Orri Freyr: Varnarleikurinn er lykillinn að öllum sigrum Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. febrúar 2017 19:45 Bræðurnir Orri Freyr Gíslason og Ýmir Örn Gíslason áttu flottan leik í vörn Valsmanna sem vörðu bikarmeistaratitilinn í gær með 26-22 sigri á Aftureldingu í Laugardalshöllinni en þetta var tíundi bikarmeistaratitill Valsmanna. Aðeins vika er síðan liðið lék tvo leiki á skömmum tíma í Áskorendabikar Evrópu í handbolta en leikirnir fóru fram í Svartfjallalandi og slógu Valsmenn RK Partizan út á heimavelli þeirra. Guðjón Guðmundsson ræddi við þá bræðurna í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Fyrst og fremst er það kollurinn sem skilar þessu en svo var þetta frábærlega sett upp hjá þjálfurunum og það voru allir tilbúnir í þetta. Það voru allir að vinna að sama markmiðinu að vinna leikina og að komast sem lengst. Við erum með samheldinn hóp sem er tilbúinn að tækla hvaða vandamál sem er saman ,“ sagði Orri Freyr.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Valur 22-26 | Tíundi bikartitill Valsmanna Bræðurnir gáfu ekkert eftir í varnarleiknum í Höllinni. „Varnarleikur er lykillinn að öllum sigrum, sumir segja að sóknir vinni titla en ég er ósammála því. Það eru varnirnar sem vinna titla,“ sagði Orri en Ými þykir bardaginn í vörninni skemmtilegur. „Það er það skemmtilegasta að vera í vörninni, þegar einhver kemur að manni og maður nær að stoppa hann. Það er æðisleg tilfinning,“ sagði Ýmir sem segir það gott að spila með bróðir sínum. „Það er nokkuð gott að hafa hann þarna, yfirleitt hefur hann rétt fyrir sér en þó ekki alltaf. Þá hlustar maður á hann en maður er duglegur að láta hann heyra það ef hann hefur rangt fyrir sér,“ sagði Ýmir en þriðji bróðirinn varð bikarmeistari með þriðja flokk Valsmanna í dag. Olís-deild karla Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Bræðurnir Orri Freyr Gíslason og Ýmir Örn Gíslason áttu flottan leik í vörn Valsmanna sem vörðu bikarmeistaratitilinn í gær með 26-22 sigri á Aftureldingu í Laugardalshöllinni en þetta var tíundi bikarmeistaratitill Valsmanna. Aðeins vika er síðan liðið lék tvo leiki á skömmum tíma í Áskorendabikar Evrópu í handbolta en leikirnir fóru fram í Svartfjallalandi og slógu Valsmenn RK Partizan út á heimavelli þeirra. Guðjón Guðmundsson ræddi við þá bræðurna í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Fyrst og fremst er það kollurinn sem skilar þessu en svo var þetta frábærlega sett upp hjá þjálfurunum og það voru allir tilbúnir í þetta. Það voru allir að vinna að sama markmiðinu að vinna leikina og að komast sem lengst. Við erum með samheldinn hóp sem er tilbúinn að tækla hvaða vandamál sem er saman ,“ sagði Orri Freyr.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Valur 22-26 | Tíundi bikartitill Valsmanna Bræðurnir gáfu ekkert eftir í varnarleiknum í Höllinni. „Varnarleikur er lykillinn að öllum sigrum, sumir segja að sóknir vinni titla en ég er ósammála því. Það eru varnirnar sem vinna titla,“ sagði Orri en Ými þykir bardaginn í vörninni skemmtilegur. „Það er það skemmtilegasta að vera í vörninni, þegar einhver kemur að manni og maður nær að stoppa hann. Það er æðisleg tilfinning,“ sagði Ýmir sem segir það gott að spila með bróðir sínum. „Það er nokkuð gott að hafa hann þarna, yfirleitt hefur hann rétt fyrir sér en þó ekki alltaf. Þá hlustar maður á hann en maður er duglegur að láta hann heyra það ef hann hefur rangt fyrir sér,“ sagði Ýmir en þriðji bróðirinn varð bikarmeistari með þriðja flokk Valsmanna í dag.
Olís-deild karla Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira