Greiðslur til leikmanna og þjálfara vegna EM námu 846 milljónum króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2017 18:51 Strákarnir okkar komust í átta liða úrslit á EM í Frakklandi. vísir/vilhelm Landsliðsmenn Íslands í knattspyrnu og þjálfarar fengu greiddar 846 milljónir króna frá KSÍ vegna árangursins sem strákarnir okkar náðu í undankeppni og úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Þetta kemur fram í rekstraryfirliti vegna EM sem birt er á vefsíðu KSÍ í dag ásamt ársskýrslu KSÍ sem birt er í dag, viku fyrir ársþing KSÍ sem fram fer í Vestmannaeyjum 11. febrúar. Vísir hefur áður fjallað um þær greiðslur sem KSÍ fékk vegna árangursins. Nam hún 1,1 milljarði króna í tilfelli undankeppni EM 2016 og svo 820 milljónir til viðbótar fyrir árangur í úrslitakeppninni. Í heildina rúmur 1,9 milljarður króna. Flug- og dvalarkostnaður landsliðsins í tengslum við Evrópumótið nam 250 milljónum króna. Greiðslur til leikmanna og þjálfara námu í heildina 846 milljónum en ekki er nánar sundurliðuð skiptingin á þeirri upphæð milli leikmanna og þjálfara. Geir Þorsteinsson er formaður KSÍ. Í bakgrunn má sjá Lars Lagerbäck sem tók í fyrradag við starfi landsliðsþjálfara Noregs.Vísir/Daníel Gestir kostuðu sex milljónir króna Kostnaður KSÍ við flug og dvöl starfsmanna og stjórnarmanna nam 13,4 milljónum. Ekki kemur fram hve margir starfsmenn voru í Frakklandi en þeir voru nokkuð margir. Þá voru að sjálfsögðu með landsliðinu læknar, sjúkraþjálfarar, liðsstjórar og fleira. Fjórir landsliðsnefndarmenn voru líka á svæðinu allan tímann en áður hefur verið fjallað um hlutverk nefndarinnar hér á Vísi.Þá kom sömuleiðis fram að stjórnarmönnum KSÍ var boðið út á leiki landsliðsins og greitt fyrir bæði flug og gistingu. Þá var mökum boðið á leikina þótt ekki væri greitt fyrir þá flug og gisting. Heildarkostnaður vegna gesta nam rúmum sex milljónum króna hjá KSÍ. Heildarkostnaðurinn við dvölina í Frakklandi nam því rúmlega 1,1 milljarði króna. Þá fengu íslensku félögin í sinn hlut 453 milljónir króna til skiptana. Eftir standa því 376 milljónir króna.Rekstraryfirlitið má nálgast hér.Uppfært 4. febrúar klukkan 14:48Óskar Örn Guðbrandsson, upplýsingafulltrúi KSÍ, kom því á framfæri að ekki hefði verið greitt sérstaklega fyrir maka stjórnarmanna, hvorki flug né gisting. Þeim var þó boðið á leiki. Þetta hefur verið leiðrétt. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Landsliðsmenn Íslands í knattspyrnu og þjálfarar fengu greiddar 846 milljónir króna frá KSÍ vegna árangursins sem strákarnir okkar náðu í undankeppni og úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Þetta kemur fram í rekstraryfirliti vegna EM sem birt er á vefsíðu KSÍ í dag ásamt ársskýrslu KSÍ sem birt er í dag, viku fyrir ársþing KSÍ sem fram fer í Vestmannaeyjum 11. febrúar. Vísir hefur áður fjallað um þær greiðslur sem KSÍ fékk vegna árangursins. Nam hún 1,1 milljarði króna í tilfelli undankeppni EM 2016 og svo 820 milljónir til viðbótar fyrir árangur í úrslitakeppninni. Í heildina rúmur 1,9 milljarður króna. Flug- og dvalarkostnaður landsliðsins í tengslum við Evrópumótið nam 250 milljónum króna. Greiðslur til leikmanna og þjálfara námu í heildina 846 milljónum en ekki er nánar sundurliðuð skiptingin á þeirri upphæð milli leikmanna og þjálfara. Geir Þorsteinsson er formaður KSÍ. Í bakgrunn má sjá Lars Lagerbäck sem tók í fyrradag við starfi landsliðsþjálfara Noregs.Vísir/Daníel Gestir kostuðu sex milljónir króna Kostnaður KSÍ við flug og dvöl starfsmanna og stjórnarmanna nam 13,4 milljónum. Ekki kemur fram hve margir starfsmenn voru í Frakklandi en þeir voru nokkuð margir. Þá voru að sjálfsögðu með landsliðinu læknar, sjúkraþjálfarar, liðsstjórar og fleira. Fjórir landsliðsnefndarmenn voru líka á svæðinu allan tímann en áður hefur verið fjallað um hlutverk nefndarinnar hér á Vísi.Þá kom sömuleiðis fram að stjórnarmönnum KSÍ var boðið út á leiki landsliðsins og greitt fyrir bæði flug og gistingu. Þá var mökum boðið á leikina þótt ekki væri greitt fyrir þá flug og gisting. Heildarkostnaður vegna gesta nam rúmum sex milljónum króna hjá KSÍ. Heildarkostnaðurinn við dvölina í Frakklandi nam því rúmlega 1,1 milljarði króna. Þá fengu íslensku félögin í sinn hlut 453 milljónir króna til skiptana. Eftir standa því 376 milljónir króna.Rekstraryfirlitið má nálgast hér.Uppfært 4. febrúar klukkan 14:48Óskar Örn Guðbrandsson, upplýsingafulltrúi KSÍ, kom því á framfæri að ekki hefði verið greitt sérstaklega fyrir maka stjórnarmanna, hvorki flug né gisting. Þeim var þó boðið á leiki. Þetta hefur verið leiðrétt.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti