Greiðslur til leikmanna og þjálfara vegna EM námu 846 milljónum króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2017 18:51 Strákarnir okkar komust í átta liða úrslit á EM í Frakklandi. vísir/vilhelm Landsliðsmenn Íslands í knattspyrnu og þjálfarar fengu greiddar 846 milljónir króna frá KSÍ vegna árangursins sem strákarnir okkar náðu í undankeppni og úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Þetta kemur fram í rekstraryfirliti vegna EM sem birt er á vefsíðu KSÍ í dag ásamt ársskýrslu KSÍ sem birt er í dag, viku fyrir ársþing KSÍ sem fram fer í Vestmannaeyjum 11. febrúar. Vísir hefur áður fjallað um þær greiðslur sem KSÍ fékk vegna árangursins. Nam hún 1,1 milljarði króna í tilfelli undankeppni EM 2016 og svo 820 milljónir til viðbótar fyrir árangur í úrslitakeppninni. Í heildina rúmur 1,9 milljarður króna. Flug- og dvalarkostnaður landsliðsins í tengslum við Evrópumótið nam 250 milljónum króna. Greiðslur til leikmanna og þjálfara námu í heildina 846 milljónum en ekki er nánar sundurliðuð skiptingin á þeirri upphæð milli leikmanna og þjálfara. Geir Þorsteinsson er formaður KSÍ. Í bakgrunn má sjá Lars Lagerbäck sem tók í fyrradag við starfi landsliðsþjálfara Noregs.Vísir/Daníel Gestir kostuðu sex milljónir króna Kostnaður KSÍ við flug og dvöl starfsmanna og stjórnarmanna nam 13,4 milljónum. Ekki kemur fram hve margir starfsmenn voru í Frakklandi en þeir voru nokkuð margir. Þá voru að sjálfsögðu með landsliðinu læknar, sjúkraþjálfarar, liðsstjórar og fleira. Fjórir landsliðsnefndarmenn voru líka á svæðinu allan tímann en áður hefur verið fjallað um hlutverk nefndarinnar hér á Vísi.Þá kom sömuleiðis fram að stjórnarmönnum KSÍ var boðið út á leiki landsliðsins og greitt fyrir bæði flug og gistingu. Þá var mökum boðið á leikina þótt ekki væri greitt fyrir þá flug og gisting. Heildarkostnaður vegna gesta nam rúmum sex milljónum króna hjá KSÍ. Heildarkostnaðurinn við dvölina í Frakklandi nam því rúmlega 1,1 milljarði króna. Þá fengu íslensku félögin í sinn hlut 453 milljónir króna til skiptana. Eftir standa því 376 milljónir króna.Rekstraryfirlitið má nálgast hér.Uppfært 4. febrúar klukkan 14:48Óskar Örn Guðbrandsson, upplýsingafulltrúi KSÍ, kom því á framfæri að ekki hefði verið greitt sérstaklega fyrir maka stjórnarmanna, hvorki flug né gisting. Þeim var þó boðið á leiki. Þetta hefur verið leiðrétt. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Sjá meira
Landsliðsmenn Íslands í knattspyrnu og þjálfarar fengu greiddar 846 milljónir króna frá KSÍ vegna árangursins sem strákarnir okkar náðu í undankeppni og úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Þetta kemur fram í rekstraryfirliti vegna EM sem birt er á vefsíðu KSÍ í dag ásamt ársskýrslu KSÍ sem birt er í dag, viku fyrir ársþing KSÍ sem fram fer í Vestmannaeyjum 11. febrúar. Vísir hefur áður fjallað um þær greiðslur sem KSÍ fékk vegna árangursins. Nam hún 1,1 milljarði króna í tilfelli undankeppni EM 2016 og svo 820 milljónir til viðbótar fyrir árangur í úrslitakeppninni. Í heildina rúmur 1,9 milljarður króna. Flug- og dvalarkostnaður landsliðsins í tengslum við Evrópumótið nam 250 milljónum króna. Greiðslur til leikmanna og þjálfara námu í heildina 846 milljónum en ekki er nánar sundurliðuð skiptingin á þeirri upphæð milli leikmanna og þjálfara. Geir Þorsteinsson er formaður KSÍ. Í bakgrunn má sjá Lars Lagerbäck sem tók í fyrradag við starfi landsliðsþjálfara Noregs.Vísir/Daníel Gestir kostuðu sex milljónir króna Kostnaður KSÍ við flug og dvöl starfsmanna og stjórnarmanna nam 13,4 milljónum. Ekki kemur fram hve margir starfsmenn voru í Frakklandi en þeir voru nokkuð margir. Þá voru að sjálfsögðu með landsliðinu læknar, sjúkraþjálfarar, liðsstjórar og fleira. Fjórir landsliðsnefndarmenn voru líka á svæðinu allan tímann en áður hefur verið fjallað um hlutverk nefndarinnar hér á Vísi.Þá kom sömuleiðis fram að stjórnarmönnum KSÍ var boðið út á leiki landsliðsins og greitt fyrir bæði flug og gistingu. Þá var mökum boðið á leikina þótt ekki væri greitt fyrir þá flug og gisting. Heildarkostnaður vegna gesta nam rúmum sex milljónum króna hjá KSÍ. Heildarkostnaðurinn við dvölina í Frakklandi nam því rúmlega 1,1 milljarði króna. Þá fengu íslensku félögin í sinn hlut 453 milljónir króna til skiptana. Eftir standa því 376 milljónir króna.Rekstraryfirlitið má nálgast hér.Uppfært 4. febrúar klukkan 14:48Óskar Örn Guðbrandsson, upplýsingafulltrúi KSÍ, kom því á framfæri að ekki hefði verið greitt sérstaklega fyrir maka stjórnarmanna, hvorki flug né gisting. Þeim var þó boðið á leiki. Þetta hefur verið leiðrétt.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Sjá meira
Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00