Frönsk yfirvöld saka Renault um dísilvélasvindl Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2017 13:39 Renault sætir nú ásökunum franskra yfirvalda vegna dísilvélasvindls en rannsóknir á bílum Renault hafa leitt í ljós allt að tífalda NOx-mengun frá uppgefnum tölum. Í síðustu viku greindi EPA frá því að bílar Fiat Chrysler væru einnig með svindlbúnað í dísilbílum sínum, svo segja má að það séu ekki bjartir tímar hjá dísilbílaframleiðendum. Yfirmenn Renault segjast saklausir af þessum ásökunum yfirvalda og vilja meina að allir bílar þeirra standist reglugerðir um mengun. Frönsk yfirvöld segja að ólíkt Volkswagen þá sé vélbúnaður, en ekki hugbúnaður, sem hleypir aukinni mengun frá dísilbílum Renault. Mengunarmælingar franskra yfirvalda náðu til fleiri bíla en Renault því bílar frá t.d. Ford, Toyota, Citroën og Peugeot voru einnig rannsakaðir og niðurstöður þeirra mælinga leiddu í ljós að flestir dísilbílar þessara framleiðenda menguðu mun meira en uppgefnar mengunartölur þeirra segja til um. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Renault er ásakað um dísilvélasvindl því rannsókn háskólans í Bern í Sviss sl. haust leiddi í ljós 25-falda mengun frá Renault Espace bílnum. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent
Renault sætir nú ásökunum franskra yfirvalda vegna dísilvélasvindls en rannsóknir á bílum Renault hafa leitt í ljós allt að tífalda NOx-mengun frá uppgefnum tölum. Í síðustu viku greindi EPA frá því að bílar Fiat Chrysler væru einnig með svindlbúnað í dísilbílum sínum, svo segja má að það séu ekki bjartir tímar hjá dísilbílaframleiðendum. Yfirmenn Renault segjast saklausir af þessum ásökunum yfirvalda og vilja meina að allir bílar þeirra standist reglugerðir um mengun. Frönsk yfirvöld segja að ólíkt Volkswagen þá sé vélbúnaður, en ekki hugbúnaður, sem hleypir aukinni mengun frá dísilbílum Renault. Mengunarmælingar franskra yfirvalda náðu til fleiri bíla en Renault því bílar frá t.d. Ford, Toyota, Citroën og Peugeot voru einnig rannsakaðir og niðurstöður þeirra mælinga leiddu í ljós að flestir dísilbílar þessara framleiðenda menguðu mun meira en uppgefnar mengunartölur þeirra segja til um. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Renault er ásakað um dísilvélasvindl því rannsókn háskólans í Bern í Sviss sl. haust leiddi í ljós 25-falda mengun frá Renault Espace bílnum.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent