Prius með sólarrafhlöður á toppnum Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2017 10:03 Sólarrafhlöðurnar þekja allt þak bílsins. Panasonic hefur þróað sólarsellu sem nær yfir allt þak nýs Toyota Prius Plug-In-Hybrid bílsins og fer þar mun öflugri sólarsella en Panasonic hafði áður þróað fyrir bíla. Sellan er fær um að framleiða 180 wött af rafmagni og dugar afl hennar auðveldlega til að sjá bílnum fyrir því rafmagni sem notað er, utan drifrásarinnar sjálfrar. Þó hjálpar hún til að fylla á rafhlöðururnar fyrir drifrásina ef ekki mikil önnur rafmagnsnotkun er í gangi. Sólarsellan getur bætt við 6 km drægni bílsins og sólarsellan hleður inn rafmagni hvort sem bíllinn er á ferð eða er kjurr. Panasonic er þessa dagana einnig að byggja risarafhlöðuverksmiðju með Tesla og samstarf fyrirtækjanna liggur einnig í þróun sólarsella fyrir Tesla bíla og hjálpar yfirtaka Tesla á SolarCity fyrirtækinu vafalaust til með þá þróun. Í nóvember viðraði Elon Musk þá hugmynd að útbúa nýja Model 3 bílinn með sólarsellu, en ekkert hefur verið fullyrt um hvort hann verði þannig búinn, enda gæti það hækkað verð bílsins umfram fyrri yfirlýsingar. Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent
Panasonic hefur þróað sólarsellu sem nær yfir allt þak nýs Toyota Prius Plug-In-Hybrid bílsins og fer þar mun öflugri sólarsella en Panasonic hafði áður þróað fyrir bíla. Sellan er fær um að framleiða 180 wött af rafmagni og dugar afl hennar auðveldlega til að sjá bílnum fyrir því rafmagni sem notað er, utan drifrásarinnar sjálfrar. Þó hjálpar hún til að fylla á rafhlöðururnar fyrir drifrásina ef ekki mikil önnur rafmagnsnotkun er í gangi. Sólarsellan getur bætt við 6 km drægni bílsins og sólarsellan hleður inn rafmagni hvort sem bíllinn er á ferð eða er kjurr. Panasonic er þessa dagana einnig að byggja risarafhlöðuverksmiðju með Tesla og samstarf fyrirtækjanna liggur einnig í þróun sólarsella fyrir Tesla bíla og hjálpar yfirtaka Tesla á SolarCity fyrirtækinu vafalaust til með þá þróun. Í nóvember viðraði Elon Musk þá hugmynd að útbúa nýja Model 3 bílinn með sólarsellu, en ekkert hefur verið fullyrt um hvort hann verði þannig búinn, enda gæti það hækkað verð bílsins umfram fyrri yfirlýsingar.
Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent