Lækkun hlutabréfa Tesla vegna vantrúar á framleiðslugetu Finnur Thorlacius skrifar 28. febrúar 2017 10:27 Tesla Model 3. Hlutabréf í rafmagnsbílaframleiðandanumTesla féllu um ríflega 4% í gær eftir að Goldman Sachs Group merkti hlutabréf Tesla með rauðu sökum vantrúar á því að áætlanir Tesla um framleiðslu á nýja bílnum Model 3 muni standa. Kemur þessi lækkun í kjölfar 5,6% lækkunar í síðustu viku þar sem margir efuðust um ágæti uppgjörs Tesla á síðasta ársfjórðungi liðin árs. Þetta yrði ekki í fyrsta skiptið sem áætlanir Tesla stæðust ekki og í raun væru meiri fréttir fólgnar í því að áætlanir Tesla stæðust, það gera þær nær aldrei. Verð hlutabréfa Tesla er samt sem áður hátt, eða 246,23 dollarar á hvern hlut og svo virðist sem fjárfestar hafi enn nokkra trú á framtíðaráformum fyrirtækisins. Þeir hjá Goldman Sachs Group vænta þess einnig að Tesla muni þurfa að sækja meira fjármagn til fjárfesta áður en árið er á enda þar sem fyrirtækið brennir svo hratt upp eigin fé. Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent
Hlutabréf í rafmagnsbílaframleiðandanumTesla féllu um ríflega 4% í gær eftir að Goldman Sachs Group merkti hlutabréf Tesla með rauðu sökum vantrúar á því að áætlanir Tesla um framleiðslu á nýja bílnum Model 3 muni standa. Kemur þessi lækkun í kjölfar 5,6% lækkunar í síðustu viku þar sem margir efuðust um ágæti uppgjörs Tesla á síðasta ársfjórðungi liðin árs. Þetta yrði ekki í fyrsta skiptið sem áætlanir Tesla stæðust ekki og í raun væru meiri fréttir fólgnar í því að áætlanir Tesla stæðust, það gera þær nær aldrei. Verð hlutabréfa Tesla er samt sem áður hátt, eða 246,23 dollarar á hvern hlut og svo virðist sem fjárfestar hafi enn nokkra trú á framtíðaráformum fyrirtækisins. Þeir hjá Goldman Sachs Group vænta þess einnig að Tesla muni þurfa að sækja meira fjármagn til fjárfesta áður en árið er á enda þar sem fyrirtækið brennir svo hratt upp eigin fé.
Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent