Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Afturelding 25-25 | Valur tók stig af toppliðinu Guðmundur Marinó Ingvarsson í Valshöllinni að Hlíðarenda skrifar 6. febrúar 2017 21:15 vísir/anton brink Valur og Afturelding skildu jöfn 25-25 í æsispennandi leik í Valshöllinni í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Valur var 14-10 yfir í hálfleik. Jafnræði var með liðunum framan af leik en Afturelding þó með yfirhöndina þrátt fyrir að leikmenn liðsins virtust þungir á fótunum og nokkuð frá sínu besta. Valsmenn virtust átta sig á að þeir gætu keyrt yfir gestina er leið á seinni hálfleikinn og skoruðu sjö mörk í röð á tíu mínútna kafla og komust í 14-8 þegar skammt var til hálfleiks. Á einhvern ótrúlegan hátt náði Afturelding að skora tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks á síðustu mínútunni og koma sér inn í leikin áður en flautað var til hálfleiks. Gestirnir úr Mosfellsbænum unnu sig enn betur inn í leikinn er leið á seinni hálfleik og komst yfir þegar sex mínútur rúmlega voru eftir af leiknum. Afturelding var tveimur mörkum yfir þegar fjórar mínútur voru eftir en Valur náði að jafna í 24-24. Liðin skiptust á mörkum en Valsmenn jöfnuðu metin úr vítakasti á síðustu mínútu leiksins. Afturelding náði ekki að skora en minnstu munaði að Valur næði að stela sigrinum á síðustu sekúndu leiksins en skot Ýmis Arnar Gíslasonar vildi ekki inn í markið. Heimir Örn Árnason og Svavar Pétursson dæmdu leikinn að mestu leiti vel. Þeir virtust þó vera að missa tökin seint í leiknum en það verður að hrósa þeim hvernig þeir nýttu seinna leikhlé Vals þegar sex mínútur voru eftir til að ná áttum á ný og var á ný komin ró yfir leikinn síðustu mínúturnar þrátt fyrir mikla spennu í leiknum. Josip Juric átti mjög góðan leik fyrir Val og sýndi stáltaugar í lokin þegar hann jafnaði metin úr vítaskasti. Guðni Már Kristinsson var frábær fyrir Afturelding og með 100% skotnýtingu þar til hann fékk tækifæri til að koma Aftureldingu tveimur mörkum yfir þegar tvær mínútur voru eftir. Þá varði Sigurður Ingiberg Ólafsson sem steig upp með mikilvægar markvörslur seint í leiknum. Afturelding er á toppi deildarinnar nú þegar tveir þriðju hlutar hennar eru búnir með 25 stig, stigi meira en Haukar. Valur er í fjórða sæti með 19 stig. Einar Andri: Eigum að geta spilað þó við séum þungir eftir janúar„Þetta er unnið stig eftir fyrri hálfleikinn,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir leikinn í kvöld. „Við vorum komnir sex mörkum undir í lok fyrri hálfleiks en náum að koma því niður í fjögur. Við byrjum svo seinni hálfleik mjög vel og náum að gera þetta að jöfnum leik í seinni hálfleik. Það var ekki sjálfgefið þegar menn eru búnir að koma sér í svona holu.“ Mosfellingar virkuðu þungir í fyrri hálfleik og hefðu auðveldlega getað verið í enn verri stöðu í hálfleik en 14-10 undir. „Mér fannst við satt að segja ekki alveg klárir. Við erum með leikinn svo að segja. Vorum 8-7 yfir og búnir að fara með víti og tvö hraðaupphlaup og það segir mér að við höfum ekki verið fullkomlega klárir í þetta. „Það kom svo í ljós er leið á fyrri hálfleikinn en menn náðu að setja sig í stand í seinni hálfleik,“ sagði Einar. Stigið í kvöld skilar því að Afturelding er með eins stigs forystu á Hauka á toppi deildarinnar þegar ein umferð af þremur er eftir. „Við erum ekkert að horfa á töfluna þó einhverjir trúi því ekki. Við vitum sem er að þetta snýst allt um að vera klár í úrslitakeppni og það miðar öll vinnan að því. „Við erum að setja saman svolítið breytt lið frá því fyrir áramót og það sést alveg að það er töluvert hikst á okkur. „Ég held það séu allir þungir núna en það má ekki fórna leikjum. Við eigum að geta spilað þó við séum aðeins þungir eftir janúar,“ sagði Einar Andri. Guðlaugur: Allt annað að sjá okkur í kvöld„Eins og þetta var þegar átta mínútur eru eftir erum við ánægðir með stig,“ sagði Guðlaugur Arnarsson annar þjálfari Vals. „Við vorum komnir tveimur mörkum undir og það var góður karakter hjá okkur að koma til baka og fá þetta stig. Með smá heppni hefðum við getað tekið báða punktana.“ Valsmenn voru sex mörkum yfir þegar innan við mínúta var til hálfleiks en Afturelding skoraði tvö mörk á augabragði og minnkaði muninn í fjögur mörk fyrir hálfleik. „Þeir náðu að koma sér inn í leikinn þessar síðustu 15 sekúndur fyrri hálfleiks. Þeir ná að skora tvö mörk hratt á okkur. Svo minnka þeir þetta fljótt niður í tvö mörk í seinni hálfleik og þá var þetta orðinn hörku leikur aftur. Við hefðum þurft að vera aðeins skynsamari. „Við klikkum á dauðafærum og gerum feila. Að sama skapi var vörnin ekki að klára sig eins vel í seinni hálfleik og hún gerði í fyrri. En heilt yfir er ég ánægður með strákana.“ Valsmenn töpuðu fyrsta leiknum eftir áramót illa á Akureyri og því var kærkomið fyrir liðið að leika mun betur og fá stig í kvöld. „Mér finnst mikilvægt hvernig við komum til baka inni á vellinum. Bæði liðsheildin og karakterinn. Það var allt annað að sjá okkur í kvöld en á fimmtudaginn. Það finnst mér vera sterkasti punkturinn fyrir framhaldið,“ sagði Guðlaugur.vísir/antonvísir/anton Olís-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Valur og Afturelding skildu jöfn 25-25 í æsispennandi leik í Valshöllinni í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Valur var 14-10 yfir í hálfleik. Jafnræði var með liðunum framan af leik en Afturelding þó með yfirhöndina þrátt fyrir að leikmenn liðsins virtust þungir á fótunum og nokkuð frá sínu besta. Valsmenn virtust átta sig á að þeir gætu keyrt yfir gestina er leið á seinni hálfleikinn og skoruðu sjö mörk í röð á tíu mínútna kafla og komust í 14-8 þegar skammt var til hálfleiks. Á einhvern ótrúlegan hátt náði Afturelding að skora tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks á síðustu mínútunni og koma sér inn í leikin áður en flautað var til hálfleiks. Gestirnir úr Mosfellsbænum unnu sig enn betur inn í leikinn er leið á seinni hálfleik og komst yfir þegar sex mínútur rúmlega voru eftir af leiknum. Afturelding var tveimur mörkum yfir þegar fjórar mínútur voru eftir en Valur náði að jafna í 24-24. Liðin skiptust á mörkum en Valsmenn jöfnuðu metin úr vítakasti á síðustu mínútu leiksins. Afturelding náði ekki að skora en minnstu munaði að Valur næði að stela sigrinum á síðustu sekúndu leiksins en skot Ýmis Arnar Gíslasonar vildi ekki inn í markið. Heimir Örn Árnason og Svavar Pétursson dæmdu leikinn að mestu leiti vel. Þeir virtust þó vera að missa tökin seint í leiknum en það verður að hrósa þeim hvernig þeir nýttu seinna leikhlé Vals þegar sex mínútur voru eftir til að ná áttum á ný og var á ný komin ró yfir leikinn síðustu mínúturnar þrátt fyrir mikla spennu í leiknum. Josip Juric átti mjög góðan leik fyrir Val og sýndi stáltaugar í lokin þegar hann jafnaði metin úr vítaskasti. Guðni Már Kristinsson var frábær fyrir Afturelding og með 100% skotnýtingu þar til hann fékk tækifæri til að koma Aftureldingu tveimur mörkum yfir þegar tvær mínútur voru eftir. Þá varði Sigurður Ingiberg Ólafsson sem steig upp með mikilvægar markvörslur seint í leiknum. Afturelding er á toppi deildarinnar nú þegar tveir þriðju hlutar hennar eru búnir með 25 stig, stigi meira en Haukar. Valur er í fjórða sæti með 19 stig. Einar Andri: Eigum að geta spilað þó við séum þungir eftir janúar„Þetta er unnið stig eftir fyrri hálfleikinn,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir leikinn í kvöld. „Við vorum komnir sex mörkum undir í lok fyrri hálfleiks en náum að koma því niður í fjögur. Við byrjum svo seinni hálfleik mjög vel og náum að gera þetta að jöfnum leik í seinni hálfleik. Það var ekki sjálfgefið þegar menn eru búnir að koma sér í svona holu.“ Mosfellingar virkuðu þungir í fyrri hálfleik og hefðu auðveldlega getað verið í enn verri stöðu í hálfleik en 14-10 undir. „Mér fannst við satt að segja ekki alveg klárir. Við erum með leikinn svo að segja. Vorum 8-7 yfir og búnir að fara með víti og tvö hraðaupphlaup og það segir mér að við höfum ekki verið fullkomlega klárir í þetta. „Það kom svo í ljós er leið á fyrri hálfleikinn en menn náðu að setja sig í stand í seinni hálfleik,“ sagði Einar. Stigið í kvöld skilar því að Afturelding er með eins stigs forystu á Hauka á toppi deildarinnar þegar ein umferð af þremur er eftir. „Við erum ekkert að horfa á töfluna þó einhverjir trúi því ekki. Við vitum sem er að þetta snýst allt um að vera klár í úrslitakeppni og það miðar öll vinnan að því. „Við erum að setja saman svolítið breytt lið frá því fyrir áramót og það sést alveg að það er töluvert hikst á okkur. „Ég held það séu allir þungir núna en það má ekki fórna leikjum. Við eigum að geta spilað þó við séum aðeins þungir eftir janúar,“ sagði Einar Andri. Guðlaugur: Allt annað að sjá okkur í kvöld„Eins og þetta var þegar átta mínútur eru eftir erum við ánægðir með stig,“ sagði Guðlaugur Arnarsson annar þjálfari Vals. „Við vorum komnir tveimur mörkum undir og það var góður karakter hjá okkur að koma til baka og fá þetta stig. Með smá heppni hefðum við getað tekið báða punktana.“ Valsmenn voru sex mörkum yfir þegar innan við mínúta var til hálfleiks en Afturelding skoraði tvö mörk á augabragði og minnkaði muninn í fjögur mörk fyrir hálfleik. „Þeir náðu að koma sér inn í leikinn þessar síðustu 15 sekúndur fyrri hálfleiks. Þeir ná að skora tvö mörk hratt á okkur. Svo minnka þeir þetta fljótt niður í tvö mörk í seinni hálfleik og þá var þetta orðinn hörku leikur aftur. Við hefðum þurft að vera aðeins skynsamari. „Við klikkum á dauðafærum og gerum feila. Að sama skapi var vörnin ekki að klára sig eins vel í seinni hálfleik og hún gerði í fyrri. En heilt yfir er ég ánægður með strákana.“ Valsmenn töpuðu fyrsta leiknum eftir áramót illa á Akureyri og því var kærkomið fyrir liðið að leika mun betur og fá stig í kvöld. „Mér finnst mikilvægt hvernig við komum til baka inni á vellinum. Bæði liðsheildin og karakterinn. Það var allt annað að sjá okkur í kvöld en á fimmtudaginn. Það finnst mér vera sterkasti punkturinn fyrir framhaldið,“ sagði Guðlaugur.vísir/antonvísir/anton
Olís-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni