leikur með því að komast aðeins frá Akureyri, sem voru frábærir í dag. Þetta var frábær leikur fyrir áhorfendur og taugatrekkjandi fyrir þjálfara," sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram eftir leikinn. Arnar Birkir Hálfdánsson fór fyrir liði Fram í sókninni og var markahæstur í þeirra liði. Guðmundur var mjög ánægður með framlag hægri skyttunar í dag. „Arnar Birkir stóð upp úr og var frábær. Við vissum að þetta yrði þolinmæðisverk enda allt undir hjá Akureyri, við vissum að þetta yrði jafnt allan tíman og ég hefði alveg viljað hafa aðeins meira forskot þarna í restina en við ákváðum greinilega að gera þetta smá spennandi," „Ég sagði fyrir sex leikjum síðan að við ætlum að ná í öll stig sem við getum, við komum inn í alla leiki til að vinna þá og svo verður þetta talið saman í lokin. Ég hef hellings trú á þessum drengjum og það er allt hægt ef þeir hafa trú á því sem við gerum," sagði hann og hélt áfram: „Það er eitt í þessu, við höfum spilað mjög vel en tapað með einu marki, gert jafntefli en við spilum vel og það er stígandi í liðinu," sagði Guðmundur í sigurvímu eftir leikinn og var mjög ánægður með framlag sinna manna í dag. Andri Snær: Óþolandi að kasta þessu frá okkur„Ég er hundsvekktur," sagði Andri Snær Stefánsson, fyrirliði Akureyrar eftir leikinn en Akureyringar eru í bölvuðu basli í botnsæti deildarinnar eftir tapið þegar skammt er eftir af mótinu. „Þetta var gífurlega mikilvægur leikur og við því miður vorum ekki nógu klókir síðustu tuttugu mínúturnar sem gerði útslagið. Við vorum með þennan leik, vorum tveimur mörkum yfir þegar það voru tuttugu mínútur eftir og stemmingin með okkur. Það er algjörlega óþolandi að kasta þessu svona frá okkur. Akureyri er nú algjörlega með bakið upp við vegg og þurfa nauðsynlega að ná stig í næsta leik sem er gegn ÍBV á útivelli ef þeir ætla sér að eiga einhverja von fyrir lokaleikinn gegn Stjörnunni. „Nú erum við mjög svekktir og súrir og verðum að rífa okkur upp. Við verðum að berjast, það eru enn tveir leikir eftir og við verðum að hafa trú á því að við getum unnið Eyjamenn," sagði Andri Snær, sem fór fyrir sínum mönnum í dag og skoraði tíu mörk. Olís-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Fram vann afar dýrmætan eins marks sigur á Akureyri 27-26 í KA-heimilinu í dag í þriðju síðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Liðin voru fyrir leik á botni töflunar og aðeins stig sem skildi á milli þeirra í neðsta og næst neðsta sæti. Leikurinn var mjög jafn frá fyrstu mínútu og til þeirrar síðustu og greinilegt að bæði lið þóttu gífurlega mikið vera í húfi og ætluðu að selja sig dýrt og börðust af miklum krafti. Liðin voru jöfn í hálfleik en framan af því voru það að miklu leiti heimamenn sem voru að leiða í leiknum en náðu þó aldrei að hrista baráttuglaða leikmenn Fram af sér og náðu þeir í nokkur skipti að vinna niður tveggja marka forskot Akureyringa. Það var áfram mikið jafnræði með liðunum í seinni hálfleiknum og það var ekki fyrr en um það bil tíu mínútur voru eftir að Fram náði að halda Akureyri tveimur til þremur mörkum frá sér og sigla leiknum heim og unnu svo afar dýrmætan eins marks sigur í þessum botnslag. Arnar Birkir Hálfdánsson fór fyrir liði Fram og skoraði níu mörk en vörn Akureyrar virtist ganga illa að finna einhver ráð til að stöðva skot hans af gólfinu. Viktor Gísli Hallgrímsson varði þrettán skot í marki Fram en Tomas Olason varði fjórtán fyrir Akureyri og Andri Snær Stefánsson, fyrirliði Akureyrar, fór fyrir sínum mönnum og skoraði tíu mörk. Akureyri er eftir leik enn á botni deildarinnar með sautján stig en Fram hoppar yfir Stjörnuna á töflunni og eru með tuttugu stig. Róðurinn gæti orðið afar þungur fyrir Akureyri í síðustu tveimur leikjunum en næst eiga þeir útileik gegn ÍBV sem eru á toppi deildarinnar. Fram gæti hins vegar verið að fara afar langt með að tryggja sig í deildina á næsta ári en Akureyri og Stjarnan munu mætast í lokaumferðinni og gæti það hentað Fram afar vel. Guðmundur Helgi: „Þetta skiptir gríðarlegu máli, oft í vetur hafa verið „fjögurra stiga" leikir en þetta var svo sannarlega einn fimm eða sex stiga leikur með því að komast aðeins frá Akureyri, sem voru frábærir í dag. Þetta var frábær leikur fyrir áhorfendur og taugatrekkjandi fyrir þjálfara," sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram eftir leikinn. Arnar Birkir Hálfdánsson fór fyrir liði Fram í sókninni og var markahæstur í þeirra liði. Guðmundur var mjög ánægður með framlag hægri skyttunar í dag. „Arnar Birkir stóð upp úr og var frábær. Við vissum að þetta yrði þolinmæðisverk enda allt undir hjá Akureyri, við vissum að þetta yrði jafnt allan tíman og ég hefði alveg viljað hafa aðeins meira forskot þarna í restina en við ákváðum greinilega að gera þetta smá spennandi," „Ég sagði fyrir sex leikjum síðan að við ætlum að ná í öll stig sem við getum, við komum inn í alla leiki til að vinna þá og svo verður þetta talið saman í lokin. Ég hef hellings trú á þessum drengjum og það er allt hægt ef þeir hafa trú á því sem við gerum," sagði hann og hélt áfram: „Það er eitt í þessu, við höfum spilað mjög vel en tapað með einu marki, gert jafntefli en við spilum vel og það er stígandi í liðinu," sagði Guðmundur í sigurvímu eftir leikinn og var mjög ánægður með framlag sinna manna í dag. Andri Snær: Óþolandi að kasta þessu frá okkur„Ég er hundsvekktur," sagði Andri Snær Stefánsson, fyrirliði Akureyrar eftir leikinn en Akureyringar eru í bölvuðu basli í botnsæti deildarinnar eftir tapið þegar skammt er eftir af mótinu. „Þetta var gífurlega mikilvægur leikur og við því miður vorum ekki nógu klókir síðustu tuttugu mínúturnar sem gerði útslagið. Við vorum með þennan leik, vorum tveimur mörkum yfir þegar það voru tuttugu mínútur eftir og stemmingin með okkur. Það er algjörlega óþolandi að kasta þessu svona frá okkur. Akureyri er nú algjörlega með bakið upp við vegg og þurfa nauðsynlega að ná stig í næsta leik sem er gegn ÍBV á útivelli ef þeir ætla sér að eiga einhverja von fyrir lokaleikinn gegn Stjörnunni. „Nú erum við mjög svekktir og súrir og verðum að rífa okkur upp. Við verðum að berjast, það eru enn tveir leikir eftir og við verðum að hafa trú á því að við getum unnið Eyjamenn," sagði Andri Snær, sem fór fyrir sínum mönnum í dag og skoraði tíu mörk.
Olís-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni