Fjórða bílgerð Range Rover Finnur Thorlacius skrifar 22. febrúar 2017 10:01 Range Rover Velar. Fram að þessu hefur Range Rover aðeins framleitt þrjár bílgerðir, hefðbundinn Range Rover, Range Rover Sport og Range Rover Evoque. Nú hefur fyrirtækið hinsvegar bætt við fjórðu gerðinni sem fær nafnið Velar. Þessi nýi bíll verður frumsýndur þann 1. mars, nokkrum dögum fyrir bílasýninguna í Genf, en búast má við því að hann verði almenningi til sýnir á sýningunni. Range Rover Velar er á milli Range Rover Sport og Range Rover Evoque hvað stærð varðar. Bíllinn situr á sama undirvagni og Jaguar F-Pace jeppinn, en Jaguar er systurfyrirtæki Land Rover og bæði fyrirtækin í eigu hins indverska bílaframleiðanda Tata. Velar nafnið er fengið frá prótótýpunni af fyrstu gerð Range Rover bílsins frá árinu 1969. Velar nafnið er hinsvegar dregið af latínuorðini “velare” sem þýðir falinn. Vissulega er bíllinn útlitslega enn að mestu falinn almenningi, en það mun breytast 1. mars. Á myndinni hér að ofan sést afturhluti bílsins, en eftir aðeins viku verður hulunni svipt. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent
Fram að þessu hefur Range Rover aðeins framleitt þrjár bílgerðir, hefðbundinn Range Rover, Range Rover Sport og Range Rover Evoque. Nú hefur fyrirtækið hinsvegar bætt við fjórðu gerðinni sem fær nafnið Velar. Þessi nýi bíll verður frumsýndur þann 1. mars, nokkrum dögum fyrir bílasýninguna í Genf, en búast má við því að hann verði almenningi til sýnir á sýningunni. Range Rover Velar er á milli Range Rover Sport og Range Rover Evoque hvað stærð varðar. Bíllinn situr á sama undirvagni og Jaguar F-Pace jeppinn, en Jaguar er systurfyrirtæki Land Rover og bæði fyrirtækin í eigu hins indverska bílaframleiðanda Tata. Velar nafnið er fengið frá prótótýpunni af fyrstu gerð Range Rover bílsins frá árinu 1969. Velar nafnið er hinsvegar dregið af latínuorðini “velare” sem þýðir falinn. Vissulega er bíllinn útlitslega enn að mestu falinn almenningi, en það mun breytast 1. mars. Á myndinni hér að ofan sést afturhluti bílsins, en eftir aðeins viku verður hulunni svipt.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent