Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Selfoss 29-29 | Jafnt í háspennu leik Guðmundur Marinó Ingvarsson í Hertz-höllinni skrifar 6. mars 2017 21:30 Unglingalandsliðsmennirnir Elvar Örn Jónsson og Aron Dagur Pálsson takast á. vísir/anton Grótta og Selfoss skildu jöfn 29-29 í 21. umferð Olís-deildar karla í handbolta á Seltjarnanesi í kvöld. Selfoss var 15-13 yfir í hálfleik.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Hertz-höllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Ungir og efnilegir leikstjórnendur liðanna stýrðu spilinu vel og var leikurinn heilt yfir vel leikinn þó spennan hafi haft sín áhrif á gæðin undir lokin. Aron Dagur Pálsson hjá Gróttu lék samherja sína vel uppi og Elvar Örn Jónsson stýrði góðu flæði í sóknarleik Selfoss. Fyrir vikið var leikurinn hin besta skemmtun. Grótta skoraði tvö fyrstu mörk leiksins en það var í eina skiptið sem það munaði meira en einu marki á liðunum þar til þrjár mínútur voru til hálfleiks. Selfoss lagði grunninn að forystu sinni í hálfleik með fjórum af sex síðustu mörkum hálfleiksins. Grótta byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst yfir og var með frumkvæðið lengst af seinni hálfleik en bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigur á síðustu mínútunni. Einar Sverrisson fékk fínt færi til að tryggja Selfossi sigurinn en Lárus Helgi Ólafsson varði frá honum áður en leiktíminn rann út. Þetta var aðeins annað stig Selfoss í fimm leikjum eftir að deildin fór af stað eftir frí en liðið er með 18 stig, þremur stigum frá fallsæti. Grótta er í 8. sæti með 16 stig í harðri fimm liða fallbaráttu. Finnur Ingi: Það er ekkert óvart í þessu sporti„Ég hugsa að þetta sé sanngjarnt. Þetta sveiflast til og frá. Við náum ágætis sprett í byrjun seinni hálfleiks og þeir koma til baka,“ sagði Finnur Ingi Stefánsson sem átti góðan leik fyrir Gróttu þrátt fyrir að fá rautt spjald þegar tíu mínútur voru eftir. „Þetta er fram og til baka og það hefði verið djöfullegt ef þeir hefðu skorað í síðustu sókninni. Þeir fá færi til þess og frákastið poppar út í horn. Ég veit ekki af hverju það var enginn þar en það er önnur saga. „Sem betur fer rann þetta en ég held að þetta sé sanngjarnt,“ sagði Finnur. Grótta er nú með stigi meira en tvö neðstu lið deildarinnar í harðri og jafnri fallbaráttu. Liðið hefur þó náð í fimm stig í fimm leikjum eftir jólafrí og lítur ágætlega út. „Við erum innbyrðis á móti Selfossi og það getur talið fyrir rest. Það er fínt. En þetta er svakalegur fimm liða pakki sem Selfoss er komið ofan í núna. „Það er ómögulegt að segja þegar sex leikir eru eftir. Þetta getur farið allavega. Þetta er gott fyrir áhorfandann. „Við höfum verið að bæta okkar leik undanfarið eftir pásuna. Það er svo mikið undir í þessum leik að gæði falla kannski aðeins í kvöld. Lengi framan af voru gæðin ágæt en við vorum að drífa okkur allt of mikið í byrjun leiks, þar á meðal ég. „Ég held að gæðin hafi verið upp á við hjá okkur,“ sagði Finnur sem gat lítið kvartað undan rauða spjaldinu sem hann fékk fyrir að fara aftan í skothöndina á Hergeiri Grímssyni í vinstra horninu hjá Selfossi. „Það er eiginlega ekkert við því að segja. Þetta var eins óvart og það verður en þeir segja að það sé ekkert óvart í sportinu. Við flækjum hendur saman. „Þetta lítur illa út og þeir dæma rautt eftir því. Ég held að það sé lítið við því að segja þó þetta sé grautfúlt þegar það gerist. En hann á skot og skorar og ég vil meina að það sýni aðeins að ég reyndi að forðast snertinguna þegar ég fann að hún hana,“ sagði Finnur Ingi. Einar: Barátta upp á líf og dauða í hverjum leikEinar Sverrisson fékk tækifæri til að skora sitt níunda mark fyrir Selfoss í kvöld rétt áður en leiknum lauk og var að vonum svekktur að hafa ekki stolið báðum stigunum eftir jafnan leik á Nesinu í kvöld. „Djöfull hefði ég viljað bæði stigin. Það hefði verið kærkomið,“ sagði Einar. „Við vorum skrefinu á undan í fyrri hálfleik og þeir í seinni hálfleik og svo var þetta jafnt í restina og hefði getað dottið báðum megin. „Ég fékk fínt skotfæri, Þráinn (Orri Jónsson) var með fjærhornið og Lalli (Lárus Helgi Ólafsson) lagðist í nær. Svo dettur frákastið fyrir hornamanninn okkar og það munar sekúndu. Svona er þetta stundum.“ Þetta var aðeins annað stigið sem Selfoss nær í eftir áramót í fimm leikjum og hefur liðið sogast niður í fimm liða fallbaráttu. „Þetta er einn klumpur þarna neðri hlutinn og hvert stig er dýrmætt. Við tökum þessu stigi þó það hefði verið ennþá betra að taka bæði stigin. „Eftir áramót er þetta búið að vera upp og ofan. Við höfum átt fína kafla en það dugir ekki. Ég vona að þetta sé að koma hjá okkur. „Það er barátta upp á líf og dauða í hverjum leik. Við erum í baráttu um að halda okkur í deildinni,“ sagði stórskyttan að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Grótta og Selfoss skildu jöfn 29-29 í 21. umferð Olís-deildar karla í handbolta á Seltjarnanesi í kvöld. Selfoss var 15-13 yfir í hálfleik.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Hertz-höllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Ungir og efnilegir leikstjórnendur liðanna stýrðu spilinu vel og var leikurinn heilt yfir vel leikinn þó spennan hafi haft sín áhrif á gæðin undir lokin. Aron Dagur Pálsson hjá Gróttu lék samherja sína vel uppi og Elvar Örn Jónsson stýrði góðu flæði í sóknarleik Selfoss. Fyrir vikið var leikurinn hin besta skemmtun. Grótta skoraði tvö fyrstu mörk leiksins en það var í eina skiptið sem það munaði meira en einu marki á liðunum þar til þrjár mínútur voru til hálfleiks. Selfoss lagði grunninn að forystu sinni í hálfleik með fjórum af sex síðustu mörkum hálfleiksins. Grótta byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst yfir og var með frumkvæðið lengst af seinni hálfleik en bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigur á síðustu mínútunni. Einar Sverrisson fékk fínt færi til að tryggja Selfossi sigurinn en Lárus Helgi Ólafsson varði frá honum áður en leiktíminn rann út. Þetta var aðeins annað stig Selfoss í fimm leikjum eftir að deildin fór af stað eftir frí en liðið er með 18 stig, þremur stigum frá fallsæti. Grótta er í 8. sæti með 16 stig í harðri fimm liða fallbaráttu. Finnur Ingi: Það er ekkert óvart í þessu sporti„Ég hugsa að þetta sé sanngjarnt. Þetta sveiflast til og frá. Við náum ágætis sprett í byrjun seinni hálfleiks og þeir koma til baka,“ sagði Finnur Ingi Stefánsson sem átti góðan leik fyrir Gróttu þrátt fyrir að fá rautt spjald þegar tíu mínútur voru eftir. „Þetta er fram og til baka og það hefði verið djöfullegt ef þeir hefðu skorað í síðustu sókninni. Þeir fá færi til þess og frákastið poppar út í horn. Ég veit ekki af hverju það var enginn þar en það er önnur saga. „Sem betur fer rann þetta en ég held að þetta sé sanngjarnt,“ sagði Finnur. Grótta er nú með stigi meira en tvö neðstu lið deildarinnar í harðri og jafnri fallbaráttu. Liðið hefur þó náð í fimm stig í fimm leikjum eftir jólafrí og lítur ágætlega út. „Við erum innbyrðis á móti Selfossi og það getur talið fyrir rest. Það er fínt. En þetta er svakalegur fimm liða pakki sem Selfoss er komið ofan í núna. „Það er ómögulegt að segja þegar sex leikir eru eftir. Þetta getur farið allavega. Þetta er gott fyrir áhorfandann. „Við höfum verið að bæta okkar leik undanfarið eftir pásuna. Það er svo mikið undir í þessum leik að gæði falla kannski aðeins í kvöld. Lengi framan af voru gæðin ágæt en við vorum að drífa okkur allt of mikið í byrjun leiks, þar á meðal ég. „Ég held að gæðin hafi verið upp á við hjá okkur,“ sagði Finnur sem gat lítið kvartað undan rauða spjaldinu sem hann fékk fyrir að fara aftan í skothöndina á Hergeiri Grímssyni í vinstra horninu hjá Selfossi. „Það er eiginlega ekkert við því að segja. Þetta var eins óvart og það verður en þeir segja að það sé ekkert óvart í sportinu. Við flækjum hendur saman. „Þetta lítur illa út og þeir dæma rautt eftir því. Ég held að það sé lítið við því að segja þó þetta sé grautfúlt þegar það gerist. En hann á skot og skorar og ég vil meina að það sýni aðeins að ég reyndi að forðast snertinguna þegar ég fann að hún hana,“ sagði Finnur Ingi. Einar: Barátta upp á líf og dauða í hverjum leikEinar Sverrisson fékk tækifæri til að skora sitt níunda mark fyrir Selfoss í kvöld rétt áður en leiknum lauk og var að vonum svekktur að hafa ekki stolið báðum stigunum eftir jafnan leik á Nesinu í kvöld. „Djöfull hefði ég viljað bæði stigin. Það hefði verið kærkomið,“ sagði Einar. „Við vorum skrefinu á undan í fyrri hálfleik og þeir í seinni hálfleik og svo var þetta jafnt í restina og hefði getað dottið báðum megin. „Ég fékk fínt skotfæri, Þráinn (Orri Jónsson) var með fjærhornið og Lalli (Lárus Helgi Ólafsson) lagðist í nær. Svo dettur frákastið fyrir hornamanninn okkar og það munar sekúndu. Svona er þetta stundum.“ Þetta var aðeins annað stigið sem Selfoss nær í eftir áramót í fimm leikjum og hefur liðið sogast niður í fimm liða fallbaráttu. „Þetta er einn klumpur þarna neðri hlutinn og hvert stig er dýrmætt. Við tökum þessu stigi þó það hefði verið ennþá betra að taka bæði stigin. „Eftir áramót er þetta búið að vera upp og ofan. Við höfum átt fína kafla en það dugir ekki. Ég vona að þetta sé að koma hjá okkur. „Það er barátta upp á líf og dauða í hverjum leik. Við erum í baráttu um að halda okkur í deildinni,“ sagði stórskyttan að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn