Tesla ætlar að reisa 4 aðrar risaverksmiðjur Finnur Thorlacius skrifar 7. mars 2017 11:00 Tesla risaverksmiðjan í Nevada. Tesla er vel á veg komið að reisa risarafhlöðuverksmiðju sína í Nevada í Bandaríkjunum og þar verða einnig smíðaðir Tesla Model 3 bílar. Tesla ætlar ekki að láta þar við sitja því á prjónunum er að reisa aðrar fjórar risaverksmiðjur, en Elon Musk telur reyndar eina þeirra vera verksmiðju SolarCity í Buffalo, en hún rann inn í Tesla á síðasta ári. Musk horfir til Bretlands hvað eina af þessum viðbótarverksmiðjum varðar en til stendur að upplýsa um þrjár nýjar verksmiðjur og staðsetningu þeirra áður en árið er liðið. Í enda þessa árs munu 6.500 manns vinna í verksmiðjunni í Nevada og 10.000 árið 2020. Tesla mun hefja þar framleiðslu Model 3 bílsins í júlí á þessu ári og framleiðsla verður komin að hámarksafköstum strax í september. Tesla stefnir á að framleiða 50.000 bíla af Model S og X á fyrri hluta þessa árs og yrði það 71% aukning frá fyrra ári. Framleiðsluaukning Tesla á fjórða ársfjórðungi síðasta árs nam þó aðeins 27% en uppbyggingin er hröð og vonandi stendur Elon Musk við orð sín nú. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent
Tesla er vel á veg komið að reisa risarafhlöðuverksmiðju sína í Nevada í Bandaríkjunum og þar verða einnig smíðaðir Tesla Model 3 bílar. Tesla ætlar ekki að láta þar við sitja því á prjónunum er að reisa aðrar fjórar risaverksmiðjur, en Elon Musk telur reyndar eina þeirra vera verksmiðju SolarCity í Buffalo, en hún rann inn í Tesla á síðasta ári. Musk horfir til Bretlands hvað eina af þessum viðbótarverksmiðjum varðar en til stendur að upplýsa um þrjár nýjar verksmiðjur og staðsetningu þeirra áður en árið er liðið. Í enda þessa árs munu 6.500 manns vinna í verksmiðjunni í Nevada og 10.000 árið 2020. Tesla mun hefja þar framleiðslu Model 3 bílsins í júlí á þessu ári og framleiðsla verður komin að hámarksafköstum strax í september. Tesla stefnir á að framleiða 50.000 bíla af Model S og X á fyrri hluta þessa árs og yrði það 71% aukning frá fyrra ári. Framleiðsluaukning Tesla á fjórða ársfjórðungi síðasta árs nam þó aðeins 27% en uppbyggingin er hröð og vonandi stendur Elon Musk við orð sín nú.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent