Chris Forsberg driftar upp fjall Finnur Thorlacius skrifar 15. mars 2017 13:45 Bandaríski ökumaðurinn Chris Forsberg er ekki ókunnugur driftinu en hann keppir í Formula Drift Series og er ekki síður þekktur fyrir myndskeið á netinu eins og þetta. Honum var falið að fara upp fjallveg í Onion dalnum í Kaliforníu um daginn án þess að hafa ekið leiðina áður. Ekki stöðvaði það Forsberg í að fara upp fjallið meira og minna á hlið og voru taktar hans myndaðir í bak og fyrir. Bíllinn sem Chris Forsberg ekur er Nissan 370Z með veltibúri, sex punkta öryggisbelti og vökvadrifinni handbremsu, en það stjórntæki er uppáhald driftarans. Nissan bíllinn er með V8 vél og er ríflega 1.000 hestöfl svo ekki skorti aflið til að skila sér upp fjallið en hætt er við því að Hankook dekkin sem voru undir bíl hans hafi mátt muna fífil sinn fegurri eftir æfingar Forsberg þessu sinni. Enginn þarf að efast um hæfileika Forsberg við driftið eftir að hafa séð þessa takta. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent
Bandaríski ökumaðurinn Chris Forsberg er ekki ókunnugur driftinu en hann keppir í Formula Drift Series og er ekki síður þekktur fyrir myndskeið á netinu eins og þetta. Honum var falið að fara upp fjallveg í Onion dalnum í Kaliforníu um daginn án þess að hafa ekið leiðina áður. Ekki stöðvaði það Forsberg í að fara upp fjallið meira og minna á hlið og voru taktar hans myndaðir í bak og fyrir. Bíllinn sem Chris Forsberg ekur er Nissan 370Z með veltibúri, sex punkta öryggisbelti og vökvadrifinni handbremsu, en það stjórntæki er uppáhald driftarans. Nissan bíllinn er með V8 vél og er ríflega 1.000 hestöfl svo ekki skorti aflið til að skila sér upp fjallið en hætt er við því að Hankook dekkin sem voru undir bíl hans hafi mátt muna fífil sinn fegurri eftir æfingar Forsberg þessu sinni. Enginn þarf að efast um hæfileika Forsberg við driftið eftir að hafa séð þessa takta.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent