Svindlaði Renault á mengunartölum í 25 ár? Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2017 10:30 Er Renault nú í djúpum skít? Franska dagblaðið Libération hefur greint frá því að frönsk yfirvöld hafi sannanir fyrir því að bílaframleiðandinn Renault hafi falsað útblásturstölur dísilbíla sinna síðastliðin 25 ár. Er þar vitnað í skýrslu frá þeirri frönsku stofnun sem berst gegn svikum í viðskiptum þarlendis. Libération hefur birt hluta skýrslunnar þar sem kemur fram að Renault hafi, líkt og Volkswagen, notað svindlbúnað sem minnkar NOx útblástur í dísilbílum við mælingar, en raunin sé ekki sú sama við hefðbundinn akstur bílanna. Ef fullyrðingar stofnunarinnar eru réttar hefur Renault svindlað á útblásturstölum dísilbíla sinna mun lengur en Volkswagen gerði. Ennfremur er fullyrt að forstjóri Renault, Carlos Ghosn, hafi vitað af svindlbúnaðinum allan tímann. Renault harðneitar þessum ásökunum og þar sem Renault hafi engan aðgang að rannsóknarskýrslum stofnunarinnar hafi fyrirtækið ekkert frekar um málið að segja. Forvitnilegt verður að sjá framhald þessa máls og hvort það verður Renault eins kostnaðarsamt og dísilvélasvindl Volkswagen. Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent
Franska dagblaðið Libération hefur greint frá því að frönsk yfirvöld hafi sannanir fyrir því að bílaframleiðandinn Renault hafi falsað útblásturstölur dísilbíla sinna síðastliðin 25 ár. Er þar vitnað í skýrslu frá þeirri frönsku stofnun sem berst gegn svikum í viðskiptum þarlendis. Libération hefur birt hluta skýrslunnar þar sem kemur fram að Renault hafi, líkt og Volkswagen, notað svindlbúnað sem minnkar NOx útblástur í dísilbílum við mælingar, en raunin sé ekki sú sama við hefðbundinn akstur bílanna. Ef fullyrðingar stofnunarinnar eru réttar hefur Renault svindlað á útblásturstölum dísilbíla sinna mun lengur en Volkswagen gerði. Ennfremur er fullyrt að forstjóri Renault, Carlos Ghosn, hafi vitað af svindlbúnaðinum allan tímann. Renault harðneitar þessum ásökunum og þar sem Renault hafi engan aðgang að rannsóknarskýrslum stofnunarinnar hafi fyrirtækið ekkert frekar um málið að segja. Forvitnilegt verður að sjá framhald þessa máls og hvort það verður Renault eins kostnaðarsamt og dísilvélasvindl Volkswagen.
Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent