Íslandsmeistarar Hauka komust upp í annað sætið í Olís-deild karla í kvöld er liðið vann góðan útisigur, 21-25, á Gróttu í kvöld.
Það var jafnt á með liðunum í fyrri hálfleik en Haukamenn sigldu fram úr í þeim síðari.
Nýi Króatinn í liði Hauka, Ivan Ivokovic, stimplaði sig vel inn í Haukaliðið í kvöld með átta mörjum. Elvar Friðriksson skoraði sex fyrir Grótu.
Haukar einu stigi á eftir toppliði Aftureldingar en Grótta er í áttunda sæti deildarinnar.
Haukarnir í annað sætið
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
