Myndir leka út af Range Rover Velar Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2017 10:40 Range Rover Velar er laglegur eins og bæði stærri og minni bræður hans. Fyrir fáeinum dögum birtist hér mynd af afturenda nýja bíls Range Rover, Velar. Þessi bíll verður til sýnis á bílasýningunni í Genf í næstu viku, en eins og svo oft áður leka myndir út af þessum bíl líkt og mörgum öðrum fyrir eiginlega kynningu hans. Sjást þær hér, bæði að ofan og neðan. Velar liggur á milli Range Rover Evoque og Range Rover Sport í stærð og er fjórði framleiðslubíll Range Rover. Stærsti bróðir hans er hefbundinn Range Rover. Það var spænski bílavefurinn Diariomotor sem fyrst birti þessar myndir af nýjum Velar. Fátt liggur fyrir um vélbúnað sem og annan búnað Velar bílsins, en miðað við stærð hans má búast við því að hann verði búinn fjögurra og sex strokka vélum með annaðhvort forþjöppum eða keflablásurum, eins og þekkt er í öðrum Range Rover bílum. Bíllinn er aðeins 5 sæta og innrétting hans er afar keimlík öðrum Range Rover bílum og fyrir vikið einkar glæsileg. Allt mun þetta betur koma í ljós þegar bílasýningin í Genf hefst í næstu viku.Velar ber mikil svipeinkenni frá Range Rover og Range Rover Sport.Klassíkst fíneri innanborðs í Range Rover Velar. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent
Fyrir fáeinum dögum birtist hér mynd af afturenda nýja bíls Range Rover, Velar. Þessi bíll verður til sýnis á bílasýningunni í Genf í næstu viku, en eins og svo oft áður leka myndir út af þessum bíl líkt og mörgum öðrum fyrir eiginlega kynningu hans. Sjást þær hér, bæði að ofan og neðan. Velar liggur á milli Range Rover Evoque og Range Rover Sport í stærð og er fjórði framleiðslubíll Range Rover. Stærsti bróðir hans er hefbundinn Range Rover. Það var spænski bílavefurinn Diariomotor sem fyrst birti þessar myndir af nýjum Velar. Fátt liggur fyrir um vélbúnað sem og annan búnað Velar bílsins, en miðað við stærð hans má búast við því að hann verði búinn fjögurra og sex strokka vélum með annaðhvort forþjöppum eða keflablásurum, eins og þekkt er í öðrum Range Rover bílum. Bíllinn er aðeins 5 sæta og innrétting hans er afar keimlík öðrum Range Rover bílum og fyrir vikið einkar glæsileg. Allt mun þetta betur koma í ljós þegar bílasýningin í Genf hefst í næstu viku.Velar ber mikil svipeinkenni frá Range Rover og Range Rover Sport.Klassíkst fíneri innanborðs í Range Rover Velar.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent