Citroën með jeppling byggðan á C3 Finnur Thorlacius skrifar 8. mars 2017 10:16 Citroën C-Aircross. Margir nýir bílar verða sýndir á komandi bílasýningu í Genf og einn þeirra er þessi upphækkaði Citroën C3 og hefur Citroën gefið honum nafnið C-Aircross Concept. Þessi bíll smellur akkúrat í flokk þeirra bíla sem hvað vinsælastir eru í heiminum í dag, þ.e. smár jepplingur. Þessi tilraunabíll er með vængjahurðum og engum hliðarspeglum, heldur myndavélum inní bílnum í þeirra stað. Hann er heldur ekki með neina B-pósta og á það að tryggja auðveldara aðgengi fyrir aftursætisfarþega. Innanrýmið er fullt af bleiklituðum innsetningum, líkt og á ytra byrði bílsins og þakið er úr gleri. Mjög er vandað til innréttingarinnar og meðal annars eru sæti bílsins stöguð og í mælaborðinu eru nánast engir takkar og því flestu stjórnað á aðgerðaskjá. Bíllinn stendur á 18 tommu felgum, en hann er aðeins framhjóladrifinn svo hann mun ekki mikið glíma við torfærurnar og er eiginlega svokallaður borgarjepplingur. Hönnun bílsins tók mið af góðu loftflæði og á hann að vera með mjög lága loftmótsstöðu. Framúrstefnuleg innrétting. Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent
Margir nýir bílar verða sýndir á komandi bílasýningu í Genf og einn þeirra er þessi upphækkaði Citroën C3 og hefur Citroën gefið honum nafnið C-Aircross Concept. Þessi bíll smellur akkúrat í flokk þeirra bíla sem hvað vinsælastir eru í heiminum í dag, þ.e. smár jepplingur. Þessi tilraunabíll er með vængjahurðum og engum hliðarspeglum, heldur myndavélum inní bílnum í þeirra stað. Hann er heldur ekki með neina B-pósta og á það að tryggja auðveldara aðgengi fyrir aftursætisfarþega. Innanrýmið er fullt af bleiklituðum innsetningum, líkt og á ytra byrði bílsins og þakið er úr gleri. Mjög er vandað til innréttingarinnar og meðal annars eru sæti bílsins stöguð og í mælaborðinu eru nánast engir takkar og því flestu stjórnað á aðgerðaskjá. Bíllinn stendur á 18 tommu felgum, en hann er aðeins framhjóladrifinn svo hann mun ekki mikið glíma við torfærurnar og er eiginlega svokallaður borgarjepplingur. Hönnun bílsins tók mið af góðu loftflæði og á hann að vera með mjög lága loftmótsstöðu. Framúrstefnuleg innrétting.
Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent