680 hestafla Panamera í Genf Finnur Thorlacius skrifar 24. febrúar 2017 09:46 Porsche mun sýna nýjustu gerð Panamera fólksbíls síns á bílasýningunni í Genf og þar fer öflugasta Panamera sem Porsche hefur nokkru sinni framleitt. Bíllinn ber nafnið Porsche Panamera Turbo S E-Hybrid og skartar 680 hestöflum sem sprautast til allra hjóla bílsins. Bíllinn er með 550 hestafla V8 vél og 136 hestafla rafmótora og með öllu þessu afli er bíllinn 3,2 sekúndur í hundraðið. Býsna gott fyrir svo stóran fjölskyldubíl. Hamarkshraðinn er 309 km/klst. Átta gíra sjálfskipting með tveimur kúplingum tengist aflrásinni og bíllinn er með loftpúðafjöðrun, keamik bremsum og Sport Chrono pakkanum. Eins og geta má sér til er öll þessi dýrð ekki ódýr en bíllinn kostar rétt ríflega 20 milljóniur króna, en einnig má fá lenda gerð bílsins og leggja til eina milljón til viðbótar. Almenningi býðst þessi lúxuskerra til kaups frá og með enda þessa árs. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent
Porsche mun sýna nýjustu gerð Panamera fólksbíls síns á bílasýningunni í Genf og þar fer öflugasta Panamera sem Porsche hefur nokkru sinni framleitt. Bíllinn ber nafnið Porsche Panamera Turbo S E-Hybrid og skartar 680 hestöflum sem sprautast til allra hjóla bílsins. Bíllinn er með 550 hestafla V8 vél og 136 hestafla rafmótora og með öllu þessu afli er bíllinn 3,2 sekúndur í hundraðið. Býsna gott fyrir svo stóran fjölskyldubíl. Hamarkshraðinn er 309 km/klst. Átta gíra sjálfskipting með tveimur kúplingum tengist aflrásinni og bíllinn er með loftpúðafjöðrun, keamik bremsum og Sport Chrono pakkanum. Eins og geta má sér til er öll þessi dýrð ekki ódýr en bíllinn kostar rétt ríflega 20 milljóniur króna, en einnig má fá lenda gerð bílsins og leggja til eina milljón til viðbótar. Almenningi býðst þessi lúxuskerra til kaups frá og með enda þessa árs.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent