Verður litli bróðir Bentayga rafmagnsbíll? Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2017 10:16 Bentley Bentayga jeppinn er dýrasti fjöldaframleiddi jeppi sem kaupa má og með 600 hestafla W12 vél. Bentley hefur nú haft Bentayga jeppann sinn í sölu í um eitt ár og ætlar ekki að láta staðar numið í framleiðslu torfæruhæfra bíla. Til stendur að framleiða einnig minni bíl en Bentayga, sem gæti þá fremur talist jepplingur og vel kemur til greina hjá Bentley að hann verði eingöngu drifinn rafmagni. Vel hefur gengið að selja hinn 600 hestafla Bentley Bentayga með sína 12 strokka vél, en þar fer sannarlega íhaldssöm aflrás. Bentley hyggst horfa meira til framtíðar með aflrás jepplingsins og telur að hann þurfi sérstöðu í formi hennar. Bentley telur sig vita að fyrirtækið eigi vísa kaupendur af vönduðum jepplingi með Bentley merkið á húddinu. Þeir kúnnar kunni þó margir hverjir að vera nýir viðskiptavinir Bentley. Þau orð gætu bent til þess að tilvonandi jepplingur verði ef til vill ekki svívirðilega dýr, heldur e.t.v. á færi fleiri kaupenda en þeirra sem kaupa fólksbíla Bentley. Hjá Bentley er meiningin að hver einasti bíll sem fyrirtækið býður verði með rafmótora, en í flestum tilvikum til aðstoðar öflugri brunavél. Jepplingurinn gæti þó orðið sá fyrsti hjá Bentley sem eingöngu notast við rafmagn sem aflgjafa. Líklega er ekki von á þessum nýja jeppligi Bentley fyrr en við enda þessa áratugar. Bentley bílamerkið er hluti af stóru bílafjölskyldu Volkswagen Group. Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent
Bentley hefur nú haft Bentayga jeppann sinn í sölu í um eitt ár og ætlar ekki að láta staðar numið í framleiðslu torfæruhæfra bíla. Til stendur að framleiða einnig minni bíl en Bentayga, sem gæti þá fremur talist jepplingur og vel kemur til greina hjá Bentley að hann verði eingöngu drifinn rafmagni. Vel hefur gengið að selja hinn 600 hestafla Bentley Bentayga með sína 12 strokka vél, en þar fer sannarlega íhaldssöm aflrás. Bentley hyggst horfa meira til framtíðar með aflrás jepplingsins og telur að hann þurfi sérstöðu í formi hennar. Bentley telur sig vita að fyrirtækið eigi vísa kaupendur af vönduðum jepplingi með Bentley merkið á húddinu. Þeir kúnnar kunni þó margir hverjir að vera nýir viðskiptavinir Bentley. Þau orð gætu bent til þess að tilvonandi jepplingur verði ef til vill ekki svívirðilega dýr, heldur e.t.v. á færi fleiri kaupenda en þeirra sem kaupa fólksbíla Bentley. Hjá Bentley er meiningin að hver einasti bíll sem fyrirtækið býður verði með rafmótora, en í flestum tilvikum til aðstoðar öflugri brunavél. Jepplingurinn gæti þó orðið sá fyrsti hjá Bentley sem eingöngu notast við rafmagn sem aflgjafa. Líklega er ekki von á þessum nýja jeppligi Bentley fyrr en við enda þessa áratugar. Bentley bílamerkið er hluti af stóru bílafjölskyldu Volkswagen Group.
Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent