Nico Hulkenberg, sem gekk til liðs við Renault liðið í Formúlu 1 fyrir tímabilið býst við hrottalega hröðum Formúlu 1 bílum í ár.
Hulkenberg hefur verið að prófa væntanlegan bíl Renault liðsins í hermi eins og aðrir og hann segir bílinn afar fljótan í förum.
Verkfræðingar liðanna búast við 20-30 prósent meira niðurtogi, sem mun rokka eftir brautum. Bílarnir verða tveimur til fimm sekúndum fljótari á hring ef marka má væntingar verkfræðinganna.
Hulkenberg segir að á Katalóníubrautinni á Spáni, þar sem æfingar munu hefjast 27. febrúar, séu beygjur þrjú og níu teknar án þess að slá af. Í fyrra hafa einungis Mercedes og Red Bull bíalrnir geta gert það.
Tæknistjóri Force India liðsins, Andy Green tekur í sama streng. „Það sést að bíalrnir eru hraðari, maður þarf ekki einu sinni að horfa á tímana. Þeir eru ekki bara hraðari í beygjum heldur eru hemlunarvegalengdir talsvert styttri þökk sé meira niðurtogi og breiðari dekkjum,“ sagði Green.
