Berger: Vettel vanmat áhrif Michael Schumacher á Ferrari Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. febrúar 2017 20:30 Sebastian Vettel með skeifu. Vísir/Getty Gerhard Berger, fyrrum ökumaður og liðsstjóri í Formúlu 1 telur að Sebastian Vettel hafi vanmetið vandamál Ferrari og áhrifin sem Michael Schumacher hafði á liðið. Fjórfaldi heimsmeistarinn kom til Ferrari fyrir tímabilið 2015. Hann hafði þá unnið fjóra heimsmeistaratitla á sex tímabilum með Red Bull liðinu. Honum var ætlað mikilvægt hlutverk í endurreisn Ferrari liðsins, liðið hafði ekki unnið titil í sjö ár. Vettel byrjaði vel, vann þrjár keppnir á fyrsta tímabilinu en þurfti svo að sætta sig við að vinna ekki keppni í fyrra. Þar fyrir utan missti Ferrari Red Bull fram úr sér í heimsmeistarakeppni bílasmiða. Margt er sambærilegt með komu Vettel til Ferrari og var með komu Michael Schumacher til liðsins árið 1996. Schumacher hafði þá unnið tvo heimsmeistaratitla með Benetton liðinu. Schumacher gaf sig allan í að snúa gæfu ítalska stórveldisins við og tókst það heldur betur. Hann vann fimm heimsmeistaratitla í röð með Ferrari, en það tók tíma. Titlarnir komu ekki fyrr en á árunum 2000-2004. Ef Vettel ætlar að snúa Ferrari við á sama hraða þarf hann að skila sínum fyrsta titli fyrir liðið árið 2019. Berger ók fyrir Ferrari á sínum tíma en hann telur að Vettel hafi vanmetið vandan sem blasir við Ferrari. Eins telur Berger að Vettel hafi vanmetið hver hrein áhrif Schumacher voru á liðið. „Hann vanmat hvað Michael gerði á sínum tíma. Michael fór til Ferrari með mikið af lykilfólki frá Benetton,“ sagði Berger í samtali við Auto Motor und Sport.„Þegar Sebastian kom til Ferrari var það í sama ástandi og það er í í dag. Hann hefði einungis átt að koma til Ferrari með rassvasann fullan af lykilfólki frá Red Bull,“ bætti Berger við. „Á einhvern hátt er Ferrari komið í sömu stöðu núna og það var árið 1995, þegar ég ók fyrir liðið,“ sagði Berger að lokum. Formúla Tengdar fréttir Þetta eru frumsýningardagar nýju Formúlu eitt bílanna Nýtt tímabil Formúlu 1 hefst með æfingum á Barselóna brautinni 27. febrúar. Liðin kappkosta nú við að klára 2017 bílana sína. Nokkur lið hafa þegar tilkynnt um frumsýningardag, Vísir fer yfir málið. 30. janúar 2017 18:30 Bílskúrinn: Hvernig eru Formúlu 1 bílarnir að breytast í ár? Tæknireglur Formúlu 1 breytast talsvert fyrir tímabilið og því er tilefni til að rannsaka hverjar breytingarnar eru og hvaða áhrif þær munu hafa. 31. janúar 2017 20:30 Ferrari dregur lögmæti fjöðrunar Mercedes og Red Bull í efa Ferrari hefur skrifað bréf til FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandið) þar sem liðið dregur í efa lögmæti þeirrar fjöðrunar sem Mercedes og Red Bull hafa þróað. 4. janúar 2017 22:30 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Gerhard Berger, fyrrum ökumaður og liðsstjóri í Formúlu 1 telur að Sebastian Vettel hafi vanmetið vandamál Ferrari og áhrifin sem Michael Schumacher hafði á liðið. Fjórfaldi heimsmeistarinn kom til Ferrari fyrir tímabilið 2015. Hann hafði þá unnið fjóra heimsmeistaratitla á sex tímabilum með Red Bull liðinu. Honum var ætlað mikilvægt hlutverk í endurreisn Ferrari liðsins, liðið hafði ekki unnið titil í sjö ár. Vettel byrjaði vel, vann þrjár keppnir á fyrsta tímabilinu en þurfti svo að sætta sig við að vinna ekki keppni í fyrra. Þar fyrir utan missti Ferrari Red Bull fram úr sér í heimsmeistarakeppni bílasmiða. Margt er sambærilegt með komu Vettel til Ferrari og var með komu Michael Schumacher til liðsins árið 1996. Schumacher hafði þá unnið tvo heimsmeistaratitla með Benetton liðinu. Schumacher gaf sig allan í að snúa gæfu ítalska stórveldisins við og tókst það heldur betur. Hann vann fimm heimsmeistaratitla í röð með Ferrari, en það tók tíma. Titlarnir komu ekki fyrr en á árunum 2000-2004. Ef Vettel ætlar að snúa Ferrari við á sama hraða þarf hann að skila sínum fyrsta titli fyrir liðið árið 2019. Berger ók fyrir Ferrari á sínum tíma en hann telur að Vettel hafi vanmetið vandan sem blasir við Ferrari. Eins telur Berger að Vettel hafi vanmetið hver hrein áhrif Schumacher voru á liðið. „Hann vanmat hvað Michael gerði á sínum tíma. Michael fór til Ferrari með mikið af lykilfólki frá Benetton,“ sagði Berger í samtali við Auto Motor und Sport.„Þegar Sebastian kom til Ferrari var það í sama ástandi og það er í í dag. Hann hefði einungis átt að koma til Ferrari með rassvasann fullan af lykilfólki frá Red Bull,“ bætti Berger við. „Á einhvern hátt er Ferrari komið í sömu stöðu núna og það var árið 1995, þegar ég ók fyrir liðið,“ sagði Berger að lokum.
Formúla Tengdar fréttir Þetta eru frumsýningardagar nýju Formúlu eitt bílanna Nýtt tímabil Formúlu 1 hefst með æfingum á Barselóna brautinni 27. febrúar. Liðin kappkosta nú við að klára 2017 bílana sína. Nokkur lið hafa þegar tilkynnt um frumsýningardag, Vísir fer yfir málið. 30. janúar 2017 18:30 Bílskúrinn: Hvernig eru Formúlu 1 bílarnir að breytast í ár? Tæknireglur Formúlu 1 breytast talsvert fyrir tímabilið og því er tilefni til að rannsaka hverjar breytingarnar eru og hvaða áhrif þær munu hafa. 31. janúar 2017 20:30 Ferrari dregur lögmæti fjöðrunar Mercedes og Red Bull í efa Ferrari hefur skrifað bréf til FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandið) þar sem liðið dregur í efa lögmæti þeirrar fjöðrunar sem Mercedes og Red Bull hafa þróað. 4. janúar 2017 22:30 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Þetta eru frumsýningardagar nýju Formúlu eitt bílanna Nýtt tímabil Formúlu 1 hefst með æfingum á Barselóna brautinni 27. febrúar. Liðin kappkosta nú við að klára 2017 bílana sína. Nokkur lið hafa þegar tilkynnt um frumsýningardag, Vísir fer yfir málið. 30. janúar 2017 18:30
Bílskúrinn: Hvernig eru Formúlu 1 bílarnir að breytast í ár? Tæknireglur Formúlu 1 breytast talsvert fyrir tímabilið og því er tilefni til að rannsaka hverjar breytingarnar eru og hvaða áhrif þær munu hafa. 31. janúar 2017 20:30
Ferrari dregur lögmæti fjöðrunar Mercedes og Red Bull í efa Ferrari hefur skrifað bréf til FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandið) þar sem liðið dregur í efa lögmæti þeirrar fjöðrunar sem Mercedes og Red Bull hafa þróað. 4. janúar 2017 22:30
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti