Afsakið mig Logi Bergmann skrifar 4. mars 2017 07:00 Í fyrradag las ég merkilega færslu frá konu sem vildi biðja mig opinberlega afsökunar. Hún skrifaði sem sagt: „...fyrir nokkrum árum, þá komu Baggalútsmenn í settið hjá honum og ég hrósaði þeim á Facebook-síðunni þeirra. En ég var samt frekar leiðinleg sko, ég sagði að þeir hefðu verið jafn skemmtilegir og mér fannst Logi vera óskemmtilegur!“ Það hefur nú margt verra verið sagt um mig og ég man reyndar ekkert eftir þessu. Það er líka tilgangslaust að dvelja við svona lagað. En ég verð samt að viðurkenna að ég hef þann sið, þegar ég sé eitthvað misjafnt um mig á netinu, að læka það. Ég hef greinilega gert það í þetta sinn, því konan skrifaði líka: „Ég vissi því að hann hafði lesið það sem ég skrifaði og það var nóg til þess að gera hnút í maganum sem hefur setið þar í nokkur ár.“ Stundum bæti ég meira að segja við ummælum og segist vera hjartanlega sammála. Bæði af því að mér finnst það fyndið og svo til að fólk átti sig á að það sem það skrifar sést í alvöru. Og getur meira að segja sært. Eftir mörg ár í þessum bransa er ég svo sem kominn með þykkan skráp. Ég hef verið kallaður ýmislegt og sumt hefur verið dónalegt og ruddalegt eða jafnvel bara undarlegt. Þannig er það bara. Eða hvað? Á það kannski ekki að vera þannig? Ég var ánægður með þessa færslu – ekki af því að hún væri afsökunarbeiðni til mín, heldur vegna ástæðunnar fyrir því að konan hafði farið að hugsa um þetta gamla atvik. Hún hafði sem sagt verið að ræða við dóttur sína um framkomu á netinu. Um það hvernig fólk getur sagt ljóta hluti sem enginn þarf að heyra og hvernig vænsta fólk getur breyst í nettröll. Það er enginn að segja að allir verði að vera sammála og allt sé gott og fallegt í heiminum. Það er heilbrigt að vera ósammála og deila um hluti og rökræða. Mér finnst það samt of sjaldan gerast að ummæli við fréttir bæti einhverju við og skilji mann eftir fróðari. Það nefnilega bætir engu við samræður að ausa bara yfir þær súru galli.Þetta er ekki flókiðReglan er í alvöru einföld: Ef þú treystir þér ekki til að segja eitthvað við einhvern, augliti til auglits, þá er rökrétt að gera það ekki heldur á netinu. Þetta er samt regla sem mörgum reynist erfitt að fara eftir, eða kannski hefur sumt fólk einhver önnur viðmið en ég um það hvað er eðlilegt að segja við aðra. Síðasta dæmið af mörgum er umræða um tvær konur sem óskuðu eftir fundi með forsetanum. Það er alveg sjónarmið að slík ósk sé undarleg og jafnvel óviðeigandi og að viðbrögð þeirra við að hafa ekki fengið fundinn umsvifalaust hafi ekki verið alveg eftir bókinni. En gusurnar sem þessar tvær konur hafa fengið yfir sig hafa ekki verið neinum til sóma. Og því spyr ég: Myndi fólk halla sér yfir heita réttinn í fermingarveislunni og segja þeim að þær ættu bara að halda kjafti og mennirnir þeirra séu glæpamenn? Eða hnippa í þær í Krónunni til að benda þeim á að þær séu fávitar og frekjur? Ég held ekki.Hvað með mig?Allt mögulegt gerist í hugsunarleysi (eins og til dæmis að finnast ég ekki skemmtilegur), og til þess að fækka slíkum tilvikum þarf maður að vanda sig og venja sig á að hugsa. Helst áður en maður framkvæmir. Ég veit að það hefur alveg komið fyrir að ég hef farið fram úr mér. Stundum af því ég hef ekki hugsað hlutina til hlítar en kannski oftar af því að ég hef verið að reyna að vera fyndinn. Og jafnvel þá skiptir máli með hvaða hug það er gert. Það á ekki að vera til að reyna að gera lítið úr einhverjum. Frekar að gera grín að einhverju, en jafnvel það getur verið erfitt. Kannski hef ég sært einhvern. Og ég get sagt, í fúlustu alvöru, að það langar mig ekki til að gera. Það er nefnilega svo minniháttar að vera sá sem særir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Bergmann Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Í fyrradag las ég merkilega færslu frá konu sem vildi biðja mig opinberlega afsökunar. Hún skrifaði sem sagt: „...fyrir nokkrum árum, þá komu Baggalútsmenn í settið hjá honum og ég hrósaði þeim á Facebook-síðunni þeirra. En ég var samt frekar leiðinleg sko, ég sagði að þeir hefðu verið jafn skemmtilegir og mér fannst Logi vera óskemmtilegur!“ Það hefur nú margt verra verið sagt um mig og ég man reyndar ekkert eftir þessu. Það er líka tilgangslaust að dvelja við svona lagað. En ég verð samt að viðurkenna að ég hef þann sið, þegar ég sé eitthvað misjafnt um mig á netinu, að læka það. Ég hef greinilega gert það í þetta sinn, því konan skrifaði líka: „Ég vissi því að hann hafði lesið það sem ég skrifaði og það var nóg til þess að gera hnút í maganum sem hefur setið þar í nokkur ár.“ Stundum bæti ég meira að segja við ummælum og segist vera hjartanlega sammála. Bæði af því að mér finnst það fyndið og svo til að fólk átti sig á að það sem það skrifar sést í alvöru. Og getur meira að segja sært. Eftir mörg ár í þessum bransa er ég svo sem kominn með þykkan skráp. Ég hef verið kallaður ýmislegt og sumt hefur verið dónalegt og ruddalegt eða jafnvel bara undarlegt. Þannig er það bara. Eða hvað? Á það kannski ekki að vera þannig? Ég var ánægður með þessa færslu – ekki af því að hún væri afsökunarbeiðni til mín, heldur vegna ástæðunnar fyrir því að konan hafði farið að hugsa um þetta gamla atvik. Hún hafði sem sagt verið að ræða við dóttur sína um framkomu á netinu. Um það hvernig fólk getur sagt ljóta hluti sem enginn þarf að heyra og hvernig vænsta fólk getur breyst í nettröll. Það er enginn að segja að allir verði að vera sammála og allt sé gott og fallegt í heiminum. Það er heilbrigt að vera ósammála og deila um hluti og rökræða. Mér finnst það samt of sjaldan gerast að ummæli við fréttir bæti einhverju við og skilji mann eftir fróðari. Það nefnilega bætir engu við samræður að ausa bara yfir þær súru galli.Þetta er ekki flókiðReglan er í alvöru einföld: Ef þú treystir þér ekki til að segja eitthvað við einhvern, augliti til auglits, þá er rökrétt að gera það ekki heldur á netinu. Þetta er samt regla sem mörgum reynist erfitt að fara eftir, eða kannski hefur sumt fólk einhver önnur viðmið en ég um það hvað er eðlilegt að segja við aðra. Síðasta dæmið af mörgum er umræða um tvær konur sem óskuðu eftir fundi með forsetanum. Það er alveg sjónarmið að slík ósk sé undarleg og jafnvel óviðeigandi og að viðbrögð þeirra við að hafa ekki fengið fundinn umsvifalaust hafi ekki verið alveg eftir bókinni. En gusurnar sem þessar tvær konur hafa fengið yfir sig hafa ekki verið neinum til sóma. Og því spyr ég: Myndi fólk halla sér yfir heita réttinn í fermingarveislunni og segja þeim að þær ættu bara að halda kjafti og mennirnir þeirra séu glæpamenn? Eða hnippa í þær í Krónunni til að benda þeim á að þær séu fávitar og frekjur? Ég held ekki.Hvað með mig?Allt mögulegt gerist í hugsunarleysi (eins og til dæmis að finnast ég ekki skemmtilegur), og til þess að fækka slíkum tilvikum þarf maður að vanda sig og venja sig á að hugsa. Helst áður en maður framkvæmir. Ég veit að það hefur alveg komið fyrir að ég hef farið fram úr mér. Stundum af því ég hef ekki hugsað hlutina til hlítar en kannski oftar af því að ég hef verið að reyna að vera fyndinn. Og jafnvel þá skiptir máli með hvaða hug það er gert. Það á ekki að vera til að reyna að gera lítið úr einhverjum. Frekar að gera grín að einhverju, en jafnvel það getur verið erfitt. Kannski hef ég sært einhvern. Og ég get sagt, í fúlustu alvöru, að það langar mig ekki til að gera. Það er nefnilega svo minniháttar að vera sá sem særir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun