Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 29-29 | Jafnt í hörkuleik á Hlíðarenda Guðmundur Marinó Ingvarsson í Valshúsinu skrifar 15. mars 2017 22:15 Anton Rúnarsson sækir að marki Hauka. vísir/ernir Valur og Haukar skildu jöfn 29-29 í 23. umferð Ólís-deildar karla í handbolta í kvöld. Valur var 15-14 yfir í hálfleik. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Haukar byrjuðu leikinn þó betur og komust þremur mörkum yfir þegar um 10 mínútur voru liðnar af leiknum en Valur vann þann mun fljótt upp og var spennan mikil allt til enda. Josip Juric skytta Vals fékk beint rautt spjald þegar rúmlega 12 mínútur voru til hálfleiks fyrir brot á Ivan Ivokovic og virtist það aðeins trufla Val í einni sókn áður en liðið náði áttum á ný. Valsmenn léku ákveðna vörn þar sem leikmenn keyrðu út í skyttur Hauka. Þegar Haukar leystu það fékk liðið jafnan dauðafæri en Siguður Ingiberg Ólafsson markvörður Vals varði ófá slík í leiknum og tryggði liði sínu í raun stigið í kvöld. Valur hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn en stigið heldur liðinu enn í öruggri fjarlægð frá fallsæti þó liðið megi ekki tapa mörgum af leikjunum fjórum sem það á eftir í deildarkeppninni í vetur. Haukar geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki nýtt færin betur í kvöld en liðið er enn með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Bæði lið fengu tækifæri til að skora sigurmark á síðustu mínútu leiksins en Valur náði ekki skoti á mark í sinni síðustu sókn og Sigurður Ingiberg varði síðasta skot leiksins á síðustu sekúndunni. Anton: Fannst við eiga að fá tvö stig„Mér finnst þetta vera tapað stig. Mér fannst við ívið sterkari,“ sagði Anton Rúnarsson leikstjórnandi Vals. „Auðvitað var þetta jafn leikur en mér fannst við eiga að fá tvö stig í kvöld.“ Sigurður Ingiberg Ólafsson lék allan leikinn í marki Vals og varði mjög vel en Hlynur Morthens, markvörðurinn gamalreyndi, er meiddur. „Hann var frábær. Varnarleikurinn var flottur og sóknarleikurinn var fínn á köflum. Mér fannst við spila vel í kvöld,“ sagði Anton. Josip Juric skytta Vals fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik en Anton segist ekki hafa séð brotið vel. „Ég sá það ekki nógu vel en mér skilst hann hafa ýtt í hann. Dómararnir voru alveg ákveðnir í því að þetta væri rautt spjald og blátt spjald og ég veit ekki hvað og hvað. „Ég veit ekki hvað okkur vantar marka leikmenn. Það virðast alltaf einhverjir dúkka upp í liðinu. Við erum með fína breidd og þurfum að spila á þessum mannskap sem við höfum. Það kom maður í manns stað í þessum leik,“ sagði Anton. Valur hafði fyrir leikinn tapað þremur leikjum í röð og þurfti því sárlega á stiginu að halda. „Ég tek þetta á mig í lokin. Ég á að gera betur í þessari stöðu og við hefðum getað tekið tvö stig en eitt er betra en ekki neitt.“ Gunnar: Vantaði gæði í skotin hjá mínum mönnum„Þetta var sennilega okkar besti sóknarleikur eftir áramót og það er sorglegt að fá ekki tvö stig,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka eftir leikinn í kvöld. „Þetta er svekkjandi. Mér fannst við útfæra sóknarleikinn vel. Þeir koma framarlega og við vorum með svör við því. „Mér fannst vanta gæði í skotin hjá mínum mönnum. Það var illa slúttað á fyrsta tempói í x-ið á honum. Það þarf að klára þessi færi til að fá tvö stig,“ sagði Gunnar. Haukar áttu að sama skapi á löngum köflum í vandræðum með að stöðva sóknaraðgerðir Vals. „Ég er heldur ekki ánægður með vörnina, sérstaklega 6-0 vörnina í fyrri hálfleik. Við vorum of passívir og náum ekki að klukka þá. Við vorum skrefinu á eftir. Það er ákveðin vonbrigði miðað við vinnuna sem við lögðum í varnarleikinn fyrir þennan leik. Það skilaði sér ekki. „Maður er svekktur að fá bara eitt stig en ég er mest svekktur yfir frammistöðunni. Að við skildum ekki leika betur. Bæði í vörn og í færanýtingunni. Það er áhyggjuefni,“ sagði Gunnar. Haukar eru með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar liðið á fjóra leiki eftir í deildarkeppninni. „Það eru sveiflur í þessu en ég er fyrst og fremst að einbeita mér að okkar leik. Við þurfum að bæta hann fyrir úrslitakeppnina. Eins og við erum að spila í dag dugar ekki og við vitum það. „Við þurfum að leggja hart að okkur á næstu vikum til að koma okkur á hærra plan. Annars verður þetta stutt úrslitakeppni hjá okkur,“ sagði Gunnar Magnússon. Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Valur og Haukar skildu jöfn 29-29 í 23. umferð Ólís-deildar karla í handbolta í kvöld. Valur var 15-14 yfir í hálfleik. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Haukar byrjuðu leikinn þó betur og komust þremur mörkum yfir þegar um 10 mínútur voru liðnar af leiknum en Valur vann þann mun fljótt upp og var spennan mikil allt til enda. Josip Juric skytta Vals fékk beint rautt spjald þegar rúmlega 12 mínútur voru til hálfleiks fyrir brot á Ivan Ivokovic og virtist það aðeins trufla Val í einni sókn áður en liðið náði áttum á ný. Valsmenn léku ákveðna vörn þar sem leikmenn keyrðu út í skyttur Hauka. Þegar Haukar leystu það fékk liðið jafnan dauðafæri en Siguður Ingiberg Ólafsson markvörður Vals varði ófá slík í leiknum og tryggði liði sínu í raun stigið í kvöld. Valur hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn en stigið heldur liðinu enn í öruggri fjarlægð frá fallsæti þó liðið megi ekki tapa mörgum af leikjunum fjórum sem það á eftir í deildarkeppninni í vetur. Haukar geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki nýtt færin betur í kvöld en liðið er enn með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Bæði lið fengu tækifæri til að skora sigurmark á síðustu mínútu leiksins en Valur náði ekki skoti á mark í sinni síðustu sókn og Sigurður Ingiberg varði síðasta skot leiksins á síðustu sekúndunni. Anton: Fannst við eiga að fá tvö stig„Mér finnst þetta vera tapað stig. Mér fannst við ívið sterkari,“ sagði Anton Rúnarsson leikstjórnandi Vals. „Auðvitað var þetta jafn leikur en mér fannst við eiga að fá tvö stig í kvöld.“ Sigurður Ingiberg Ólafsson lék allan leikinn í marki Vals og varði mjög vel en Hlynur Morthens, markvörðurinn gamalreyndi, er meiddur. „Hann var frábær. Varnarleikurinn var flottur og sóknarleikurinn var fínn á köflum. Mér fannst við spila vel í kvöld,“ sagði Anton. Josip Juric skytta Vals fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik en Anton segist ekki hafa séð brotið vel. „Ég sá það ekki nógu vel en mér skilst hann hafa ýtt í hann. Dómararnir voru alveg ákveðnir í því að þetta væri rautt spjald og blátt spjald og ég veit ekki hvað og hvað. „Ég veit ekki hvað okkur vantar marka leikmenn. Það virðast alltaf einhverjir dúkka upp í liðinu. Við erum með fína breidd og þurfum að spila á þessum mannskap sem við höfum. Það kom maður í manns stað í þessum leik,“ sagði Anton. Valur hafði fyrir leikinn tapað þremur leikjum í röð og þurfti því sárlega á stiginu að halda. „Ég tek þetta á mig í lokin. Ég á að gera betur í þessari stöðu og við hefðum getað tekið tvö stig en eitt er betra en ekki neitt.“ Gunnar: Vantaði gæði í skotin hjá mínum mönnum„Þetta var sennilega okkar besti sóknarleikur eftir áramót og það er sorglegt að fá ekki tvö stig,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka eftir leikinn í kvöld. „Þetta er svekkjandi. Mér fannst við útfæra sóknarleikinn vel. Þeir koma framarlega og við vorum með svör við því. „Mér fannst vanta gæði í skotin hjá mínum mönnum. Það var illa slúttað á fyrsta tempói í x-ið á honum. Það þarf að klára þessi færi til að fá tvö stig,“ sagði Gunnar. Haukar áttu að sama skapi á löngum köflum í vandræðum með að stöðva sóknaraðgerðir Vals. „Ég er heldur ekki ánægður með vörnina, sérstaklega 6-0 vörnina í fyrri hálfleik. Við vorum of passívir og náum ekki að klukka þá. Við vorum skrefinu á eftir. Það er ákveðin vonbrigði miðað við vinnuna sem við lögðum í varnarleikinn fyrir þennan leik. Það skilaði sér ekki. „Maður er svekktur að fá bara eitt stig en ég er mest svekktur yfir frammistöðunni. Að við skildum ekki leika betur. Bæði í vörn og í færanýtingunni. Það er áhyggjuefni,“ sagði Gunnar. Haukar eru með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar liðið á fjóra leiki eftir í deildarkeppninni. „Það eru sveiflur í þessu en ég er fyrst og fremst að einbeita mér að okkar leik. Við þurfum að bæta hann fyrir úrslitakeppnina. Eins og við erum að spila í dag dugar ekki og við vitum það. „Við þurfum að leggja hart að okkur á næstu vikum til að koma okkur á hærra plan. Annars verður þetta stutt úrslitakeppni hjá okkur,“ sagði Gunnar Magnússon.
Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn