Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Selfoss 31-28 | Haukar í Höllina Ingvi Þór Sæmundsson í Schenker-höllinni skrifar 10. febrúar 2017 21:30 Daníel Þór Ingason átti frábæran leik vísir/anton Haukar eru komnir í undanúrslit Coca Cola bikars karla eftir þriggja marka sigur á Selfossi, 31-28, í Schenker-höllinni í kvöld. Í upphafi leiks benti ekkert til þess að Haukar væru að fara að vinna þennan leik. Íslandsmeistararnir voru steinrunnir í byrjun og lentu mest sex mörkum undir. En smám saman hertu Haukarnir vörnina og Giedrius Morkunas var frábær í markinu og varði 20 skot (43%). Á meðan vörðu markverðir Selfoss aðeins 11 skot samanlagt. Haukar sýndu svo styrk sinn í seinni hálfleiknum þar sem þeir spiluðu á köflum frábæra vörn og opnuðu vörn Selfyssinga trekk í trekk hinum megin á vellinum. Á endanum munaði þremur mörkum á liðunum, 31-28. Gestirnir frá Selfossi byrjuðu leikinn frábærlega eins og áður sagði. Þeir komust í 0-3 og eftir 11 mínútur var munurinn orðinn sex mörk, 2-8. Íslandsmeistararnir voru heillum horfnir og réðu ekkert við sóknarleik Selfoss sem var hraður og beittur. Varnarleikur gestanna var öflugur framan af leik en markvarslan var hins vegar frekar slök. Um miðjan fyrri hálfleik fóru Selfyssingar að gera full mörg mistök í sókninni; tapa boltanum og taka léleg skot. Það tók Hauka þó smá tíma að nýta sér þennan klaufagang Selfyssinga sem töpuðu fimm boltum á átta mínútna kafla um miðbik fyrri hálfleiks. Á síðustu 10 mínútum fyrri hálfleiks breyttu Haukar stöðunni úr 7-12 í 14-15 sem voru hálfleikstölur. Morkunas varði sex af níu skotum sínum í fyrri hálfleik á þessum kafla þegar Haukar minnkuðu muninn. Hann hélt svo uppteknum hætti í seinni hálfleik. Haukar skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og náðu frumkvæðinu í leiknum. Selfyssingar komust aldrei yfir í seinni hálfleik eftir að hafa leitt allan fyrri hálfleikinn. Elvar Örn Jónsson jafnaði metin í 19-19 þegar 20 mínútur voru eftir. Haukar svöruðu með þremur mörkum í röð og eftir það var róðurinn þungur fyrir gestina. Haukavörnin var mjög þétt og á kafla áttu Selfyssingar erfitt með að koma almennilegum skotum á markið. Skyttur liðsins, Einar Sverrisson og Teitur Örn Einarsson, fundu sig ekki og skoruðu aðeins þrjú mörk úr 17 skotum utan af velli. Fyrir vikið mæddi mikið á Elvari sem reyndi allt hvað hann gat og skoraði 10 mörk. Það dugði þó ekki til. Hergeir Grímsson minnkaði muninn í 24-22 með marki úr vinstra horninu þegar 10 mínútur voru eftir. Haukar svöruðu því með fjórum mörkum í röð og náðu sex marka forskoti sem var einfaldlega of mikið fyrir Selfoss. Haukar kláruðu leikinn af yfirvegun og unnu á endanum þriggja marka sigur, 31-28. Daníel Þór Ingason átti frábæran leik í Haukasókninni og skoraði níu mörk úr 10 skotum. Ivan Ivokovic vann sig inn í leikinn eftir erfiða byrjun og lauk leik með sex mörk. Elvar Örn var markahæstur hjá Selfyssingum með 10 mörk.Gunnar Magnússon, þjálfari HaukaVísir/VilhelmGunnar: Vorum svakalega lengi í gang, annan leikinn í röð Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var hundóánægður með hvernig hans menn byrjuðu leikinn gegn Selfossi í kvöld. „Það stóð ekki steinn yfir steini. Við tókum glórulausar ákvarðanir í sókninni og þeir keyrðu yfir okkur. Við vorum ekki mættir og vorum svakalega lengi í gang, annan leikinn í röð. Við þurfum að skoða af hverju við erum svona lengi í gang,“ sagði Gunnar eftir leik. „Ég er hundóánægður með fyrstu 10-15 mínúturnar. Við komum okkur í erfiða stöðu og þurftum að hafa virkilega mikið fyrir þessu í kvöld.“ Gunnar var þó ánægður með hvernig hans menn sneru dæminu sér í vil undir lok fyrri hálfleiks. Haukar minnkuðu muninn í eitt mark fyrir hálfleik, 14-15, og voru svo sterkari aðilinn í seinni hálfleik. „Síðustu 10 mínúturnar í fyrri hálfleik voru mikilvægar, að komast aftur inn í leikinn. Munurinn var bara eitt mark og þá var þetta nýr leikur í seinni hálfleik. Ég er ánægður með liðsheildina í seinni hálfleik,“ sagði Gunnar sem segir það taka tíma að jafna sig eftir brotthvarf Janusar Daða Smárasonar sem er farinn til Álaborgar í Danmörku. „Við erum á góðu róli í vörninni og sóknarleikurinn er að skána með hverjum leik. Við þurftum að breyta áherslum og koma nýjum manni [Ivan Ivokovic] inn í þetta. Janus var prímusmótor og þetta byggðist mikið í kringum hann. En við leggjum mikið á okkur, ég sá bætingu í dag og það er jákvætt,“ sagði Gunnar að lokum.Stefán: Vorum skrefi á undan í byrjun Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, var að vonum ánægður með hvernig hans menn byrjuðu leikinn gegn Haukum í kvöld. „Við mættum gífurlega vel stemmdir og ákveðnir. Við vorum einfaldlega skrefi á undan Haukunum í byrjun og frumkvæðið var okkar megin,“ sagði Stefán. „Okkar sóknarleikur gekk fínt en síðan þéttu Haukar sína vörn og við áttum mjög erfitt með að skora. Við ætluðum okkur stóra hluti í þessum leik en þeir sáu við okkur þegar á leið. En baráttan var til staðar allan tímann.“ Stefán segir að hans menn hafi á köflum flýtt sér full mikið í sókninni. „Stundum fórum við of fljótt í aðgerðir. Við náðum ekki að spila nógu lengi á þá. Þeir eru stórir og þéttir. Við fórum of snemma í árásir og of mikið inn á miðjuna,“ sagði Stefán. En hefði hann ekki þegið meira framlag frá skyttunum, Einari Sverrissyni og Teiti Erni Einarssyni, sem skoruðu aðeins þrjú mörk utan af velli í leiknum. „Jújú, maður þarf aðeins að setjast yfir þetta og skoða hvernig þetta var. Við byrjuðum af krafti en svo fórum við að taka sénsana of snemma, bæði skytturnar og leikmennirnir fyrir utan,“ sagði Stefán. „Þeir fóru að taka fyrstu sénsana og það þýðir ekkert á móti svona vörn og Giedrius [Morkunas] las okkur í markinu. Í svona hörkuleik þarftu að vera svalari og yfirvegaðri til að sóknarleikurinn gangi upp.“Stefán Árnason, þjálfari Selfoss.Vísir/Anton Olís-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Haukar eru komnir í undanúrslit Coca Cola bikars karla eftir þriggja marka sigur á Selfossi, 31-28, í Schenker-höllinni í kvöld. Í upphafi leiks benti ekkert til þess að Haukar væru að fara að vinna þennan leik. Íslandsmeistararnir voru steinrunnir í byrjun og lentu mest sex mörkum undir. En smám saman hertu Haukarnir vörnina og Giedrius Morkunas var frábær í markinu og varði 20 skot (43%). Á meðan vörðu markverðir Selfoss aðeins 11 skot samanlagt. Haukar sýndu svo styrk sinn í seinni hálfleiknum þar sem þeir spiluðu á köflum frábæra vörn og opnuðu vörn Selfyssinga trekk í trekk hinum megin á vellinum. Á endanum munaði þremur mörkum á liðunum, 31-28. Gestirnir frá Selfossi byrjuðu leikinn frábærlega eins og áður sagði. Þeir komust í 0-3 og eftir 11 mínútur var munurinn orðinn sex mörk, 2-8. Íslandsmeistararnir voru heillum horfnir og réðu ekkert við sóknarleik Selfoss sem var hraður og beittur. Varnarleikur gestanna var öflugur framan af leik en markvarslan var hins vegar frekar slök. Um miðjan fyrri hálfleik fóru Selfyssingar að gera full mörg mistök í sókninni; tapa boltanum og taka léleg skot. Það tók Hauka þó smá tíma að nýta sér þennan klaufagang Selfyssinga sem töpuðu fimm boltum á átta mínútna kafla um miðbik fyrri hálfleiks. Á síðustu 10 mínútum fyrri hálfleiks breyttu Haukar stöðunni úr 7-12 í 14-15 sem voru hálfleikstölur. Morkunas varði sex af níu skotum sínum í fyrri hálfleik á þessum kafla þegar Haukar minnkuðu muninn. Hann hélt svo uppteknum hætti í seinni hálfleik. Haukar skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og náðu frumkvæðinu í leiknum. Selfyssingar komust aldrei yfir í seinni hálfleik eftir að hafa leitt allan fyrri hálfleikinn. Elvar Örn Jónsson jafnaði metin í 19-19 þegar 20 mínútur voru eftir. Haukar svöruðu með þremur mörkum í röð og eftir það var róðurinn þungur fyrir gestina. Haukavörnin var mjög þétt og á kafla áttu Selfyssingar erfitt með að koma almennilegum skotum á markið. Skyttur liðsins, Einar Sverrisson og Teitur Örn Einarsson, fundu sig ekki og skoruðu aðeins þrjú mörk úr 17 skotum utan af velli. Fyrir vikið mæddi mikið á Elvari sem reyndi allt hvað hann gat og skoraði 10 mörk. Það dugði þó ekki til. Hergeir Grímsson minnkaði muninn í 24-22 með marki úr vinstra horninu þegar 10 mínútur voru eftir. Haukar svöruðu því með fjórum mörkum í röð og náðu sex marka forskoti sem var einfaldlega of mikið fyrir Selfoss. Haukar kláruðu leikinn af yfirvegun og unnu á endanum þriggja marka sigur, 31-28. Daníel Þór Ingason átti frábæran leik í Haukasókninni og skoraði níu mörk úr 10 skotum. Ivan Ivokovic vann sig inn í leikinn eftir erfiða byrjun og lauk leik með sex mörk. Elvar Örn var markahæstur hjá Selfyssingum með 10 mörk.Gunnar Magnússon, þjálfari HaukaVísir/VilhelmGunnar: Vorum svakalega lengi í gang, annan leikinn í röð Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var hundóánægður með hvernig hans menn byrjuðu leikinn gegn Selfossi í kvöld. „Það stóð ekki steinn yfir steini. Við tókum glórulausar ákvarðanir í sókninni og þeir keyrðu yfir okkur. Við vorum ekki mættir og vorum svakalega lengi í gang, annan leikinn í röð. Við þurfum að skoða af hverju við erum svona lengi í gang,“ sagði Gunnar eftir leik. „Ég er hundóánægður með fyrstu 10-15 mínúturnar. Við komum okkur í erfiða stöðu og þurftum að hafa virkilega mikið fyrir þessu í kvöld.“ Gunnar var þó ánægður með hvernig hans menn sneru dæminu sér í vil undir lok fyrri hálfleiks. Haukar minnkuðu muninn í eitt mark fyrir hálfleik, 14-15, og voru svo sterkari aðilinn í seinni hálfleik. „Síðustu 10 mínúturnar í fyrri hálfleik voru mikilvægar, að komast aftur inn í leikinn. Munurinn var bara eitt mark og þá var þetta nýr leikur í seinni hálfleik. Ég er ánægður með liðsheildina í seinni hálfleik,“ sagði Gunnar sem segir það taka tíma að jafna sig eftir brotthvarf Janusar Daða Smárasonar sem er farinn til Álaborgar í Danmörku. „Við erum á góðu róli í vörninni og sóknarleikurinn er að skána með hverjum leik. Við þurftum að breyta áherslum og koma nýjum manni [Ivan Ivokovic] inn í þetta. Janus var prímusmótor og þetta byggðist mikið í kringum hann. En við leggjum mikið á okkur, ég sá bætingu í dag og það er jákvætt,“ sagði Gunnar að lokum.Stefán: Vorum skrefi á undan í byrjun Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, var að vonum ánægður með hvernig hans menn byrjuðu leikinn gegn Haukum í kvöld. „Við mættum gífurlega vel stemmdir og ákveðnir. Við vorum einfaldlega skrefi á undan Haukunum í byrjun og frumkvæðið var okkar megin,“ sagði Stefán. „Okkar sóknarleikur gekk fínt en síðan þéttu Haukar sína vörn og við áttum mjög erfitt með að skora. Við ætluðum okkur stóra hluti í þessum leik en þeir sáu við okkur þegar á leið. En baráttan var til staðar allan tímann.“ Stefán segir að hans menn hafi á köflum flýtt sér full mikið í sókninni. „Stundum fórum við of fljótt í aðgerðir. Við náðum ekki að spila nógu lengi á þá. Þeir eru stórir og þéttir. Við fórum of snemma í árásir og of mikið inn á miðjuna,“ sagði Stefán. En hefði hann ekki þegið meira framlag frá skyttunum, Einari Sverrissyni og Teiti Erni Einarssyni, sem skoruðu aðeins þrjú mörk utan af velli í leiknum. „Jújú, maður þarf aðeins að setjast yfir þetta og skoða hvernig þetta var. Við byrjuðum af krafti en svo fórum við að taka sénsana of snemma, bæði skytturnar og leikmennirnir fyrir utan,“ sagði Stefán. „Þeir fóru að taka fyrstu sénsana og það þýðir ekkert á móti svona vörn og Giedrius [Morkunas] las okkur í markinu. Í svona hörkuleik þarftu að vera svalari og yfirvegaðri til að sóknarleikurinn gangi upp.“Stefán Árnason, þjálfari Selfoss.Vísir/Anton
Olís-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira