1.900 hestafla Nissan Patrol rúllar upp Porsche 918 Spyder Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2017 12:52 Þeir eru ekki margir jepparnir sem hafa sigur í spyrnu við Porsche 918 Spyder ofurbílinn, en þessi Nissan Patrol gerir það enda vopnaður 1.900 hestafla vél sem fengin er úr Nissan GT-R bíl. Þessi Nissan Patrol jeppa var breytt af F Performance Garage í Dubai og þar fékk hann ekki bara lánaða vél úr Nissan GT-R, heldur einnig fjöðrun, skiptingu, bremsur og jafnvel stýrishjólið úr GT-R bíl. Hámarkshraði þessa bíls er 329 km/klst og hann er býsna nálægt þeim hraða í hverri kvartmíluspyrnu því hann er svo fljótur uppí hámarkshraðann. Bíllinn er á Hoosier slikkerum sem henta vel í spyrnurnar á keppnisbrautunum í Dubai og þar leikur hann sér af því að stinga bíla eins Porsche 918 Spyder af. Þrátt fyrir að vera svona vel búinn bíll og öflugur þá er hann í leiðinni fullkomlega löglegur á venjulegum vegum og í myndskeiðinu hér að ofan er hann einmitt tekinn í ósköp venjulegan bíltúr um göturnar, með einum og einum öskrandi spretti inná milli. Ekki er ljóst hve miklu fé hefur verið eytt í breytingar á þessum jeppa, sem hæglega gæti reynst öflugasti jeppi í heimi, en að því er ekki spurt austur í Dubai. Þar eru vasar olíufurstann djúpir og kostnaður bara afstæður. Það hlýtur þó að vera býsna klént að hafa eytt 845.000 dollurum í ofurbílinn Porsche 918 Spyder og horfa svo uppá Nissan Patrol jeppa rúlla honum upp í spyrnu. Útlitið segir stundum ekki allt. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Þeir eru ekki margir jepparnir sem hafa sigur í spyrnu við Porsche 918 Spyder ofurbílinn, en þessi Nissan Patrol gerir það enda vopnaður 1.900 hestafla vél sem fengin er úr Nissan GT-R bíl. Þessi Nissan Patrol jeppa var breytt af F Performance Garage í Dubai og þar fékk hann ekki bara lánaða vél úr Nissan GT-R, heldur einnig fjöðrun, skiptingu, bremsur og jafnvel stýrishjólið úr GT-R bíl. Hámarkshraði þessa bíls er 329 km/klst og hann er býsna nálægt þeim hraða í hverri kvartmíluspyrnu því hann er svo fljótur uppí hámarkshraðann. Bíllinn er á Hoosier slikkerum sem henta vel í spyrnurnar á keppnisbrautunum í Dubai og þar leikur hann sér af því að stinga bíla eins Porsche 918 Spyder af. Þrátt fyrir að vera svona vel búinn bíll og öflugur þá er hann í leiðinni fullkomlega löglegur á venjulegum vegum og í myndskeiðinu hér að ofan er hann einmitt tekinn í ósköp venjulegan bíltúr um göturnar, með einum og einum öskrandi spretti inná milli. Ekki er ljóst hve miklu fé hefur verið eytt í breytingar á þessum jeppa, sem hæglega gæti reynst öflugasti jeppi í heimi, en að því er ekki spurt austur í Dubai. Þar eru vasar olíufurstann djúpir og kostnaður bara afstæður. Það hlýtur þó að vera býsna klént að hafa eytt 845.000 dollurum í ofurbílinn Porsche 918 Spyder og horfa svo uppá Nissan Patrol jeppa rúlla honum upp í spyrnu. Útlitið segir stundum ekki allt.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent