Hrun í sölu stærri fólksbíla í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 21. febrúar 2017 09:02 Toyota Camry mun væntanlega missa titilinn söluhæsti fólksbíllinn í Bandaríkjunum á þessu ári, eftir 15 ár á toppnum. Í Bandaríkjunum heldur áfram sú þróun að jeppar, jepplingar og litlir fólksbílar seljast grimmt á kostnað stærri fólksbíla. Sem dæmi má nefna að í janúar á þessu ári seldust fjórar gerðir jepplinga og tveir minni fólksbílar meira en söluhæsti fólksbíllinn til fjölmargra ára, Toyota Camry. Camry hefur haldið titlinum söluhæsti fólksbíll Bandaríkjanna samfellt í 15 ár, en nú þetta árið gæti orðið breyting á því. Toyota Corolla og Honda Civic seldust báðir betur en Toyota Camry í janúar. Minnstu fólksbílarnir sem seldir eru vestanhafs, þ.e. bílar eins og Ford Fiesta, Hyundai Accent, Toyota Yaris og Chevrolet Cruze náðu allir yfir 40% söluaukningu í janúar og hin pínulitli Chevrolet Spark náði 51% aukningu í sölu. Svo virðist sem að aukningin í jepplinga- og jeppasölu bitni aðallega á sölu stærri fólksbíla, ekki þeirra minnstu, sem kosta mjög lítið í Bandaríkjunum. Margir þeirra eru framleiddir í láglaunalöndum eins og Mexíkó og það tryggir afar lágt verð. Heildarbílasalan í Bandaríkjunum í janúar var 1,9% undir sölunni frá sama mánuði í fyrra. Þessi niðurstaða, þó neikvæð sé, er samt betri en margir sérfræðingar um bílasölu áttu von á fyrirfram. Almennt er spáð nokkurri kólnun í bílasölu í Bandaríkjunum í ár, eftir algjört metsöluár í fyrra. Jeppar, pallbílar og jepplingar voru 64% af sölunni í janúar og fór hlutfall þeirra upp frá 60,7% í fyrra. Góð sala var í jepplingum eins og Honda C-RV og Toyota RAV4 og seldust fleiri RAV4 en Toyota Camry í janúar. Allt eins má búast við að RAV4 slái Camry við í sölu í ár vestra. Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent
Í Bandaríkjunum heldur áfram sú þróun að jeppar, jepplingar og litlir fólksbílar seljast grimmt á kostnað stærri fólksbíla. Sem dæmi má nefna að í janúar á þessu ári seldust fjórar gerðir jepplinga og tveir minni fólksbílar meira en söluhæsti fólksbíllinn til fjölmargra ára, Toyota Camry. Camry hefur haldið titlinum söluhæsti fólksbíll Bandaríkjanna samfellt í 15 ár, en nú þetta árið gæti orðið breyting á því. Toyota Corolla og Honda Civic seldust báðir betur en Toyota Camry í janúar. Minnstu fólksbílarnir sem seldir eru vestanhafs, þ.e. bílar eins og Ford Fiesta, Hyundai Accent, Toyota Yaris og Chevrolet Cruze náðu allir yfir 40% söluaukningu í janúar og hin pínulitli Chevrolet Spark náði 51% aukningu í sölu. Svo virðist sem að aukningin í jepplinga- og jeppasölu bitni aðallega á sölu stærri fólksbíla, ekki þeirra minnstu, sem kosta mjög lítið í Bandaríkjunum. Margir þeirra eru framleiddir í láglaunalöndum eins og Mexíkó og það tryggir afar lágt verð. Heildarbílasalan í Bandaríkjunum í janúar var 1,9% undir sölunni frá sama mánuði í fyrra. Þessi niðurstaða, þó neikvæð sé, er samt betri en margir sérfræðingar um bílasölu áttu von á fyrirfram. Almennt er spáð nokkurri kólnun í bílasölu í Bandaríkjunum í ár, eftir algjört metsöluár í fyrra. Jeppar, pallbílar og jepplingar voru 64% af sölunni í janúar og fór hlutfall þeirra upp frá 60,7% í fyrra. Góð sala var í jepplingum eins og Honda C-RV og Toyota RAV4 og seldust fleiri RAV4 en Toyota Camry í janúar. Allt eins má búast við að RAV4 slái Camry við í sölu í ár vestra.
Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent