Skoda Superb og Kodiaq fá rafmagnsmótora Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2017 12:47 Skoda VisionS tilraunabíllinn. Bæði flaggskipið Superb og nýi jeppinn Kodiaq frá Skoda munu fá rafmagnsmótora til aðstoðar brunavélum frá og með árinu 2019. Auk þess ætlar Skoda að hefja sölu á hreinræktuðum rafmagnsbíl á sama ári. Skoda virðist vera komið vel á veg með þróun þessa fyrsta rafmagnsbíls síns og ætlar að sýna hann á bílasýningunni í Shanghai í Kína seinni hluta apríl. Þessi rafmagnsbíll verður á MEB-undirvagni Volkswagen bílafjölskyldunnar, en hann mun þjóna undir flesta rafmagnsbíla þeirra bílamerkja sem tilheyra Volkswagen. Þróunarstjóri Skoda, Christian Stube lét hafa á eftir sér að nýr rafmagnsbíll Skoda verði hlaðinn tækninýjungum og muni spila myndarlega á tilfinningar fólks. Því er von á mjög spennandi bíl í útliti og líklega verður þar ekki á ferðinni jepplingur, líkt og VisionS tilraunabíll Skoda, heldur fremur fólksbíll. Þó að þessar fréttir séu örlítið í framtíðinni hjá Skoda er margt spennadi að gerast hjá Skoda í ár. Skoda er þegar búið á árinu að kynna uppfærðar gerðir Rapid og Citigo, sem og Octavia RS 245 og Sportline og Scout gerðir af nýja Kodiaq jeppanum. Seinna á árinu ætlar Skoda svo að kynna nýja kynslóð af Yeti bílnum og líklega verður hann fyrst sýndur á bílasýningunni í Frankfurt í september. Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent
Bæði flaggskipið Superb og nýi jeppinn Kodiaq frá Skoda munu fá rafmagnsmótora til aðstoðar brunavélum frá og með árinu 2019. Auk þess ætlar Skoda að hefja sölu á hreinræktuðum rafmagnsbíl á sama ári. Skoda virðist vera komið vel á veg með þróun þessa fyrsta rafmagnsbíls síns og ætlar að sýna hann á bílasýningunni í Shanghai í Kína seinni hluta apríl. Þessi rafmagnsbíll verður á MEB-undirvagni Volkswagen bílafjölskyldunnar, en hann mun þjóna undir flesta rafmagnsbíla þeirra bílamerkja sem tilheyra Volkswagen. Þróunarstjóri Skoda, Christian Stube lét hafa á eftir sér að nýr rafmagnsbíll Skoda verði hlaðinn tækninýjungum og muni spila myndarlega á tilfinningar fólks. Því er von á mjög spennandi bíl í útliti og líklega verður þar ekki á ferðinni jepplingur, líkt og VisionS tilraunabíll Skoda, heldur fremur fólksbíll. Þó að þessar fréttir séu örlítið í framtíðinni hjá Skoda er margt spennadi að gerast hjá Skoda í ár. Skoda er þegar búið á árinu að kynna uppfærðar gerðir Rapid og Citigo, sem og Octavia RS 245 og Sportline og Scout gerðir af nýja Kodiaq jeppanum. Seinna á árinu ætlar Skoda svo að kynna nýja kynslóð af Yeti bílnum og líklega verður hann fyrst sýndur á bílasýningunni í Frankfurt í september.
Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent