Birta gögn sem eiga að sýna hvernig CIA hakkaði sig inn í síma, tölvur og sjónvörp Birgir Olgeirsson skrifar 7. mars 2017 19:30 CIA á að hafa hlerað almenning í gegnum iPhone, Android og Samsung-sjónvörp. Vísir/EPA Uppljóstrunarsamtökin Wikileaks hefur birt gögn sem eru sögð sýna hvernig leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, njósnar um almenning. Er lekinn nefndur Vault 7: CIA Hacking Tools Revealed Um er að ræða spilliforrit sem er beint að öllum helstu stýrikerfum, þar á meðal Windows, Android, iOS, OSX og Linux. Veita þessi spilliforrit leyniþjónustunni því aðgang að tölvum og símum almennings.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir CIA hafa hannað eitthvað af þessum forritum en tekið er fram að breska leyniþjónustan hafi tekið þátt í að þróa njósnabúnað sem veitir aðgang að Samsung-sjónvörpum. BBC segir talskonu CIA ekki hafa viljað tjá sig um málið.Snowden segir lekann stórmál Uppljóstrarinn Edward Snowden, sem sjálfur hefur lekið upplýsingum um hvernig bandaríska þjóðaröryggisstofnunin NSA hleraði almenning, segir þennan leka Wikileaks vera stórmál. Wikileaks segir þann sem kom þessum upplýsingum á framfæri hafa viljað opna umræðu um hvort CIA hafi farið fram úr sér þegar kemur að njósnum um almenning.Notuðu sjónvörpin til að hlera samtöl Í gögnum er greint frá því að sú aðgerð CIA að reyna að komast inn í Samsung-sjónvörp hafi verið nefnd Weeping Angel. Á CIA að hafa hannað forrit sem lætur líta út fyrir að slökkt sé á sjónvarpinu. Þannig á CIA að geta tekið upp hljóð úr sjónvarpinu án þess að eigendurnir verða þess varir. Um leið og þeir kveiktu aftur á sjónvarpinu sendi forritið þessar upptökur til CIA-gagnvera. Wikileaks heldur því einnig fram að CIA hafi nýtt sér öryggisgalla í Android-símum og þannig geta komist í samtöl sem áttu sér stað á Whatsapp, Signal, Telegram og Weibo. Þá á CIA einnig að hafa náð að lesa smáskilaboð með þessum hætti.Sérhæfður hópur til að komast í iPhone Því er einnig haldið fram að CIA hafi sett af stað sérhæfðan hóp sem átti að komast í iPhone-síma og iPad-spjaldtölvur, þannig að hægt væri að sjá nákvæma staðsetningu eigenda slíkra tækja, kveikja á myndavélum og hljóðnemum þeirra og lesa texta skilaboð. Þá kemur einnig fram að CIA hafi reynt að finna leiðir til að komast inn í tölvukerfi bíla. CIA á einnig að hafa fundið leið til að komast inn í tölvur sem voru ekki tengdar við internetið eða önnur kerfi. Það á að hafa verið gert með því að fela gögn í myndum og öðrum skjölum. CIA mun einnig hafa hannað búnað sem átti að komast inn í tölvutæki í gegnum vírusvarnir þeirra. Wikileaks segir þennan leka vera þann fyrsta af mörgum um þær aðferðir sem CIA notar til að njósna. Wikileaks bendir á að þessar upplýsingar hafi farið á milli tölvuhakkara sem áður unnu fyrir bandarísk yfirvöld.Still working through the publication, but what @Wikileaks has here is genuinely a big deal. Looks authentic.— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 If you're writing about the CIA/@Wikileaks story, here's the big deal: first public evidence USG secretly paying to keep US software unsafe. pic.twitter.com/kYi0NC2mOp— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 The CIA reports show the USG developing vulnerabilities in US products, then intentionally keeping the holes open. Reckless beyond words.— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 Why is this dangerous? Because until closed, any hacker can use the security hole the CIA left open to break into any iPhone in the world. https://t.co/xK0aILAdFI— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 Evidence mounts showing CIA & FBI knew about catastrophic weaknesses in the most-used smartphones in America, but kept them open -- to spy. https://t.co/mDyVred3H8— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Uppljóstrunarsamtökin Wikileaks hefur birt gögn sem eru sögð sýna hvernig leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, njósnar um almenning. Er lekinn nefndur Vault 7: CIA Hacking Tools Revealed Um er að ræða spilliforrit sem er beint að öllum helstu stýrikerfum, þar á meðal Windows, Android, iOS, OSX og Linux. Veita þessi spilliforrit leyniþjónustunni því aðgang að tölvum og símum almennings.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir CIA hafa hannað eitthvað af þessum forritum en tekið er fram að breska leyniþjónustan hafi tekið þátt í að þróa njósnabúnað sem veitir aðgang að Samsung-sjónvörpum. BBC segir talskonu CIA ekki hafa viljað tjá sig um málið.Snowden segir lekann stórmál Uppljóstrarinn Edward Snowden, sem sjálfur hefur lekið upplýsingum um hvernig bandaríska þjóðaröryggisstofnunin NSA hleraði almenning, segir þennan leka Wikileaks vera stórmál. Wikileaks segir þann sem kom þessum upplýsingum á framfæri hafa viljað opna umræðu um hvort CIA hafi farið fram úr sér þegar kemur að njósnum um almenning.Notuðu sjónvörpin til að hlera samtöl Í gögnum er greint frá því að sú aðgerð CIA að reyna að komast inn í Samsung-sjónvörp hafi verið nefnd Weeping Angel. Á CIA að hafa hannað forrit sem lætur líta út fyrir að slökkt sé á sjónvarpinu. Þannig á CIA að geta tekið upp hljóð úr sjónvarpinu án þess að eigendurnir verða þess varir. Um leið og þeir kveiktu aftur á sjónvarpinu sendi forritið þessar upptökur til CIA-gagnvera. Wikileaks heldur því einnig fram að CIA hafi nýtt sér öryggisgalla í Android-símum og þannig geta komist í samtöl sem áttu sér stað á Whatsapp, Signal, Telegram og Weibo. Þá á CIA einnig að hafa náð að lesa smáskilaboð með þessum hætti.Sérhæfður hópur til að komast í iPhone Því er einnig haldið fram að CIA hafi sett af stað sérhæfðan hóp sem átti að komast í iPhone-síma og iPad-spjaldtölvur, þannig að hægt væri að sjá nákvæma staðsetningu eigenda slíkra tækja, kveikja á myndavélum og hljóðnemum þeirra og lesa texta skilaboð. Þá kemur einnig fram að CIA hafi reynt að finna leiðir til að komast inn í tölvukerfi bíla. CIA á einnig að hafa fundið leið til að komast inn í tölvur sem voru ekki tengdar við internetið eða önnur kerfi. Það á að hafa verið gert með því að fela gögn í myndum og öðrum skjölum. CIA mun einnig hafa hannað búnað sem átti að komast inn í tölvutæki í gegnum vírusvarnir þeirra. Wikileaks segir þennan leka vera þann fyrsta af mörgum um þær aðferðir sem CIA notar til að njósna. Wikileaks bendir á að þessar upplýsingar hafi farið á milli tölvuhakkara sem áður unnu fyrir bandarísk yfirvöld.Still working through the publication, but what @Wikileaks has here is genuinely a big deal. Looks authentic.— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 If you're writing about the CIA/@Wikileaks story, here's the big deal: first public evidence USG secretly paying to keep US software unsafe. pic.twitter.com/kYi0NC2mOp— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 The CIA reports show the USG developing vulnerabilities in US products, then intentionally keeping the holes open. Reckless beyond words.— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 Why is this dangerous? Because until closed, any hacker can use the security hole the CIA left open to break into any iPhone in the world. https://t.co/xK0aILAdFI— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 Evidence mounts showing CIA & FBI knew about catastrophic weaknesses in the most-used smartphones in America, but kept them open -- to spy. https://t.co/mDyVred3H8— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira