Tesla ætlar að flýta komu Model 3 Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2017 15:49 Tesla Model 3 er tilbúinn fyrir raðsmíði. Forstjóri Tesla, Elon Musk, hefur látið það uppi að fyrirtækið ætli að sleppa svokölluðu “Beta-test” á hinum nýja Model 3 bíl og fyrir vikið hefja framleiðslu á honum fyrr en áður hefur uppgefið verið. Líklega hafa prufanir á þeim fáu bílum sem smíðaðir hafa verið gengið mjög vel og því óhætt að sleppa seinni hluta eðlilegra prófana þar sem engir agnúar hafi fundist sem laga þurfti. Prófanir á bílnum eru þegar hafnar og þeir verða aðeins prófaðir í eina til tvær vikur í viðbót. Þessar fréttir hljóta að teljast fagnaðarefni fyrir 400.000 sem þegar hafa pantað eintak af bílnum og borgað 1.000 dollara fyrirfram inná kaupin. Bíllinn mun aðeins kosta 35.000 dollara og er miklu ódýrai en fyrri Model S og Model X bílar Tesla. Tesla Model 3 mun komast 350 km á fullri hleðslu og er minna en 6 sekúndur í hundraðið. Helsti samkeppnisbíll Model 3 verður örugglega Chevrolet Bolt sem er með 383 km drægni og kostar 36.000 dollara. Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent
Forstjóri Tesla, Elon Musk, hefur látið það uppi að fyrirtækið ætli að sleppa svokölluðu “Beta-test” á hinum nýja Model 3 bíl og fyrir vikið hefja framleiðslu á honum fyrr en áður hefur uppgefið verið. Líklega hafa prufanir á þeim fáu bílum sem smíðaðir hafa verið gengið mjög vel og því óhætt að sleppa seinni hluta eðlilegra prófana þar sem engir agnúar hafi fundist sem laga þurfti. Prófanir á bílnum eru þegar hafnar og þeir verða aðeins prófaðir í eina til tvær vikur í viðbót. Þessar fréttir hljóta að teljast fagnaðarefni fyrir 400.000 sem þegar hafa pantað eintak af bílnum og borgað 1.000 dollara fyrirfram inná kaupin. Bíllinn mun aðeins kosta 35.000 dollara og er miklu ódýrai en fyrri Model S og Model X bílar Tesla. Tesla Model 3 mun komast 350 km á fullri hleðslu og er minna en 6 sekúndur í hundraðið. Helsti samkeppnisbíll Model 3 verður örugglega Chevrolet Bolt sem er með 383 km drægni og kostar 36.000 dollara.
Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent