Lítill nýr jepplingur frá Nissan Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2017 16:27 Nissan Kicks er smár jepplingur ætlaður fyrir báðar heimsálfur Ameríku. Sést hefur til Nissan reynsluaka nýjum litlum jepplingi í Bandaríkjunum sem ber nafnið Kicks. Hann er á stærð við Mazda CX-3, Honda HR-V og Toyota CH-R og att gegn þeim í sölu. Þessi bíll er er þó ekki fjarri Nissan Juke í stærð, en minni en Nissan Qashqai. Nissan Juke var aldrei ætlað að keppa á ódýra hluta jepplingamarkaðarins í Bandaríkjunum, en þessum nýja Kicks verður ætlað það. Nissan Kicks verður smíðaður í verksmiðju Nissan í Aguascalientes í Mexíkó, þar sem Versa bíll Nissan er líka smíðaður. Kicks á að koma á Bandaríkjamarkað á fyrstu mánuðum næsta árs. Hann var upphaflega þróaður fyrir S-Ameríkumarkað og meiningin var að smíða hann eingöngu í S-Ameríku, nánar tiltekið í Brasilíu. Þar verður hann reyndar einnig smíðaður, en greinilegt er að Nissan vill taka þátt í mikilli eftirspurn eftir smáum jepplingum í Bandaríkjunum um þessar mundir og sér þar stór tækifæri. Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent
Sést hefur til Nissan reynsluaka nýjum litlum jepplingi í Bandaríkjunum sem ber nafnið Kicks. Hann er á stærð við Mazda CX-3, Honda HR-V og Toyota CH-R og att gegn þeim í sölu. Þessi bíll er er þó ekki fjarri Nissan Juke í stærð, en minni en Nissan Qashqai. Nissan Juke var aldrei ætlað að keppa á ódýra hluta jepplingamarkaðarins í Bandaríkjunum, en þessum nýja Kicks verður ætlað það. Nissan Kicks verður smíðaður í verksmiðju Nissan í Aguascalientes í Mexíkó, þar sem Versa bíll Nissan er líka smíðaður. Kicks á að koma á Bandaríkjamarkað á fyrstu mánuðum næsta árs. Hann var upphaflega þróaður fyrir S-Ameríkumarkað og meiningin var að smíða hann eingöngu í S-Ameríku, nánar tiltekið í Brasilíu. Þar verður hann reyndar einnig smíðaður, en greinilegt er að Nissan vill taka þátt í mikilli eftirspurn eftir smáum jepplingum í Bandaríkjunum um þessar mundir og sér þar stór tækifæri.
Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent