Bjór í búðir óttar guðmundsson skrifar 25. febrúar 2017 10:00 Takmarkað aðgengi að áfengi á Íslandi er mikið vandamál. Núverandi fyrirkomulag byggir á þeirri skoðun að neyslan aukist með auknu framboði og frjálsræði. Margir hafa þurft að neita sér um hvítvín með þriðjudags-ýsunni eða rauðvín með miðvikudags-kássunni af því að þeir komust ekki í ríkið fyrir lokun. Knattspyrnuáhugamenn hafa setið bjórlausir yfir skemmtilegum mánudagsleikjum. Íslenskir ferðalangar í útlöndum hafa notið þess að geta keypt sér pela af vodka eða pott af bjór í vegasjoppu eða matvöruverslun. Þetta hefur stuðlað að sérlega siðfágaðri umgengni við áfengi á erlendri grund eins og allir leiðsögumenn íslenskra ferðalanga geta vitnað um. Nú eru bjartari tímar í nánd. Þingmenn vilja hverfa frá skandinavískri aðhaldsstefnu og gefa áfengissöluna frjálsa í öllum matvöruverslunum. Drykkjan gæti mögulega aukist og þau vandamál sem af henni hljótast. En það er ljós í mykrinu. Hvergi á nágrannalöndunum er viðlíka framboð af meðferð fyrir alkóhólista og aðra fíkla og á Íslandi. SÁÁ, Landspítalinn, Samhjálp og Krýsuvíkursamtökin reka öll ágæt meðferðarheimili. Liðlega 160 legurými eru eyrnamerkt þessum hópi sjúklinga auk öflugra göngudeilda og fjölmargra AA-funda. Þetta er meiri meðferð en boðið er uppá í Kaupmannahöfn, Berlín eða París, þar sem mannfjöldinn er talsvert meiri. Gríðarlegar framfarir hafa átt sér stað í lifrar- og brisígræðslum ef þessi líffæri skyldu skemmast. Nú þarf ekkert íslensk heimili nokkru sinni að neita sér um áfengi vegna íhaldssemi stjórnvalda. Íslenska heilbrigðisferðarkerfið er það öflugasta í heimi og getur áreynslulaust leyst öll áfengistengd vandamál. Auðvitað reddast þetta allt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Takmarkað aðgengi að áfengi á Íslandi er mikið vandamál. Núverandi fyrirkomulag byggir á þeirri skoðun að neyslan aukist með auknu framboði og frjálsræði. Margir hafa þurft að neita sér um hvítvín með þriðjudags-ýsunni eða rauðvín með miðvikudags-kássunni af því að þeir komust ekki í ríkið fyrir lokun. Knattspyrnuáhugamenn hafa setið bjórlausir yfir skemmtilegum mánudagsleikjum. Íslenskir ferðalangar í útlöndum hafa notið þess að geta keypt sér pela af vodka eða pott af bjór í vegasjoppu eða matvöruverslun. Þetta hefur stuðlað að sérlega siðfágaðri umgengni við áfengi á erlendri grund eins og allir leiðsögumenn íslenskra ferðalanga geta vitnað um. Nú eru bjartari tímar í nánd. Þingmenn vilja hverfa frá skandinavískri aðhaldsstefnu og gefa áfengissöluna frjálsa í öllum matvöruverslunum. Drykkjan gæti mögulega aukist og þau vandamál sem af henni hljótast. En það er ljós í mykrinu. Hvergi á nágrannalöndunum er viðlíka framboð af meðferð fyrir alkóhólista og aðra fíkla og á Íslandi. SÁÁ, Landspítalinn, Samhjálp og Krýsuvíkursamtökin reka öll ágæt meðferðarheimili. Liðlega 160 legurými eru eyrnamerkt þessum hópi sjúklinga auk öflugra göngudeilda og fjölmargra AA-funda. Þetta er meiri meðferð en boðið er uppá í Kaupmannahöfn, Berlín eða París, þar sem mannfjöldinn er talsvert meiri. Gríðarlegar framfarir hafa átt sér stað í lifrar- og brisígræðslum ef þessi líffæri skyldu skemmast. Nú þarf ekkert íslensk heimili nokkru sinni að neita sér um áfengi vegna íhaldssemi stjórnvalda. Íslenska heilbrigðisferðarkerfið er það öflugasta í heimi og getur áreynslulaust leyst öll áfengistengd vandamál. Auðvitað reddast þetta allt.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun