Arctic Trucks breyttur Nissan Navara Finnur Thorlacius skrifar 20. febrúar 2017 09:17 Stæðilegur bíll Nissan Navara breyttur af Arctic Trucks. Arctic Trucks hefur á undanförnum mánuðum unnið að því að breyta Nissan Navara bílnum og notast við efni til breytinga að mestu frá Nissan. Navara er í grunninn vel útbúinn til breytinga, hann kemur með fjölarma gormafjöðrun frá framleiðanda og vélin er 2,3 lítra dísilvél, 190 hestafla sem drífur hann mjög vel áfram þrátt fyrir dekkjastærðina. Þeir sem leggja leið sína til BL gefst nú kostur á að reynsluaka Navara í þessari nýju AT38 útgáfu. Íhlutirnir til stækkunar á framdrifinu, sem verður eftir breytingu 8,5 tommur, kemur frá Nissan í Ameríku og passa beint í framdrifið á Navara. Eftir breytinguna á framdrifinu er undirvagninn orðinn með því sterkasta sem völ er á. "Við erum mjög ánægðir með útkomuna og ljóst að þessi nýja útgáfa af Navara er heppilegur bíll til breytinga“ segir Loftur Ágústsson markaðsstjóri BL. Navara pallbíllinn kemur með driflæsingu að aftan frá framleiðanda en Arctic Trucks setti síðan ARB loftlæsingu í framdrifið. Fjörðunin að framan og aftan hefur verið lengd með FOX Performance dempurum sem bæta aksturseiginleika við erfiðar aðstæður og auðvelda ökumanni að beita bílnum að fullu afli. „Við erum bæði spenntir og stoltir að kynna þessa nýju AT38 útfærslu af Navara. Við höfum undanfarið lagt mikla áherslu á að kynna þennan nýja bíl sem hefur hlotið lof þeirra sem til þekkja og nægir að nefna að hann var valinn af íslenskum bílablaðamönnum bíll ársins í sínum flokki 2017 auk þess sem hann sigraði í sparaksturskeppni FÍB í sumar. Og nú ætlum við bjóða fólki að koma og reynsluaka Navara í alvöru jeppa útfærslu“ sagði Loftur að lokum.Fær í flestan sjó. Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent
Arctic Trucks hefur á undanförnum mánuðum unnið að því að breyta Nissan Navara bílnum og notast við efni til breytinga að mestu frá Nissan. Navara er í grunninn vel útbúinn til breytinga, hann kemur með fjölarma gormafjöðrun frá framleiðanda og vélin er 2,3 lítra dísilvél, 190 hestafla sem drífur hann mjög vel áfram þrátt fyrir dekkjastærðina. Þeir sem leggja leið sína til BL gefst nú kostur á að reynsluaka Navara í þessari nýju AT38 útgáfu. Íhlutirnir til stækkunar á framdrifinu, sem verður eftir breytingu 8,5 tommur, kemur frá Nissan í Ameríku og passa beint í framdrifið á Navara. Eftir breytinguna á framdrifinu er undirvagninn orðinn með því sterkasta sem völ er á. "Við erum mjög ánægðir með útkomuna og ljóst að þessi nýja útgáfa af Navara er heppilegur bíll til breytinga“ segir Loftur Ágústsson markaðsstjóri BL. Navara pallbíllinn kemur með driflæsingu að aftan frá framleiðanda en Arctic Trucks setti síðan ARB loftlæsingu í framdrifið. Fjörðunin að framan og aftan hefur verið lengd með FOX Performance dempurum sem bæta aksturseiginleika við erfiðar aðstæður og auðvelda ökumanni að beita bílnum að fullu afli. „Við erum bæði spenntir og stoltir að kynna þessa nýju AT38 útfærslu af Navara. Við höfum undanfarið lagt mikla áherslu á að kynna þennan nýja bíl sem hefur hlotið lof þeirra sem til þekkja og nægir að nefna að hann var valinn af íslenskum bílablaðamönnum bíll ársins í sínum flokki 2017 auk þess sem hann sigraði í sparaksturskeppni FÍB í sumar. Og nú ætlum við bjóða fólki að koma og reynsluaka Navara í alvöru jeppa útfærslu“ sagði Loftur að lokum.Fær í flestan sjó.
Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent