Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - FH 28-30 | FH-ingar komnir á toppinn eftir sigur í grannaslag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2017 21:30 FH-ingar fagna sigri í leikslok. Vísir/Ernir FH vann tveggja mark sigur á Haukum, 28-30, í grannaslag í næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Ásvöllum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Með sigrinum skaust FH á topp deildarinnar. FH-ingar eru með örlögin í sínum höndum en vinni þeir Selfyssinga í lokaumferðinni á þriðjudaginn verða þeir deildarmeistarar í fyrsta skipti í aldarfjórðung. Haukar eru hins vegar áfram í 3. sæti deildarinnar en Íslandsmeistararnir hafa tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum. Aðeins annað liðið var tilbúið í þennan leik í kvöld. FH-ingar byrjuðu af gríðarlegum krafti og eftir 11 mínútur var staðan 2-7, Fimleikafélaginu í vil. Vörn FH var gríðarlega öflug og í sókninni léku Ásbjörn Friðriksson og Ágúst Birgisson lausum hala. Grétar Ari Guðjónsson byrjaði í marki Hauka en tókst ekki að verja skot á fyrstu 11 mínútum leiksins. Þá kom Giedrius Morkunas í markið og Litháinn varði ágætlega það sem eftir lifði fyrri hálfleiks (36%). Ágúst Elí Björgvinsson fann sig hins vegar ekki í marki FH. Framan af leik var Ivan Ivokovic eini sóknarmaður Hauka með meðvitund. Króatinn bauð upp á sannkallaða skotsýningu í fyrri hálfleik og skoraði sjö af 14 mörkum Hauka. Ásbjörn var einnig með sjö mörk í hálfleik í liði FH. Heimamenn minnkuðu muninn jafnt og þétt og Jón Þorbjörn Jóhannsson minnkaði muninn í tvígang í eitt mark undir lok fyrri hálfleiks. Ásbjörn skoraði hins vegar síðasta mark fyrri hálfleiks og FH-ingar leiddu því með tveimur mörkum í hálfleik, 14-16. FH hélt forystunni framan af seinni hálfleik en smám saman náðu Haukar yfirhöndinni. Þeir náðu svo loksins að jafna þegar Hákon Daði Styrmisson skoraði sitt þriðja mark. FH-ingar voru í miklum vandræðum í sókninni á þessum kafla og þurftu að hafa gríðarlega mikið fyrir mörkunum sínum. Eftir að Tjörvi Þorgeirsson kom Haukum í fyrsta sinn yfir, 22-21, tók Halldór Sigfússon, þjálfari FH, leikhlé og breytti yfir í framliggjandi vörn. Hún slökkti í Ivokovic sem fór allt í einu að klikka á skotum. Sóknarleikur FH batnaði svo með innkomu Gísla Þorgeirs Kristjánssonar sem átti nokkrar góðar línusendingar, skoraði eitt mark og fiskaði svo Heimi Óla Heimisson út af með rautt spjald þegar sex mínútur voru eftir. Þetta rauða spjald reyndist dýrt en FH-ingar nýttu sér liðsmuninn til að komast yfir, 26-27. Þeir voru svo svalari á lokamínútunum og lönduðu tveggja marka sigri, 28-30. Ásbjörn var markahæstur í liði FH með níu mörk. Ágúst og Einar Rafn Eiðsson skoruðu sex mörk hvor en sá síðarnefndi var afar mikilvægur á þeim kafla þegar verst gekk í sókninni hjá FH í seinni hálfleik. Ivokovic skoraði 10 mörk fyrir Hauka sem söknuðu framlags frá Adam Hauki Baumruk sem skoraði bara eitt mark. Morkunas var góður í markinu og varði 16 skot (42%).vísir/ernirGunnar: Verður að halda haus í 60 mínútur Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, sagði að slæm byrjun hafi orðið sínum mönnum að falli í leiknum gegn FH í kvöld. Þá hafi rauða spjaldið sem Heimir Óli Heimisson fékk á 54. mínútu reynst afar dýrt. „Við vorum alltof passívir og flatir í byrjun og lengi í gang. Við gerðum okkur erfitt fyrir. En við vorum komnir inn í leikinn og með frumkvæðið en misstum hausinn á 54. mínútu. Í svona Hafnarfjarðarslag verðurðu að halda haus í 60 mínútur. Það var munurinn á liðunum í dag,“ sagði Gunnar. Hann sagði að rauða spjaldið hefði verið réttur dómur og var aðallega fúll út í Heimi Óla sem gerði félögum sínum mikinn óleik með því að láta reka sig út af. „Hárrétt, þetta var glórulaust. Deildarmeistaratitilinn var í húfi og fimm mínútur eftir. Með sigri hefðum við verið í kjörstöðu. Þú verður að halda haus,“ sagði Gunnar. „Ég er rosalega svekktur að klára þetta ekki miðað við stöðuna sem við vorum komnir í. Þetta var svekkjandi,“ sagði þjálfarinn að lokum.Vísir/ErnirHalldór: Frábær leikur Halldór Sigfússon, þjálfari FH, kvaðst afar stoltur af sínum mönnum eftir sigurinn á Haukum í kvöld. „Ég er virkilega stoltur. Þetta var frábær leikur um deildarmeistaratitilinn. Þetta var frábært fyrir Hafnarfjörð, íslenskan handbolta, leikmennina og alla sem tóku þátt í leiknum,“ sagði Halldór. FH-ingar eru aðeins einu skrefi frá deildarmeistaratitlinum en vinni þeir Selfyssinga í lokaumferðinni á þriðjudaginn enda þeir á toppnum. „Við vissum það alltaf að þetta væri í okkar höndum. Við eigum eitt erfitt verkefni eftir. Við hugsum bara um okkar hluti,“ sagði Halldór sem breytti í framliggjandi vörn um miðjan seinni hálfleik, þegar Haukar voru með frumkvæðið. „Við vorum í basli í vörninni frá 15. mínútu. En við skiptum um vörn og þeir lentu í smá erfiðleikum. Það var virkilega sætt að klára þetta.“ FH-ingar voru í vandræðum í sókninni fyrri hluta seinni hálfleiks en náðu svo áttum. Halldór segir að sínir menn hefðu alltaf haldið skipulagi, sem hafi skipt sköpum. „Menn héldu plani, að hreyfa þá mjög vel og láta þá gera mistökin. Við tókum ekki ótímabær skot og náðum að koma okkur til baka,“ sagði Halldór að lokum.vísir/ernirVísir/Ernir Olís-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
FH vann tveggja mark sigur á Haukum, 28-30, í grannaslag í næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Ásvöllum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Með sigrinum skaust FH á topp deildarinnar. FH-ingar eru með örlögin í sínum höndum en vinni þeir Selfyssinga í lokaumferðinni á þriðjudaginn verða þeir deildarmeistarar í fyrsta skipti í aldarfjórðung. Haukar eru hins vegar áfram í 3. sæti deildarinnar en Íslandsmeistararnir hafa tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum. Aðeins annað liðið var tilbúið í þennan leik í kvöld. FH-ingar byrjuðu af gríðarlegum krafti og eftir 11 mínútur var staðan 2-7, Fimleikafélaginu í vil. Vörn FH var gríðarlega öflug og í sókninni léku Ásbjörn Friðriksson og Ágúst Birgisson lausum hala. Grétar Ari Guðjónsson byrjaði í marki Hauka en tókst ekki að verja skot á fyrstu 11 mínútum leiksins. Þá kom Giedrius Morkunas í markið og Litháinn varði ágætlega það sem eftir lifði fyrri hálfleiks (36%). Ágúst Elí Björgvinsson fann sig hins vegar ekki í marki FH. Framan af leik var Ivan Ivokovic eini sóknarmaður Hauka með meðvitund. Króatinn bauð upp á sannkallaða skotsýningu í fyrri hálfleik og skoraði sjö af 14 mörkum Hauka. Ásbjörn var einnig með sjö mörk í hálfleik í liði FH. Heimamenn minnkuðu muninn jafnt og þétt og Jón Þorbjörn Jóhannsson minnkaði muninn í tvígang í eitt mark undir lok fyrri hálfleiks. Ásbjörn skoraði hins vegar síðasta mark fyrri hálfleiks og FH-ingar leiddu því með tveimur mörkum í hálfleik, 14-16. FH hélt forystunni framan af seinni hálfleik en smám saman náðu Haukar yfirhöndinni. Þeir náðu svo loksins að jafna þegar Hákon Daði Styrmisson skoraði sitt þriðja mark. FH-ingar voru í miklum vandræðum í sókninni á þessum kafla og þurftu að hafa gríðarlega mikið fyrir mörkunum sínum. Eftir að Tjörvi Þorgeirsson kom Haukum í fyrsta sinn yfir, 22-21, tók Halldór Sigfússon, þjálfari FH, leikhlé og breytti yfir í framliggjandi vörn. Hún slökkti í Ivokovic sem fór allt í einu að klikka á skotum. Sóknarleikur FH batnaði svo með innkomu Gísla Þorgeirs Kristjánssonar sem átti nokkrar góðar línusendingar, skoraði eitt mark og fiskaði svo Heimi Óla Heimisson út af með rautt spjald þegar sex mínútur voru eftir. Þetta rauða spjald reyndist dýrt en FH-ingar nýttu sér liðsmuninn til að komast yfir, 26-27. Þeir voru svo svalari á lokamínútunum og lönduðu tveggja marka sigri, 28-30. Ásbjörn var markahæstur í liði FH með níu mörk. Ágúst og Einar Rafn Eiðsson skoruðu sex mörk hvor en sá síðarnefndi var afar mikilvægur á þeim kafla þegar verst gekk í sókninni hjá FH í seinni hálfleik. Ivokovic skoraði 10 mörk fyrir Hauka sem söknuðu framlags frá Adam Hauki Baumruk sem skoraði bara eitt mark. Morkunas var góður í markinu og varði 16 skot (42%).vísir/ernirGunnar: Verður að halda haus í 60 mínútur Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, sagði að slæm byrjun hafi orðið sínum mönnum að falli í leiknum gegn FH í kvöld. Þá hafi rauða spjaldið sem Heimir Óli Heimisson fékk á 54. mínútu reynst afar dýrt. „Við vorum alltof passívir og flatir í byrjun og lengi í gang. Við gerðum okkur erfitt fyrir. En við vorum komnir inn í leikinn og með frumkvæðið en misstum hausinn á 54. mínútu. Í svona Hafnarfjarðarslag verðurðu að halda haus í 60 mínútur. Það var munurinn á liðunum í dag,“ sagði Gunnar. Hann sagði að rauða spjaldið hefði verið réttur dómur og var aðallega fúll út í Heimi Óla sem gerði félögum sínum mikinn óleik með því að láta reka sig út af. „Hárrétt, þetta var glórulaust. Deildarmeistaratitilinn var í húfi og fimm mínútur eftir. Með sigri hefðum við verið í kjörstöðu. Þú verður að halda haus,“ sagði Gunnar. „Ég er rosalega svekktur að klára þetta ekki miðað við stöðuna sem við vorum komnir í. Þetta var svekkjandi,“ sagði þjálfarinn að lokum.Vísir/ErnirHalldór: Frábær leikur Halldór Sigfússon, þjálfari FH, kvaðst afar stoltur af sínum mönnum eftir sigurinn á Haukum í kvöld. „Ég er virkilega stoltur. Þetta var frábær leikur um deildarmeistaratitilinn. Þetta var frábært fyrir Hafnarfjörð, íslenskan handbolta, leikmennina og alla sem tóku þátt í leiknum,“ sagði Halldór. FH-ingar eru aðeins einu skrefi frá deildarmeistaratitlinum en vinni þeir Selfyssinga í lokaumferðinni á þriðjudaginn enda þeir á toppnum. „Við vissum það alltaf að þetta væri í okkar höndum. Við eigum eitt erfitt verkefni eftir. Við hugsum bara um okkar hluti,“ sagði Halldór sem breytti í framliggjandi vörn um miðjan seinni hálfleik, þegar Haukar voru með frumkvæðið. „Við vorum í basli í vörninni frá 15. mínútu. En við skiptum um vörn og þeir lentu í smá erfiðleikum. Það var virkilega sætt að klára þetta.“ FH-ingar voru í vandræðum í sókninni fyrri hluta seinni hálfleiks en náðu svo áttum. Halldór segir að sínir menn hefðu alltaf haldið skipulagi, sem hafi skipt sköpum. „Menn héldu plani, að hreyfa þá mjög vel og láta þá gera mistökin. Við tókum ekki ótímabær skot og náðum að koma okkur til baka,“ sagði Halldór að lokum.vísir/ernirVísir/Ernir
Olís-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira