Upphitun fyrir torfæru sumarsins Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2017 10:03 Mikið verður að gerast í sumar í íslensku torfærunni. Stefnt á 6 keppnir á Íslandsmótinu. FIA/NEZ mót verður í Ler í Noregi þar sem íslenskir þátttakendur munu keppa og svo verður keppt í Bandaríkjunum í október líkt og í fyrra, þar sem íslensku keppendurnir slógu í gegn og rúlluðu yfir heimabílana. Íslandsmeistarabíllinn er nú seldur, Íslandsmeistarinn Snorri keypti Drift-bíl í staðinn og ætlar greinilega að hasla sér völl á nýjum vettvangi. Þá var verið að kaupa mjög góðan og flottan bíl frá Noregi sem var að koma til landsins. Nokkrir bílar eru núna í smíðum og víst er að torfæran er vel á uppleið hér á landi um þessar mundir. Meðfylgjandi myndskeið er skemmtileg upphitun fyrir átök á komandi sumri og í því sjást margir af bestu töktum síðasta sumars. Ekkert skortir greinilega á þor íslenskra ökumanna og leikni við aksturinn, ekki síst við að bjarga sér úr ógöngum. En sjón er sögu ríkari, sem fyrr. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent
Mikið verður að gerast í sumar í íslensku torfærunni. Stefnt á 6 keppnir á Íslandsmótinu. FIA/NEZ mót verður í Ler í Noregi þar sem íslenskir þátttakendur munu keppa og svo verður keppt í Bandaríkjunum í október líkt og í fyrra, þar sem íslensku keppendurnir slógu í gegn og rúlluðu yfir heimabílana. Íslandsmeistarabíllinn er nú seldur, Íslandsmeistarinn Snorri keypti Drift-bíl í staðinn og ætlar greinilega að hasla sér völl á nýjum vettvangi. Þá var verið að kaupa mjög góðan og flottan bíl frá Noregi sem var að koma til landsins. Nokkrir bílar eru núna í smíðum og víst er að torfæran er vel á uppleið hér á landi um þessar mundir. Meðfylgjandi myndskeið er skemmtileg upphitun fyrir átök á komandi sumri og í því sjást margir af bestu töktum síðasta sumars. Ekkert skortir greinilega á þor íslenskra ökumanna og leikni við aksturinn, ekki síst við að bjarga sér úr ógöngum. En sjón er sögu ríkari, sem fyrr.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent