Breski sportbílaframleiðandinn Zenos gjaldþrota Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2017 09:00 Zenos E10 var eitt hugarfóstra verkfræðinga sem áður unnu hjá Lotus og Caterham. Heimur smárra sportbílaframleiðenda varð enn smærri í vikunni þar sem breski sportbílaframleiðandinn Zenos lýsti yfir gjaldþroti og leitar nú fjárfesta til að bjarga tilvist þess. Fyrirtækinu er nú stjórnað af Begbies Traynor LLP í London en það sérhæfir sig í endurreisn gjaldþrota fyrirtækja. Eflaust kannast ekki margir við Zenos bílaframleiðandann en margir slíkir litlir bílaframleiðendur fyrirfinnast þó. Zenos á þó ekki langa sögu, eða frá árinu 2012 og var stofnað af verkfræðingum sem unnið höfðu hjá Lotus og Caterham sportbílafyrirtækjunum. Fyrsti bíll Zenos var E10 og honum fylgdu svo enn öflugri E10 S og E10 R bílar. Allir þessir bílar voru litlir og léttir og enginn þeirra þyngri en 725 kíló. Þeir eru þó afar snarpir bílar með 200 til 350 hestafla vélar sem fengnar voru hjá Ford, meðal annars 2,3 lítra EcoBoost vélin úr Ford Focus ST. Með henni var Zenos E10 R aðeins 3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn 250 km/klst. Vélarnar voru miðjusettar í bílunum og afturhjóladrifnir. Zenos bílar voru alls ekki ódýrir og kostuðu frá 5,3 milljónum króna og skýrir það ef til vill út af hverju fyrirtækið er nú gjaldþrota. Vonandi verður þó tilvist Zenos bjargað af áhugasömum fjárfestum. Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent
Heimur smárra sportbílaframleiðenda varð enn smærri í vikunni þar sem breski sportbílaframleiðandinn Zenos lýsti yfir gjaldþroti og leitar nú fjárfesta til að bjarga tilvist þess. Fyrirtækinu er nú stjórnað af Begbies Traynor LLP í London en það sérhæfir sig í endurreisn gjaldþrota fyrirtækja. Eflaust kannast ekki margir við Zenos bílaframleiðandann en margir slíkir litlir bílaframleiðendur fyrirfinnast þó. Zenos á þó ekki langa sögu, eða frá árinu 2012 og var stofnað af verkfræðingum sem unnið höfðu hjá Lotus og Caterham sportbílafyrirtækjunum. Fyrsti bíll Zenos var E10 og honum fylgdu svo enn öflugri E10 S og E10 R bílar. Allir þessir bílar voru litlir og léttir og enginn þeirra þyngri en 725 kíló. Þeir eru þó afar snarpir bílar með 200 til 350 hestafla vélar sem fengnar voru hjá Ford, meðal annars 2,3 lítra EcoBoost vélin úr Ford Focus ST. Með henni var Zenos E10 R aðeins 3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn 250 km/klst. Vélarnar voru miðjusettar í bílunum og afturhjóladrifnir. Zenos bílar voru alls ekki ódýrir og kostuðu frá 5,3 milljónum króna og skýrir það ef til vill út af hverju fyrirtækið er nú gjaldþrota. Vonandi verður þó tilvist Zenos bjargað af áhugasömum fjárfestum.
Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent