Verður þetta dýrasti Fiatinn? Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2017 16:11 Dýrasti Fiat bíll sem seldur hefur verið fór á 127 milljónir króna á uppboði árið 2015 og var 1953 árgerð 8V Cabriolet hönnuðum af Vignale. Þessi bíll, sem er af sömu árgerð og af gerðinni 8V Supersonice hönnuðum af Ghia fer brátt á uppboð hjá RM Southeby í Bandaríkjunum og er búist við að 1,9 milljónir dollara fáist fyrir hann, eða 205 milljónir króna. Það myndi gera hann að langdýrasta Fiat bíl sem selst hefur. Hann er líka í fullkomnu ásigkomulagi. Fiat framleiddi aðeins 15 eintök af þessum bíl og þessi bíll var sá tíundi í röðinni. Hér fer því sannarlega söfnunareintak og það af fegurri gerðinni. Þessi sami bíll stóð á pöllunum hjá Fiat á bílasýningunni í Genf árið 1954. Þessi bíll var síðan fluttur til Bandaríkjanna af formanni stjórnar Chrysler, K.T. Keller, en ekki kemur fram hvenær. Bíllinn var fyrir það í eigu Paul Lazaros sem færði hann í þá í fullkomið ástand og árið 2007 fékk hann aftur mikla yfirhalningu og var vél og skipting bílsins endurbyggð, sem og fjöðrun og innrétting. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent
Dýrasti Fiat bíll sem seldur hefur verið fór á 127 milljónir króna á uppboði árið 2015 og var 1953 árgerð 8V Cabriolet hönnuðum af Vignale. Þessi bíll, sem er af sömu árgerð og af gerðinni 8V Supersonice hönnuðum af Ghia fer brátt á uppboð hjá RM Southeby í Bandaríkjunum og er búist við að 1,9 milljónir dollara fáist fyrir hann, eða 205 milljónir króna. Það myndi gera hann að langdýrasta Fiat bíl sem selst hefur. Hann er líka í fullkomnu ásigkomulagi. Fiat framleiddi aðeins 15 eintök af þessum bíl og þessi bíll var sá tíundi í röðinni. Hér fer því sannarlega söfnunareintak og það af fegurri gerðinni. Þessi sami bíll stóð á pöllunum hjá Fiat á bílasýningunni í Genf árið 1954. Þessi bíll var síðan fluttur til Bandaríkjanna af formanni stjórnar Chrysler, K.T. Keller, en ekki kemur fram hvenær. Bíllinn var fyrir það í eigu Paul Lazaros sem færði hann í þá í fullkomið ástand og árið 2007 fékk hann aftur mikla yfirhalningu og var vél og skipting bílsins endurbyggð, sem og fjöðrun og innrétting.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent