Einfaldir símar, einfaldir tímar Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. febrúar 2017 10:00 Í vikunni var tilkynnt um endurkomu Nokia 3310 símans sem er einn besti sími sögunnar, í það minnsta ef horft er til hversu lengi hann endist. Ég man þegar ég keypti mér hann á haustmánuðum 2000, rétt áður en ég byrjaði í framhaldsskóla. Þetta var annar síminn minn á eftir hinum goðsagnakennda Nokia 5110. Nokia 3310 var aðeins betri en 5110; betri skjár, fleiri leikir og almennt bara uppfærður. Eðlilega, hann var nýrri. Þetta er ekki lofgrein um að allt hafi verið betra í gamla daga. Hlutirnir voru bara aðeins einfaldari í gamla daga því þá var maður yngri og áhyggjulausari. Um leið og símarnir verða betri verður maður sjálfur eldri og lífið aðeins flóknara. Sumarið 1999 vann ég mér inn fyrir 5110-símanum sem ég mætti svo stoltur með í 10. bekk. Það var veturinn sem flestir á mínum aldrei fengu síma og snerust allar pásur og matarhlé um að keppast við að bæta met hver annars í Snake og skipta um hringingar. Ó, hve þreytandi það var að heyra Nokia-lagið 700 sinnum óma um ganga Réttarholtsskóla eftir hvern einasta tíma. Þegar ég fékk 3310 var ég kominn í menntaskóla og lífið sjálfkrafa orðið aðeins flóknara. Meiri kröfur og meiri ábyrgð sem ég svo á endanum stóð ekki undir þó allt hafi nú bjargast í seinni tíð. Í dag get ég með símanum mínum á nokkrum sekúndum flett upp veðrinu í Timbúktú eða hringt með Facebook í símanum, frítt, í mann í Timbúktú og spurt til veðurs. Nú þegar símarnir eru orðnir svona fullkomnir hefur lífið flækst; vinna, bíll, íbúð og ástin. Ég hef það samt mjög gott. Lífið með einfaldari síma var ekkert endilega betra. Bara einfaldara.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Í vikunni var tilkynnt um endurkomu Nokia 3310 símans sem er einn besti sími sögunnar, í það minnsta ef horft er til hversu lengi hann endist. Ég man þegar ég keypti mér hann á haustmánuðum 2000, rétt áður en ég byrjaði í framhaldsskóla. Þetta var annar síminn minn á eftir hinum goðsagnakennda Nokia 5110. Nokia 3310 var aðeins betri en 5110; betri skjár, fleiri leikir og almennt bara uppfærður. Eðlilega, hann var nýrri. Þetta er ekki lofgrein um að allt hafi verið betra í gamla daga. Hlutirnir voru bara aðeins einfaldari í gamla daga því þá var maður yngri og áhyggjulausari. Um leið og símarnir verða betri verður maður sjálfur eldri og lífið aðeins flóknara. Sumarið 1999 vann ég mér inn fyrir 5110-símanum sem ég mætti svo stoltur með í 10. bekk. Það var veturinn sem flestir á mínum aldrei fengu síma og snerust allar pásur og matarhlé um að keppast við að bæta met hver annars í Snake og skipta um hringingar. Ó, hve þreytandi það var að heyra Nokia-lagið 700 sinnum óma um ganga Réttarholtsskóla eftir hvern einasta tíma. Þegar ég fékk 3310 var ég kominn í menntaskóla og lífið sjálfkrafa orðið aðeins flóknara. Meiri kröfur og meiri ábyrgð sem ég svo á endanum stóð ekki undir þó allt hafi nú bjargast í seinni tíð. Í dag get ég með símanum mínum á nokkrum sekúndum flett upp veðrinu í Timbúktú eða hringt með Facebook í símanum, frítt, í mann í Timbúktú og spurt til veðurs. Nú þegar símarnir eru orðnir svona fullkomnir hefur lífið flækst; vinna, bíll, íbúð og ástin. Ég hef það samt mjög gott. Lífið með einfaldari síma var ekkert endilega betra. Bara einfaldara.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun