Á Lamborghini Huracan nú metið á Nürburgring? Finnur Thorlacius skrifar 20. febrúar 2017 10:43 Sögur herma að Lamborghini Huracan hafi bætt met Porsche 918 Spyder á Nürburgring brautinni í flokki fjöldaframleiddra bíla. Það þýðir að Lamborghini Huracan bíllinn hafi farið þessa 20 km löngu braut á styttri tíma en 6 mínútum og 57 sekúndum. Lamborghini hefur ekki sagt frá þessari metbætingu enn, en til stendur að gera það á fimmtudaginn næsta og þá með pompi og prakt. Það verður semsagt rétt fyrir bílasýninguna í Genf, en nýi Lamborghini Huracan bíllinn mun verða til sýnis á bílasýningunni. Nýr Huracan hefur bæði lést og bætt við sig afli, en að auki hefur loftflæði bílsins verið bætt til muna. Með því er hann orðinn talsvert hæfari til brautaraksturs en forverinn og það sést á þessari metbætingu. Það þarf nefnilega nokkuð mikið til að bæta hraðamet ofurbílsins Porsche 918 Spyder með sín 887 hestöfl. Nýr Huracan hefur einnig fengið nýtt og betra pústkerfi, öflugri bremsur, hraðari sjálfskiptingu og betri dekk. Hér að ofan má sjá þegar nýr Huracan var reyndur til fulls á Nürburgring brautinni fyrir skömmu, en myndirnar náðust af forvitnum áhorfendum. Við þessar æfingar náðist metið athygliverða. Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent
Sögur herma að Lamborghini Huracan hafi bætt met Porsche 918 Spyder á Nürburgring brautinni í flokki fjöldaframleiddra bíla. Það þýðir að Lamborghini Huracan bíllinn hafi farið þessa 20 km löngu braut á styttri tíma en 6 mínútum og 57 sekúndum. Lamborghini hefur ekki sagt frá þessari metbætingu enn, en til stendur að gera það á fimmtudaginn næsta og þá með pompi og prakt. Það verður semsagt rétt fyrir bílasýninguna í Genf, en nýi Lamborghini Huracan bíllinn mun verða til sýnis á bílasýningunni. Nýr Huracan hefur bæði lést og bætt við sig afli, en að auki hefur loftflæði bílsins verið bætt til muna. Með því er hann orðinn talsvert hæfari til brautaraksturs en forverinn og það sést á þessari metbætingu. Það þarf nefnilega nokkuð mikið til að bæta hraðamet ofurbílsins Porsche 918 Spyder með sín 887 hestöfl. Nýr Huracan hefur einnig fengið nýtt og betra pústkerfi, öflugri bremsur, hraðari sjálfskiptingu og betri dekk. Hér að ofan má sjá þegar nýr Huracan var reyndur til fulls á Nürburgring brautinni fyrir skömmu, en myndirnar náðust af forvitnum áhorfendum. Við þessar æfingar náðist metið athygliverða.
Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent