Elon Musk um framtíð bílsins: „Að ferðast í bíl verður eins og að fara í lyftu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. febrúar 2017 10:40 Elon Musk. Vísir/AFP Elon Musk, frumkvöðull og eigandi bílaframleiðandans Teslu, hefur háleitar hugmyndir um framtíð bílsins. Tesla vinnur nú hörðum höndum að því að þróa sjálfkeyrandi bíla og telur Musk að þeir verði komnir á markað innan skamms.„Ég myndi giska á að eftir tíu ár verði afar óvenjulegt fyrir bílaframleiðendur að framleiða bíla sem eru ekki sjálfkeyrandi að fullu,“ sagði Musk á ráðstefnu í Dubai í gær. Sagði hann einnig að samfélagið þyrfti að laga sig að þeirri hugmynd að á næstu árum yrði engin þörf á atvinnubílstjórum, sjálfkeyrandi bílar myndu að mestu leyti útrýma störfum þeirra. Tesla hefur að undanförnu þróað hugbúnað sem á að keyra sjálfkeyrandi bíla fyrirtækisins. Er hann að mestu leyti tilbúinn en í máli Musk kom fram að gera þyrfti fleiri tilraunir með hugbúnaðinn til þess að tryggja öryggi. Markmið Teslu væri að fyrir lok ársins gæti sjálfkeyrandi bíll ferðast yfir Bandaríkin þver og endilöng án aðstoðar. Leiða má líkur að því að ein helsta fyrirstaða þess að sjálfkeyrandi bílar nái fótfestu á markaði séu öryggismál. Erfitt geti reynst fyrir farþega sjálfkeyrandi bíla, sem vanir eru að stýra ferðinni, að venjast tilhugsuninni um að láta hugbúnað sjá um aksturinn. Í huga Musk er þetta ekki mikið vandamál en hann sér fyrir sér að sjálfkeyrandi bílar muni verða mjög öruggir. „Að ferðast í bíl verður eins og að fara í lyftu. Þú segir honum hvert þú vilt fara og hann kemur þér á áfangastað á eins öruggan hátt og hægt er.“ Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Elon Musk, frumkvöðull og eigandi bílaframleiðandans Teslu, hefur háleitar hugmyndir um framtíð bílsins. Tesla vinnur nú hörðum höndum að því að þróa sjálfkeyrandi bíla og telur Musk að þeir verði komnir á markað innan skamms.„Ég myndi giska á að eftir tíu ár verði afar óvenjulegt fyrir bílaframleiðendur að framleiða bíla sem eru ekki sjálfkeyrandi að fullu,“ sagði Musk á ráðstefnu í Dubai í gær. Sagði hann einnig að samfélagið þyrfti að laga sig að þeirri hugmynd að á næstu árum yrði engin þörf á atvinnubílstjórum, sjálfkeyrandi bílar myndu að mestu leyti útrýma störfum þeirra. Tesla hefur að undanförnu þróað hugbúnað sem á að keyra sjálfkeyrandi bíla fyrirtækisins. Er hann að mestu leyti tilbúinn en í máli Musk kom fram að gera þyrfti fleiri tilraunir með hugbúnaðinn til þess að tryggja öryggi. Markmið Teslu væri að fyrir lok ársins gæti sjálfkeyrandi bíll ferðast yfir Bandaríkin þver og endilöng án aðstoðar. Leiða má líkur að því að ein helsta fyrirstaða þess að sjálfkeyrandi bílar nái fótfestu á markaði séu öryggismál. Erfitt geti reynst fyrir farþega sjálfkeyrandi bíla, sem vanir eru að stýra ferðinni, að venjast tilhugsuninni um að láta hugbúnað sjá um aksturinn. Í huga Musk er þetta ekki mikið vandamál en hann sér fyrir sér að sjálfkeyrandi bílar muni verða mjög öruggir. „Að ferðast í bíl verður eins og að fara í lyftu. Þú segir honum hvert þú vilt fara og hann kemur þér á áfangastað á eins öruggan hátt og hægt er.“
Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira