Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 24-31 | Eyjamenn og Mosfellingar höfðu sætaskipti Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 5. mars 2017 18:00 Theodór Sigurbjörnsson skoraði 12 mörk. Vísir/Ernir ÍBV lyfti sér í þriðja sæti Olís-deildar karla í handbolta með 31-24 sigri á Aftureldingu á útivelli í dag. ÍBV var 14-11 yfir í hálfleik. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Aftureldingu gekk illa að ganga út í skyttur ÍBV og náði sér aldrei á strik í vörninni. Góð innkoma Davíðs Svanssonar í marki Aftureldingar og frábær frammistaða Elvars Ásgeirssonar hélt Aftureldingu inni í leiknum í hálfleik. ÍBV byrjaði seinni hálfleikinn með látum og náði fljótt átta marka forystu. Afturelding náði að minnka muninn í þrjú mörk en það spilast ekki síður á værukærð Eyjamanna en baráttu heimamanna. Nær komst Afturelding þó ekki. ÍBV jók aftur forskotið vann að lokum sannfærandi sigur. ÍBV lék mjög vel í leiknum í dag. Liðið lék góða vörn, fékk fjölda marka úr hraðaupphlaupum og sóknarleikur liðsins var góður á köflum þó hann eigi nokkuð inni. ÍBV hefur náð í níu stig af tíu eftir hlé á deildinni og er óðfluga að ná sínum mesta styrk. Leikmenn sem hafa átt við meiðsli að stríða líta vel út og verður erfitt við liðið að eiga á lokapsprettinum í deildinni. ÍBV er komið upp í þriðja sæti en Afturelding er fallin niður í það fjórða. Mosfellingar eru með aðeins eitt stig í fimm leikjum eftir áramót og þurfa að leika mikið betur, bæði í vörn og sókn til að hefja stigasöfnun á ný. Theodór: Við erum á réttri leið„Við erum á réttri leið, það er ekki spurning,“ sagði Theodór Sigurbjörnsson sem fór á kostum fyrir ÍBV í dag og skoraði 12 mörk í aðeins 13 skotum. „Við erum að fá menn úr meiðslum. Það tekur tíma að byggja upp leikform en það er allt á réttri leið. Það sýndi sig í dag að við erum að stíga gott skref upp á við.“ ÍBV vann öruggan sigur á Aftureldingu í dag og var Theodór ekki vafa að varnarleikurinn átti stærstan þátt í því. „Virkilega massívur varnarleikur. Byrjunin á seinni hálfleik. Þá fáum við hraðaupphlaup sem hefur vantað að undanförnu en þau komu í dag.“ ÍBV náði átta marka forystu snemma í seinni hálfleik sem liðið missti niður í þrjú mörk áður en liði stakk af á ný. „Þetta gerðist líka á móti Gróttu. Við náum ágætis forskoti en þá kemur milli kafli sem við þurfum aðeins að skoða. Ef við bætum það þá erum við mjög góðir. „Þegar við gerum þetta almennilega erum við mjög erfiðir við að eiga sóknarlega. Við eigum FH á fimmtudaginn heima og við þurfum að gíra okkur vel upp í hann,“ sagði Theodór en ÍBV er þremur stigum á eftir FH og Haukum og toppi deildarinnar. Einar Andri: Við þurfum að spila beturAfturelding var á toppi deildarinnar um áramót en með aðeins eitt stig úr fyrstu fimm leikjunum frá því að deildin hófst að nýju í febrúar er liðið fallið niður í fjórða sætið og þjálfarinn Einar Andri Einarsson hefur eðlilega áhyggjur af því. „Já, maður er alltaf með áhyggjur. Maður er með áhyggjur þegar vel gengur líka. Það er mitt hlutverk,“ sagði Einar Andri. „Við erum með eitt stig í fimm leikjum eftir jól og blessunarlega vorum við búnir að safna svolítið af stigum fyrir jól þannig að heildar myndin er þokkaleg en við þurfum að fara að bæta okkur. Við þurfum að spila betur. Fá meira framlag frá okkar lykilmönnum og njóta þess að spila leikinn aftur.“ Afturelding átti fá svör við ÍBV í dag. Jafnt í vörn og sókn. „Það var mikill hraði í leiknum á köflum í fyrri hálfleik en varnarleikurinn hefur verið okkar styrkur síðustu árin og við erum ekki á þeim stað núna. Það er af ýmsu að taka. „Það þarf að fara að vinna og æfa. Við þurfum að skoða hvað við erum að gera og taka til í hausnum á okkur. Ég sé fullt af leiðum og lausnum,“ sagði Einar Andri en Afturelding er án lykilmanna vegna meiðsla. „Það er óljóst með þá. Það eru misvísandi hvað við heyrum með Birki (Benediktsson). Það er hugsanlega að hann æfi í vikunni. Pétur (Júníusson) fór í speglun á hné og spilar ekkert meira í deildinni en kemur vonandi inn í úrslitakeppnina. Böðvar (Páll Ásgeirsson) er í endurhæfingu og það gengur hægt og rólega. Ég get ekki sagt neina tímasetningu með hann.“ „ÍBV er frábært lið sem er búið að ná vopnum sínum eftir jól. Við þurfum að horfa í það og gera það sama og rífa okkur í gang,“ sagði Einar Andri að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Rosalegur ráshópur McIlroy Golf Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
ÍBV lyfti sér í þriðja sæti Olís-deildar karla í handbolta með 31-24 sigri á Aftureldingu á útivelli í dag. ÍBV var 14-11 yfir í hálfleik. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Aftureldingu gekk illa að ganga út í skyttur ÍBV og náði sér aldrei á strik í vörninni. Góð innkoma Davíðs Svanssonar í marki Aftureldingar og frábær frammistaða Elvars Ásgeirssonar hélt Aftureldingu inni í leiknum í hálfleik. ÍBV byrjaði seinni hálfleikinn með látum og náði fljótt átta marka forystu. Afturelding náði að minnka muninn í þrjú mörk en það spilast ekki síður á værukærð Eyjamanna en baráttu heimamanna. Nær komst Afturelding þó ekki. ÍBV jók aftur forskotið vann að lokum sannfærandi sigur. ÍBV lék mjög vel í leiknum í dag. Liðið lék góða vörn, fékk fjölda marka úr hraðaupphlaupum og sóknarleikur liðsins var góður á köflum þó hann eigi nokkuð inni. ÍBV hefur náð í níu stig af tíu eftir hlé á deildinni og er óðfluga að ná sínum mesta styrk. Leikmenn sem hafa átt við meiðsli að stríða líta vel út og verður erfitt við liðið að eiga á lokapsprettinum í deildinni. ÍBV er komið upp í þriðja sæti en Afturelding er fallin niður í það fjórða. Mosfellingar eru með aðeins eitt stig í fimm leikjum eftir áramót og þurfa að leika mikið betur, bæði í vörn og sókn til að hefja stigasöfnun á ný. Theodór: Við erum á réttri leið„Við erum á réttri leið, það er ekki spurning,“ sagði Theodór Sigurbjörnsson sem fór á kostum fyrir ÍBV í dag og skoraði 12 mörk í aðeins 13 skotum. „Við erum að fá menn úr meiðslum. Það tekur tíma að byggja upp leikform en það er allt á réttri leið. Það sýndi sig í dag að við erum að stíga gott skref upp á við.“ ÍBV vann öruggan sigur á Aftureldingu í dag og var Theodór ekki vafa að varnarleikurinn átti stærstan þátt í því. „Virkilega massívur varnarleikur. Byrjunin á seinni hálfleik. Þá fáum við hraðaupphlaup sem hefur vantað að undanförnu en þau komu í dag.“ ÍBV náði átta marka forystu snemma í seinni hálfleik sem liðið missti niður í þrjú mörk áður en liði stakk af á ný. „Þetta gerðist líka á móti Gróttu. Við náum ágætis forskoti en þá kemur milli kafli sem við þurfum aðeins að skoða. Ef við bætum það þá erum við mjög góðir. „Þegar við gerum þetta almennilega erum við mjög erfiðir við að eiga sóknarlega. Við eigum FH á fimmtudaginn heima og við þurfum að gíra okkur vel upp í hann,“ sagði Theodór en ÍBV er þremur stigum á eftir FH og Haukum og toppi deildarinnar. Einar Andri: Við þurfum að spila beturAfturelding var á toppi deildarinnar um áramót en með aðeins eitt stig úr fyrstu fimm leikjunum frá því að deildin hófst að nýju í febrúar er liðið fallið niður í fjórða sætið og þjálfarinn Einar Andri Einarsson hefur eðlilega áhyggjur af því. „Já, maður er alltaf með áhyggjur. Maður er með áhyggjur þegar vel gengur líka. Það er mitt hlutverk,“ sagði Einar Andri. „Við erum með eitt stig í fimm leikjum eftir jól og blessunarlega vorum við búnir að safna svolítið af stigum fyrir jól þannig að heildar myndin er þokkaleg en við þurfum að fara að bæta okkur. Við þurfum að spila betur. Fá meira framlag frá okkar lykilmönnum og njóta þess að spila leikinn aftur.“ Afturelding átti fá svör við ÍBV í dag. Jafnt í vörn og sókn. „Það var mikill hraði í leiknum á köflum í fyrri hálfleik en varnarleikurinn hefur verið okkar styrkur síðustu árin og við erum ekki á þeim stað núna. Það er af ýmsu að taka. „Það þarf að fara að vinna og æfa. Við þurfum að skoða hvað við erum að gera og taka til í hausnum á okkur. Ég sé fullt af leiðum og lausnum,“ sagði Einar Andri en Afturelding er án lykilmanna vegna meiðsla. „Það er óljóst með þá. Það eru misvísandi hvað við heyrum með Birki (Benediktsson). Það er hugsanlega að hann æfi í vikunni. Pétur (Júníusson) fór í speglun á hné og spilar ekkert meira í deildinni en kemur vonandi inn í úrslitakeppnina. Böðvar (Páll Ásgeirsson) er í endurhæfingu og það gengur hægt og rólega. Ég get ekki sagt neina tímasetningu með hann.“ „ÍBV er frábært lið sem er búið að ná vopnum sínum eftir jól. Við þurfum að horfa í það og gera það sama og rífa okkur í gang,“ sagði Einar Andri að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Rosalegur ráshópur McIlroy Golf Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn