Stjórnarformaður Toshiba segir af sér vegna milljarða taps fyrirtækisins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. febrúar 2017 11:12 Japanska fyrirtækið Toshiba var stofnað árið 1938. vísir/getty Stjórnarformaður japanska stórfyrirtækisins Toshiba hefur sagt af sér í kjölfar milljarða taps. Lækka þurfti bókfært virði eigna fyrirtækisins í kjarnorkustarfsemi þess í Bandaríkjunum um 6,3 billjónir dala en á níu mánaða tímabili í fyrra, frá apríl til desember, tapaði Toshiba 4,4 billjónum dala. Shigenori Shiga, stjórnarformaður fyrirtækisins, ákvað því að segja af sér og taka ábyrgð á vandræðum Toshiba en verð á hlutabréfum þess féll um 10 prósent í dag eftir að fyrirtækið náði ekki að gefa upp hagnað sinn og tekjur innan þess tímaramma sem það hafði sett sér. Fyrst var varað við því í desember síðastliðnum að afkoma fyrirtækisins gæti orðið slæm en tölurnar sem kynntar voru í dag eru verri en búist var við að því er fram kemur í frétt CNN Money. Þá fara áhyggjur vaxandi af mögulegu gjaldþroti fyrirtækisins vegna bágrar fjárhagsstöðu að því er asískir fjölmiðlar greina frá en fyrirtækið hefur neitað að tjá sig um orðróm þess efnis. Toshiba var stofnað árið 1938. Almenningur þekkir fyrirtækið eflaust helst sem raftækjaframleiðanda þar sem það framleiðir meðal annars tölvur og sjónvörp. Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Stjórnarformaður japanska stórfyrirtækisins Toshiba hefur sagt af sér í kjölfar milljarða taps. Lækka þurfti bókfært virði eigna fyrirtækisins í kjarnorkustarfsemi þess í Bandaríkjunum um 6,3 billjónir dala en á níu mánaða tímabili í fyrra, frá apríl til desember, tapaði Toshiba 4,4 billjónum dala. Shigenori Shiga, stjórnarformaður fyrirtækisins, ákvað því að segja af sér og taka ábyrgð á vandræðum Toshiba en verð á hlutabréfum þess féll um 10 prósent í dag eftir að fyrirtækið náði ekki að gefa upp hagnað sinn og tekjur innan þess tímaramma sem það hafði sett sér. Fyrst var varað við því í desember síðastliðnum að afkoma fyrirtækisins gæti orðið slæm en tölurnar sem kynntar voru í dag eru verri en búist var við að því er fram kemur í frétt CNN Money. Þá fara áhyggjur vaxandi af mögulegu gjaldþroti fyrirtækisins vegna bágrar fjárhagsstöðu að því er asískir fjölmiðlar greina frá en fyrirtækið hefur neitað að tjá sig um orðróm þess efnis. Toshiba var stofnað árið 1938. Almenningur þekkir fyrirtækið eflaust helst sem raftækjaframleiðanda þar sem það framleiðir meðal annars tölvur og sjónvörp.
Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent