Cayenne S E-Hybrid sá grænasti Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2017 09:33 Sigurvegarinn Cayenne S E-Hybrid mælist með 3.4 l/100 meðaleyðslu. Auto Test - Ökotrend, óháð rannsóknarstofnun á sviði umhverfismála, birti á dögunum ítarlega úttekt sína í samnefndu fagriti. Þar er Porsche Cayenne S E-Hybrid plug-in sæmdur titlinum umhverfisvænasti bíllinn í sínum flokki árið 2017. Í umhverfisúttekt stofnunarinnar er allur ferill bílanna undir, allt frá grunn framleiðslunni til endurvinnslu að líftíma loknum. Í ár stóð Cayenne S E-Hybrid sig best í samanburðinum í jeppaflokki (SUV category). Með sigri sínum í samkeppninni um grænasta bílinn 2017 leggur Cayenne S E-Hybrid plug-in að velli tegundir einsog Mersedes GLE 500e og BMW X5 40e. Þessi virti rannsóknaraðili, Auto Test - Ökotrend, hefur útnefnt umhverfisvænustu bíla á markaðnum á hverjum tíma í rúm tuttugu ár. Við matið er litið til margra þátta. Til viðbótar við hávaðamengun og útblástur eru lykilatriði matsins eldsneytisnotkun, gæði framleiðsluferla og endurvinnsla. Þá eru umhverfisvitund og samfélagsábyrgð einnig þættir í úttekt fyrirtækisins. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent
Auto Test - Ökotrend, óháð rannsóknarstofnun á sviði umhverfismála, birti á dögunum ítarlega úttekt sína í samnefndu fagriti. Þar er Porsche Cayenne S E-Hybrid plug-in sæmdur titlinum umhverfisvænasti bíllinn í sínum flokki árið 2017. Í umhverfisúttekt stofnunarinnar er allur ferill bílanna undir, allt frá grunn framleiðslunni til endurvinnslu að líftíma loknum. Í ár stóð Cayenne S E-Hybrid sig best í samanburðinum í jeppaflokki (SUV category). Með sigri sínum í samkeppninni um grænasta bílinn 2017 leggur Cayenne S E-Hybrid plug-in að velli tegundir einsog Mersedes GLE 500e og BMW X5 40e. Þessi virti rannsóknaraðili, Auto Test - Ökotrend, hefur útnefnt umhverfisvænustu bíla á markaðnum á hverjum tíma í rúm tuttugu ár. Við matið er litið til margra þátta. Til viðbótar við hávaðamengun og útblástur eru lykilatriði matsins eldsneytisnotkun, gæði framleiðsluferla og endurvinnsla. Þá eru umhverfisvitund og samfélagsábyrgð einnig þættir í úttekt fyrirtækisins.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent