Forstjóri Nissan stígur úr forstjórastóli Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2017 09:44 Carlos Ghosn. Carlos Ghosn, er gegnt hefur forstjórastarfi bílaframleiðandans Nissan í tvo áratugi mun stíga úr forstjórastóli þann 1. apríl, eða eftir aðeins 6 daga. Carlos Ghosn hefur þó einnig gegnt forstjórastarfi hjá Renault og nýlega einnig Mitsubishi og mun halda því áfram. Renault-Nissan keypti á síðasta ári 34% hlut í Mitsubishi og við það tók Carlos Ghosn við stjórnartaumunum þar og var með því orðinn forstjóri þriggja þekktra bílaframleiðenda. Ghosn mun áfram gegna stjórnarformennsku í Nissan, svo segja má að hann hafi langt í frá stigið til hliðar í rekstri þessara þriggja bílaframleiðenda, heldur mun hann einungis gefa því stjórnunarteymi, sem hann hefur á tveimur áratugum sett saman hjá Nissan, lausan tauminn við rekstur þess. Með þessari breytingu getur Ghosn betur einbeitt sér að vanda Mitsubishi og samnýtingu þekkingar þar við hin tvö bílafyrirtækin. Það verður Hiroto Saikawa sem var aðstoðarforstjóri Ghosn sem sest í forstjórastól Nissan. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent
Carlos Ghosn, er gegnt hefur forstjórastarfi bílaframleiðandans Nissan í tvo áratugi mun stíga úr forstjórastóli þann 1. apríl, eða eftir aðeins 6 daga. Carlos Ghosn hefur þó einnig gegnt forstjórastarfi hjá Renault og nýlega einnig Mitsubishi og mun halda því áfram. Renault-Nissan keypti á síðasta ári 34% hlut í Mitsubishi og við það tók Carlos Ghosn við stjórnartaumunum þar og var með því orðinn forstjóri þriggja þekktra bílaframleiðenda. Ghosn mun áfram gegna stjórnarformennsku í Nissan, svo segja má að hann hafi langt í frá stigið til hliðar í rekstri þessara þriggja bílaframleiðenda, heldur mun hann einungis gefa því stjórnunarteymi, sem hann hefur á tveimur áratugum sett saman hjá Nissan, lausan tauminn við rekstur þess. Með þessari breytingu getur Ghosn betur einbeitt sér að vanda Mitsubishi og samnýtingu þekkingar þar við hin tvö bílafyrirtækin. Það verður Hiroto Saikawa sem var aðstoðarforstjóri Ghosn sem sest í forstjórastól Nissan.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent